Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 6
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Inngangur Þann 1. janúar n.k. taka gildi hér á landi lög nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðju- verka. Um er að ræða innleiðingu til- skipunar Evrópuþingsins nr. 2005/60/ EB sem byggð er á vinnu alþjóðlegs vinnuhóps FATF (Financial Action Task Force on Money Laundering). Tilskipunin hefur reyndar ekki verið felld inn í EES-samninginn enn sem komið er en íslensk stjórnvöld ákváðu hins vegar að innleiða hana um leið og nýjar reglur um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hertar kröfur til lögmanna Nýju lögin gera umtalsvert meiri kröf- ur til lögmanna en þær reglur sem gilt hafa fram til þessa og mikilvægt fyrir félagsmenn LMFÍ að kynna sér vel efni þeirra. Með lögunum eru m.a. gerðar mun strangari kröfur um áreiðanleika- könnun lögmanna á umbjóðendum sínum, hvort heldur sem er áður en þeir taka að sér hagsmunagæslu fyrir þá eða á meðan slíkri hagsmunagæslu stendur. Einnig þurfa lögmenn að tilnefna sérstakan ábyrgðarmann úr hópi stjórnenda sem ber að annast tilkynningar til lögreglu. Lögmenn þurfa einnig að setja sérstakar skrif- legar innri reglur, viðhafa innra eftirlit og gera skriflegar skýrslur um allar grunsamlegar og óvenjulegar færslur sem verða við framkvæmd verkefna fyrir umbjóðendur. Þá er lögmönnum einnig skylt sjá til þess að starfsmenn þeirra hljóti sérstaka þjálfun. Hér á eftir verður reynt að stikla á stóru yfir þau atriði sem lögmenn þurfa sérstak- lega að huga að í rekstri sínum til að uppfylla þær skyldur sem lögin leggja þeim á herðar en lögmenn eru jafn- framt hvattir til að kynna sér þær nýju kvaðir sem lögin leggja á þá og ekki síður hvenær þær eiga við. Gildissvið Samkvæmt f. lið 1. mgr. 2. gr. lag- anna eiga þau við um lögmenn þegar þeir sjá um eða koma fram fyrir hönd umbjóðanda síns í hvers kyns fjármála- eða fasteignaviðskiptum og þegar þeir aðstoða við skipulagningu eða fram- kvæmd viðskipta hvað varðar kaup og sölu fasteigna eða fyrirtækja, sjá um umsýslu peninga, verðbréfa eða ann- arra eigna umbjóðanda síns, opna eða hafa umsjón með banka-, spari- eða verðbréfareikningum, útvega nauðsyn- legt fjármagn til að stofna, reka eða stýra fyrirtækjum eða stofna, reka eða stýra fjárvörslusjóðum, fyrirtækjum og áþekkum aðilum. Eins og sjá má af þessari upptalningu ná lögin til mjög mikilvægra þátta í störfum lögmanna sem þeir koma að í hagsmunagæslu fyrir umbjóðendur sína. Áreiðanleikakönnun Kveðið er á um það í 4. gr. laganna að lögmönnum sem og öðrum tilkynn- ingarskyldum aðilum beri að kanna áreiðanleika viðskiptamanna sinna við upphaf viðvarandi samningssambands og eins vegna einstakra viðskipta að fjárhæð 15.000 evrur eða meira og gjaldeyrisviðskipta að fjárhæð 1.000 evrur eða meira. Skiptir þá ekki máli hvort þessi viðskipti fara fram í einni færslu eða fleirum sem virðast tengjast hverri annarri. Samkvæmt ákvæðinu vaknar þessi könnunarskylda einn- ig þegar grunur leikur á um peninga- þvætti eða fjármögnun hryðjuverka án tillits til undanþágna eða takmarkana af neinu tagi. Einnig þegar vafi leikur á því að fyrirliggjandi upplýsingar um viðskiptamann séu réttar eða nægilega áreiðanlegar. Jafnframt eru gerðar ítarlegar kröfur til þess að væntanlegir umbjóðendur upp- lýsi um tilgang fyrirhugaðra viðskipta og sanni á sér deili áður en samnings- sambandi er komið á. Einstaklingum er þannig gert að framvísa persónuskil- ríkjum sem gefin eru út af opinberum aðila en lögaðilum með framlagningu vottorðs úr fyrirtækjaskrá ríkisskatt- stjóra eða sambærilegri opinberri skrá með heiti, heimilisfangi og kennitölu eða álíka upplýsingum. Ber að varð- veita ljósrit af persónuskilríkjum og öðrum þeim gögnum sem krafist er, eða fullnægjandi upplýsingar úr þeim, í a.m.k. fimm ár frá því að viðskiptum lýkur. Reglubundið eftirlit En það er ekki bara við upphaf við- skipta sem eftirlitskrafan er virk held- ur er tilkynningarskyldum aðilum gert skylt samkvæmt 6. gr. laganna að hafa Ingimar Ingason Ný lög um aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. F í t o n / S Í A Er þín starfsemi tryggð? Þú færð starfsábyrgðartryggingu lögmanna hjá VÍS sem býður fjölbreytt úrval vátrygginga fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Samkvæmt lögum nr. 77/1998 þurfa lögmenn að hafa starfsábyrgðartryggingu. Tryggðu þína ábyrgð og hringdu í síma 560 5000. Þar færðu allar nánari upplýsingar. Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 www.vis.is Þar sem tryggingar snúast um fólk C M Y CM MY CY CMY K Starfsab.tr. logmanna, A4 augl.aPage 1 11/28/06 5:23:54 PM

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.