Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 12
2 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 yfir yfirborði jarðar. Eignaráð fasteign- areiganda séu því ótvíræð samkvæmt lögunum en stýring auðlindanýtingar hafi hins vegar verið færð til stjórn- valda. Með þessu hafi efnisrétturinn verið styrktur og sé klárlega í höndum eiganda en formrétturinn veiktur þar sem ráðstöfunarréttur hafi verið færð- ur yfir til ráðherra. Karl gerði grein fyrir niðurstöðum stjórnskipaðrar auðlindanefndar en í tillögum hennar er gert ráð fyrir verndar- og nýting- aráætlun til langs tíma sem lögð verði fram á Alþingi vorið 2010 og sérstakri aðferðarfræði við úthlutun nýting- arleyfa fram að þeim tíma. Þá er lagt til að forræði auðlindanýtingar á eign- arlöndum verði flutt frá stjórnvöldum til eigenda. Ný vatnalög Eyvindur G. Gunnarsson, hrl. og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fjallaði um aðdraganda að setningu nýrra vatnalaga og mismunandi sjón- armið sem uppi hafa verið varðandi eignarform og eignaréttarlegar heim- ildir rétthafa vatnsréttinda. Þá gerði hann grein fyrir hagnýtingarheimildum meiri háttar vatna samkvæmt nýjum vatnalögum nr. 20/2006, mismunandi rétthæð vatnsnota og takmörkunum á umráða- og hagnýtingarrétti landeig- anda. Hann greindi frá því að í nýjum lögum væri tekið á eignarhaldi vatns með tilliti til hins sérstaka eðlis þess en reglur um stjórn og nýtingu færð yfir í auðlindalög nr. 57/1998. Í máli hans kom fram að ákvæði um vatnsvernd í víðtækustu merkingu lúta fyrirmæl- um annarra laga svo og ákvæði um óhreinkun vatns og holræsi. Það var mat Eyvindar að ný neikvæð skilgrein- ing eignaréttar í 4. gr. l. nr. 20/2006 hefði ekki haft í för með sér efn- isbreytingu en væri í raun staðfesting á reglum sem í gildi hafa verið þrátt fyrir mikla umræðu á alþingi við setningu laganna. Hann taldi helsta kost nýrra laga vera einföldun og samræmingu þar sem vatnsréttindi verði nú skil- greind með sama hætti og eignarréttur að öðrum náttúruauðlindum. Stýring auðlindanýtingar Elín Smáradóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, fjallaði um stýringu auðlindanýtingar en með nýjum raf- orkulögum nr. 65/2003 var innleidd samkeppni í raforkuframleiðslu með afnámi einokunar Landsvirkjunar. Í lögunum hafi orkuöflun og dreif- ing raforku verið aðskilin, en ekki hafi verið tekin afstaða til hvort eigi að virkja, hversu mikið og hvenær.. Elín lýsti yfir efasemdum um tillögu auðlindanefndar þess efnis að nefnd verði skipuð undir forystu forsætisráð- herra sem geri tillögur um nýtingu eða verndun einstakra svæða á grundvelli rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Meðferð orkuauðlinda væri ekki svo frábrugðin annarri auð- lindanýtingu að það kallaði á frábrugð- ið stýrikerfi. Elín taldi farsælla ef fagr- áðherra gerði tillögu til þingsályktunar um orkunýtingu, byggða á ramma- áætlun í samráði við hagsmunaðila að undangengnu umhverfismati sem yrði þá hluti landsskipulags nái hún fram að ganga. Þjóðlendur í eigu ríkisins Eftir hlé fjallaði Sif Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar um þjóðlendur. Hún gerði grein fyrir efni þjóðlendulaga nr. 58/1998 með síðari breytingum þar sem þjóðlendu er lýst sem landsvæði í eigu íslenska ríkisins þó svo að einstakir aðilar kunni að eiga þar afnotarétt. Í máli hennar kom fram að lögin gerðu ráð fyrir beinum eignarétti íslenska rík- isins að þjóðlendum en forsætisráð- herra fari með hin sameiginlegu gæði sem vörslumaður. Nýting vatns- og jarðhitaréttinda sé í höndum forsæt- isráðherra en nýting lands og lands- réttinda sé háð leyfi hlutaðeigandi sveitastjórnar. Sif sagði að þjóðlendur geti hæglega verið seldar og tók dæmi frumvarp til laga um heimild til að selja Landsvirkjun vatnsréttindi og land vegna Búrfellsvirkjunar sem nú liggur fyrir Alþingi. Fiskveiðiréttur Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, rak lestina og fjallaði um fiskveiðirétt Fyrirlesarar á málþingi Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands um auðlindarétt. F.v.: Eyvindur G. Gunnarsson, Karl Axelsson, Elín Smáradóttir og Kristín Haraldsdóttir. Auk þeirra héldu Sif Guðjónsdóttir og Skúli Magnússon erindi.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.