Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 10
0 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 skjólstæðingi sínum lögfræðilega ráðgjöf og því þunga miðja sambands lögmanns og umbjóðanda hans. Án vissu skjólstæð­ ingsins um að fullkominn trúnaður ríki um þær upplýsingar eða gögn sem hann af hendir lögmanni sínum er þetta traust fyrir borð borið. Í ljósi mikilvægi trún­ aðarskyldu lögmanna er lögð á það rík áhersla að undantekningar frá henni séu eins skýrar og afmarkaðar og unnt er.” Þrátt fyrir þessa ábendingu virðist lög- gjafinn ekki hafa sé ástæðu til að fjalla sérstaklega um þetta atriði en hugs- anlega mun það verða gert í reglugerð, sem viðskiptaráðherra er heimilt að setja um framkvæmd laganna sam- kvæmt 28. gr. þeirra auk þess sem dómaframkvæmdin mun án efa leggja línurnar hvað þetta varðar í framtíð- inni. Tilnefning ábyrgðar­ manns, þjálfun, innri reglur og eftirlit Samkvæmt 22. gr. laganna er tilkynn- ingarskyldum aðilum skylt að tilnefna einn úr hópi stjórnenda sem sérstakan ábyrgðarmann sem að jafnaði annast tilkynningar til lög reglu og skal lög- reglu tilkynnt um tilnefningu þessa ábyrgðarmanns. Þá ber tilkynningar- skyldum aðilum skylda til að setja sér skriflegar innri reglur og hafa innra eftirlit sem miðar að því að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé notuð til peningaþvættis og fjár mögnunar hryðjuverka. Skulu þeir m.a. sjá til þess að starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun í þeim tilgangi. Þá er öllum tilkynning- arskyldum aðilum gert að gera skrif- legar skýrslur um allar grunsamlegar og óvenjulegar færslur sem verða til við framkvæmd viðskipta í starfsemi þeirra. Þá ber lögaðilum sem nefndir eru í 1. mgr. 2. gr. laganna einnig að búa yfir sérstöku kerfi sem gerir þeim kleift að bregðast skjótt við fyrirspurnum frá lögreglu eða öðrum lögbær um yfir- völdum. Þessum aðilum ber jafnframt við ráðningu starfsfólks að setja sér- stakar reglur um hvaða athuganir skuli gerðar á ferli umsækjenda um stöður hjá fyrirtækjunum og í hvaða tilvikum skuli krafist sakavottorðs eða annarra sambærilegra skilríkja um feril og fyrri störf. Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lög- unum virkt eftirlit með því að tilkynn- ingarskyldir aðilar fari að ákvæðum laganna. Felst eftirlitið m.a. í heimild- um til að kalla eftir hvers konar gögn- um auk heimilda til sérstakra athug- ana á starfsstöð. Láti aðili hjá líða að upp fylla skyldur sínar um afhendingu gagna getur Fjármálaeftirlitið lagt dagsektir á viðkom andi í samræmi við ákvæði laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Viðurlög Í viðurlagakafla hinna nýju laga, þar sem m.a. er kveðið á um sektir fyrir vanrækslu á tilkynningaskyldu, er einn- ig að finna athyglisverða refsiheimild í 2. mgr. 27. gr., þar sem sönnunarbyrðinni er snúið við. Í ákvæðinu segir m.a. að þegar brot á lögunum er framið í starf- semi lögaðila og í þágu hans megi gera lögaðilanum sekt án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrir svarsmann eða starfsmann lögaðila. Jafn framt að hafi fyrirsvars maður eða starfsmaður hans gerst sekur um brot á lögum þess- um megi einnig gera lög aðila num sekt ef brotið var í þágu hans. Þá er í lögunum kveðið á um að van- ræki tilkynningarskyldur aðili af ásetn- ingi eða stór kostlegu hirðuleysi að kanna áreiðanleika upplýsinga um við- skiptamenn sína skv. II. og III. kafla, vanræki tilkynningarskyldu eða aðrar skyldur skv. V. kafla eða að veita upplýs- ingar eða láta í té aðstoð, skýrslur eða gögn svo sem kveðið er á um í lög- unum eða regl um settum samkvæmt þeim, skuli hann sæta sektum. Niðurlag Lögmannafélagið hvetur félagsmenn sína til að kynna sér þessar nýju regl- ur og þær auknu kröfur sem gerðar eru til lögmanna í þeim. Jafnframt eru lögmenn hvattir til að setja upp þá nauðsynlegu verkferla, eftirlitsþætti og þjálfun starfsfólks sem kveðið er á um í lögunum, hafi þeir ekki þegar gert við- eigandi ráðstafanir. Lögmannafélagið stefnir að því að bjóða félagsmönn- um upp á námskeið í byrjun næsta árs þar sem farið verður nánari ofan í einstakar skyldur laganna og hvernig best sé að uppfylla þær. Einnig hefur félagið ákveðið að setja upp leiðbein- andi reglur fyrir lögmenn þar sem finna má tillögur að útfærslu einstakra kvaða laganna.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.