Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 > 23 ef kærandi aflar þeirra sjálfur, t.a.m. hvað varðar hugsanleg tengsl kæranda og þess læknis sem hann kýs að leita til um útgáfu slíks vottorðs. Með þeim hætti væri réttaröryggi sakborninga ógnað. Í þessu sambandi minnir starfs- hópur LMFÍ á dóm Hæstaréttar í máli nr. 325/2003, svokallað málverkaföls- unarmál, þar sem lögð var áhersla á það hjá Hæstarétti að sönnunargögn í sakamáli stafi ekki frá aðilum sem tengdir séu brotaþolum málanna. Túlkaþjónusta Starfshópur LMFÍ gerir einnig athuga- semdir við þær tillögur nefndarinnar að bjóða túlkaþjónustu út. Bendir starfshópur LMFÍ á að yfirheyrslur taki skemmri tíma ef túlkur er vanur en mun lengri tíma sé hann óvanur. Hugsanlegur sparnaður við útboð á túlkaþjónustu geti þannig leitt til slak- ari rannsóknar, verri réttarstöðu sak- bornings og aukins kostnaðar í formi lengri vinnutíma lögreglumanna, sækj- enda og dómara við tiltekin mál sem og til lengri tímaskýrslu verjanda og þ.a.l. hærri þóknunar hans. Slakur túlkur vinni lengur en vanur túlkur og rukki því fyrir fleiri tíma og fengi því þegar allt kæmi til alls meira greitt en vani túlkurinn. Þá vakti starfshópur LMFÍ athygli á því að skv. dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvílir ekki einasta á aðildarríki Mann- réttindasáttmála Evrópu (MSE) sú skylda skv. e-lið 3. mgr. 6. gr. MSE að útvega sakborningi sem ekki skilur málið túlk heldur verður túlkurinn einnig að vera starfi sínu vaxinn. Tímagjald verjenda Nefndin á vegum ráðuneytisins leggur til að breytingar verði gerðar á lögum á þá leið að ákvörðun um tímagjald verjenda verði á forræði framkvæmda- valdsins en ekki á vegum dómstólaráðs eins og nú er. Við þessa tillögu nefnd- arinnar gerði starfshópur LMFÍ alvar- legar athugasemdir. Ef ákvörðun um fjárhæð tímagjalds verjenda verður á forræði framkvæmdavaldsins þá þarf að hafa í huga að ákæruvaldið heyr- ir einnig undir framkvæmdavaldið, dómsmálaráðherra. Það verður að tel- jast afar varhugaverð tilhögun að sami aðili ákvarði fjárhæð þóknunar verjenda og sé yfirmaður ákæruvalds og skapar óeðlileg tengsl. Með slíkri tilhögun væri réttaröryggi sakborninga stefnt í hættu og telur starfshópur LMFÍ það blasa við að verjendur, sem eru einu talsmenn sakborninga, eigi að vera algerlega óháðir framkvæmdavaldinu sérstaklega þegar kemur að ákvörðun um þóknun þeirra. Tillaga nefndarinn- ar um forræði framkvæmdavaldsins á þóknun verjenda vegur því á alvarleg- an hátt gegn réttaröryggi sakborninga og mannréttindum þeirra. Tillaga um rammasamn­ inga um verjendastörf Þá leggur nefndin á vegum ráðuneyt- isins til að ríkisvaldið geri þjónustu- samninga vegna lögfræðiþjónustu. Ríkið myndi leggja fram rammasamn- ing þar sem kveðið væri á um fagleg skilyrði þjónustunnar og sett fram grunntímagjald. Rammasamningur fælist síðan í því að lögmenn gerðu tilboð um hversu mikinn afslátt þeir gæfu af grunngjaldinu. Verður þessi tillaga nefndarinnar ekki skilin á annan veg en þann að sakborningum sem óska eftir verjanda verður einung- is úthlutaður verjandi sem gert hefur slíkan rammasamning við ríkisvald- ið um þóknun sína, með afslætti, en aðrir lögmenn sem ekki hefðu gert slíkan rammasamning kæmu ekki til greina sem verjendur sakborninga. Starfshópur LMFÍ gerir alvarlegar athugasemdir við þessa tillögu enda hefði þá sakborningur í raun ekkert að segja um það hvaða verjandi myndi veljast til verksins. Telur starfshópur LMFÍ að slík tilhögun sé augljóslega á skjön við lög og alþjóðasáttmála og gróft brot gegn mannréttindum sak- borninga. Er aðallega vísað til 6. gr. MSE en skv. greininni á sakborning- ur rétt á verjanda að eigin vali til að gæta hagsmuna sinna. Í dómi MDE í máli Croissant gegn Þýskalandi kemur fram að við skipun verjanda skuli farið eftir ósk sakbornings og í áliti Mannréttindanefndar Evrópu í máli Ensslin o.fl. gegn Þýskalandi kemur fram að heimildir aðildarríkja til að synja ósk sakbornings um tiltekinn verjanda að eigin vali eru afar takmark- aðar og þurfi m.a. að varða við öryggi ríkisins til að unnt sé að synja sakborn- ingi um að fá þann verjanda sem hann óskar eftir. Starfshópur LMFÍ telur því ljóst að það standist ekki ákvæði MSE að synja sakborningi um verjanda að eigin vali vegna þess að sá verjandi hafi ekki gert einhvers konar rammasamn- ing, með afslætti, við ríkisvaldið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.