Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 37

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 37
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 > 37 Ljóst er af ákvörðunarástæðum Hæsta- réttar að þessi dómur er í samræmi við nokkra fyrri dóma réttarins, þ. á m. H 1997:1071 og H 2001:3080, þar sem fram kemur í ákvörðunarástæð- um að lagt er til grundvallar að lestun og losun bifreiða sé þáttur í notkun þeirra. Talið var í þeim málum að bifreiðirnar hafi verið í „venjulegri og eðlilegri notkun“ sem vörubifreið- ar, og bótaábyrgð skv. 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga staðfest. Í þessum tveim málum varð tjón vegna notkunar bún- aðar sem knúinn var af aflvél flutn- ingabifreiðar en í öðrum dómum Hæstaréttar varð tjón vegna notkunar bifreiðar og búnaðar hennar sem ekki var knúinn af aflvélinni. Niðurstaða Hæstaréttar í þeim málum var sú sama. Dæmi H 1995:856, H 1995:1729 og H 1996:3141. Sá dómur sem hér er til umfjöllunar er því í samræmi við fyrrnefnda dóma Hæstaréttar og þeir allir í samræmi við niðurstöðu Arnljótar Björnssonar í bók hans Ökutæki og tjónabætur (2003), bls. 41. Þar segir Arnljótur: „Telja má, að aðalreglan sé sú, að tjóns­ atvik, sem orsakast beinlínis af vél bif­ reiðar í gangi og öðrum tækjum, er heyra til eðlilegs útbúnaðar til þess að ferma og afferma flutningabifreið á venjuleg­ an hátt, verði álitin afleiðing notkunar ökutækis í merkingu 88. gr.“ Hér er áherslan réttilega á eðlilegan búnað og tæki til fermingar og afferm- ingar flutningabifreiðar óháð því hvort búnaðurinn er knúinn af vélarafli bif- reiðarinnar eða ekki. Sératkvæði Í sératkvæði þessa hæstaréttarmáls nr. 150/2006 kom fram túlkun á fyrr- nefndum ákvæðum umferðarlaga, sem er að áliti undirritaðs í ósamræmi við fyrrnefnda dóma Hæstaréttar og þá meginreglu sem Arnljótur Björnsson byggði á þeim. Lögron ehf. Katrín Theodórsdóttir hdl. LL.M Ásvallagötu 2 101 Reykjavík Lögmannsstofa Björgvins Þorsteinssonar hrl. Tjarnargötu 4 101 Reykjavík Themis ehf. Lögmannsstofa Pósthússtræti 7 101 Reykjavík LOGOS lögmannsþjónusta Efstaleiti 5 103 Reykjavík Lögmenn Húsi Verslunarinnar Kringlunni 7 103 Reykjavík Lögmannsstofa Kristínar Briem Húsi Verslunarinnar Kringlunni 7 103 Reykjavík Löggarður ehf. Kringlunni 7, 7. hæð 103 Reykjavík Lögmannsstofa Jóns Egilssonar hdl. og Auðar Bjargar Jónsdóttur hdl. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Lex ehf. Sundagörðum 2 104 Reykjavík Lögmannsstofan Skipholti sf. Bolholti 6 105 Reykjavík Lögmenn Borgartúni 18 sf. Borgartúni 18 105 Reykjavík Lögmenn Borgartúni 33 Einar Gautur Steingrímsson hrl. Borgartúni 33 105 Reykjavík Gleðileg jól – gott og farsælt komandi ár

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.