Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 14
4 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Föstudaginn 20. október s.l. fór fram í blíðskaparveðri hið árlega meistaramót LMFÍ í knattspyrnu utanhúss. Mótið fór fram á gervigrasvelli Frammara í Safamýrinni. Mikill áhugi var á mótinu meðal félagsmanna og mættu sjö lið til leiks sem er metþátttaka. Er gaman að sjá hve hinir „yngri“ í félaginu hafa tekið við sér við knattiðkunina. Átta lið voru reyndar skráð til leiks en lið Lex og co. afboðaði þátttöku sína á síð- ustu stundu sökum skyndiákvörðunar faglegs framkvæmdastjóra Lex hf. um vinnufund. Vegna liðafjölda var leikið í tveim- ur riðlum. Var riðlakeppnin jöfn og spennandi eins og sjá má á úrslitum. A riðill: 1) Pacta. 2) Fullheimtan. 3) RogL. 4) Glettnir. B riðill: 1) Logos FC. 2) Líndal. 3) Lögfræðistofa Rvk. á Mörkinni (LRM). Sögulegt meistaramót LMFÍ í knattspyrnu: Nýtt nafn á bikarinn! Riðill: A: Pacta - Fullheimtan 1-3 A: RogL - Glettnir 0-5 B: Logos FC - Líndal 0-3 A: Pacta - RogL 0-3 B: LRM - Logos FC 2-3 A Fullheimtan - Glettnir 1-2 B: Líndal - LRM 0-1 A: Pacta - Glettnir 2-2 A: Fullheimtan - RogL 2-0 A riðill lokastaða: Glettnir 2 1 0 9:3 7 Fullheimtan 2 0 1 6.3 6 RogL 1 0 2 3:7 3 Pacta 0 1 2 3:8 1 B riðil lokastaða: Líndal 1 0 1 3:1 3 LRM 1 0 1 3:3 3 Logos 1 0 1 3:5 3 Lið Glettnis sigraði í A riðli en liðið er skipað starfsmönnum Glitnis banka. Lið Fullheimtunnar var í öðru sæti eftir hreinan úrslitaleik við gamla stór- veldið Reynslu og Léttleika. Í B riðli urðu öll lið jöfn að stigum og markatalan réði hvaða lið komust í úrslit. Undanúrslitaleikirnir voru sérlega spennandi og enduðu báðir í fram- lengingu. Lið Glettnis sigraði lið LRM með marki á síðustu mínútu framleng- ingar en í hinum leiknum sigraði lið Fullheimtunnar nokkuð óvænt sterkt lið Líndals, 3-1. Var því ljóst að nýtt nafn yrði skráð á bikarinn en hingað til höfðu gömlu stórveldin Reynsla og Léttleiki og Grínarafélagið (Lögfræðistofa Reykja- víkur á Mörkinni) ein liða sigrað á mótinu. Leikur Fullheimtunnar og Glettnis var fjörugur og spennandi en endaði með öruggum sigri þeirra Fullheimtumanna sem voru vel að sigrinum komnir. Samtals sigraði liðið í 4 leikjum og tapaði einum leik. Til hamingju með sigurinn Fullheimtumenn. Ritnefndin. Lið Glettnis (í rauðum búningum) tapaði gegn liði Fullheimtunnar (í ljósbláum búningum) í gríðarlega spennandi úrslitaleik.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.