Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 > 27 Samskipti lögmanna­ félaga og stærri lög­ mannsstofa Fyrsta mál á dagskrá fundarins snéri að samskiptum lögmannafélaganna og stærri lögmannsstofa. Fulltrúar tveggja af stærri lögmannsstofum Noregs höfðu framsögu um málefnið og fjölluðu um hvernig hagsmunir stærri stofa færu saman við hagsmuni lögmannafélag- anna og hverjir væru helstu núnings- fletir í samskiptum þeirra. Fram kom að um 40% félagsmanna norska lög- mannafélagsins koma frá stærstu stof- unum þar í landi auk þess sem þessar sömu stofur standa undir meirihluta nýliðunar í lögmannastéttinni. Mat framsögumanna var að í framtíð- inni ætti þessi þróun eftir að eiga sér stað í enn ríkari mæli en nú og þá á kostnað smærri og meðalstórra stofa. Stærri lögmannsstofurnar væru einnig drifkraftur þróunar innan lögmanna- stéttarinnar, m.a. vegna útrásar þeirra og alþjóðlegrar þjónustu, tækiþróun- ar og sérfræðiþekkingar. Til þess að tryggja að þessar stóru stofur og lög- mannafélögin væru samstíga í fram- tíðinni, yrðu félögin að setja sig betur inn í samkeppnisstöðu stóru stofanna og þá í því samhengi að um væri að ræða samkeppni í alþjóðlegu umhverfi en ekki einungis á innanlandsmark- aði eins og raunin væri með starfsemi smærri lögmannsstofa. Skoða yrði það regluverk sem snéri að lögmannastétt- inni í alþjóðlegu samhengi og félögin þyrftu að búa sig undir að vera mál- svarar stofanna á þeim forsendum. Þetta ætti m.a. við um aukna mögu- leika á takmörkun ábyrgðar lögmanna í ljósi viðameiri og áhættusamari hags- munagæslu sem fylgdu stærri verkefn- um. Lögmannafélögin yrðu einnig að þróast í þá átt að stuðla að framþróun réttarins og réttaröryggis gagnvart stjórnvöldum í nafni fyrirtækja en ekki bara einstaklinga eins og verið hefur. Einnig að vera opinber málsvari stærri stofa utanlands ekki síður en innan- lands. Lögmannafélögin og stóru stof- urnar yrðu að marka sér stefnu um það hvernig hægt sé að mæta þeim ólíku þörfum og kröfum sem fylgja rekstri stærri stofa á alþjóðlegum samkeppn- ismarkaði. Aga­ og eftirlitshlutverk lögmannafélaga Annað viðfangsefni fundarins snéri að aga- og eftirlitshlutverki lögmanna- félaganna gagnvart lögmönnum. Fundarmenn voru sammála um að markmiðið væri að viðhalda kerfi sem m.a. væri gagnsætt, hlutlaust og skil- virkt. Nokkur áherslumunur var hins vegar milli félaganna varðandi það hvernig hægt væri að ná þessum mark- miðum, t.d. hvað varðar gagnsæi, m.a. út frá því hvort birta ætti nöfn hlut- aðeigandi lögmanna í öllum tilvikum í niðurstöðu úrskurðar- eða aganefnda, aðeins í alvarlegustu málunum eða hvort gilda ætti alger nafnleynd. Þessi áherslumunur endurspeglast í mis- munandi framkvæmd félaganna þar sem allar framangreindar útfærslur á birtingu úrskurða eru til staðar. Hins vegar voru fulltrúar félaganna sam- mála um að mikilvægt væri að tryggja skilvirkni úrskurðar- og aganefnda og tryggja hraða og markvissa málsmeð- ferð. Þjónusta lögmanna­ félaga Þriðja málefnið sem tekið var fyrir á þessum fundi varðaði þjónustu lögmannafélaganna við neytendur eða væntanlega kaupendur lögmannsþjón- ustu. Þar var m.a. rætt um möguleika internetsins við upplýsingagjöf, lög- fræðilega ráðgjöf og til að auka aðgengi almennings að lögmönnum. Norrænu lögmannafélögin hafa reyndar á undanförnum árum unnið markvisst að því að auka upplýsingar um lög- fræði á netinu og tryggja betra aðgengi almennings að lögmönnum. Norska Forsætisfundur norrænu lögmannafélaganna Árlega hittast formenn, varaformenn og framkvæmdastjórar allra norrænu lögmanna- félaganna á sérstökum fundi, svokölluðum forsætisfundi, til að ræða sameiginleg hagsmuna- mál félaganna og það sem hæst ber í málefnum lögmanna hverju sinni. Fundur norrænu lögmannafélaganna fór að þessu sinni fram í Osló í Noregi dagana 20. – 21. okóber sl. Á dagskrá fundarins voru þrjú megin viðfangsefni auk þess sem lagðar voru fram og ræddar upplýsingaskýrslur um helstu viðfangsefni sérhvers félags undanfarið ár.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.