Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 34
34 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Þann 16. nóvember sl. var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í málinu nr. 198/2006 en þar var fjallað um skaðabótakröfu starfsmanns sjálfstæðs verktaka á hendur verkkaupa vegna vinnuslyss. Atvik voru þau að starfsmaður verktak- ans, sem hafði með höndum ræstingu í húsnæði verkkaupans, slasaðist er hann rann í hálku á bílastæði við hús verkkaupans, þegar starfsmaðurinn bar ruslapoka í ruslagám er staðsettur var handan bílastæðisins. Í málinu var ágreiningur um hvort um skaðabóta- skylt atvik hafi verið að ræða, hvort skaðabótakröfu yrði beint gegn verk- kaupanum og um viðmiðunartekjur við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Með dóminum er því slegið föstu að verkkaupi beri ábyrgð á því að vinnueftirliti sé tilkynnt um slys starfs- manns sjálfstæðs verktaka er starfar í þágu hins fyrrnefnda á starfsstöð hans. Við lestur dómsins vaknar sú spurning hvort um sé að ræða stefnubreytingu varðandi skaðabótaskyldu atvinnurek- anda þegar starfsmaður rennur í hálku á vinnusvæði utanhúss. Hæstiréttur féllst á að verkkaupinn væri skaðabótaskyldur en taldi starfsmann- inn sjálfan eiga nokkra sök á slysinu. Meirihluti Hæstaréttar lét starfsmann- inn bera helming tjóns síns en minni- hlutinn taldi rétt að starfsmaðurinn bæri sjálfur tjón sitt að einum þriðja hluta. Niðurstaða Hæstaréttar um skaðabótaskyldu verkkaupans byggir á því að rétturinn telur að verkkaupinn hafi ekki sem skyldi sinnt þeim skyld- um sem á honum hvíldu til að tryggja öryggi stafsmannsins þegar hann fór með ruslapoka yfir hált bílastæðið. Af lestri dóms Hæstaréttar má ráða að mestu hafi skipt um þessa niðurstöðu réttarins að verkkaupinn lét hjá líða að tilkynna slysið til vinnueftirlitsins en af þeim sökum fór ekki fram rann- sókn á vettvangi og tildrögum slyssins. Í forsendum dóms Hæstaréttar segir m.a. að þar sem slysið hafi ekki verið rannsakað lögum samkvæmt hafi ekki legið fyrir upplýsingar um eftirfarandi atriði: • Hver hafi verið staðsetning gáms- ins. • Um gerð gámsins, hvort lyfta þurfti ruslapokanum upp til að koma honum í gáminn og þá hversu hátt. • Hvort snjóbræðslukerfi hafi virk- að á slysdegi, hvernig því var fyrir komið eða hversu langt það náði frá húsinu. • Hvort reynt hafi verið að bera sand eða salt á bílaplanið á slysdegi. • Um ruslapokann sem starfsmað- urinn bar, innihald hans, þyngd o.fl. Þar sem rannsókn vinnueftirlitsins fór ekki fram lét Hæstiréttur verkkaupann bera hallan af skorti á sönnun í mál- inu um fyrrgreind atriði sem rétturinn taldi geta haft áhrif á sakarmat og sem rétturinn taldi óljós. Í málinu lá fyrir að það var hluti af starfsskyldum starfsmannsins að fara með ruslapoka í gám er stóð hand- an bílastæðis. Þá lá fyrir í málinu að hálka var á bílastæðinu í umrætt sinn, 7 stiga frost, hvasst og snjókoma. Þær aðstæður gátu vart talist óvenjulegar í lok desember og því þurfti hálka á bílastæðinu ekki koma starfsmann- inum á óvart. Hæstiréttur er þeirrar skoðunar að starfsmaðurinn hafi mátt gera sér grein fyrir hálkunni enda segir í forsendum réttarins fyrir niðurstöðu um eigin sök starfsmannsins: ,,Henni ber, eins og vinnandi fólki almennt, að gæta að sér við vinnu sína eftir því sem sanngjarnt og eðlilegt verð­ ur talið. Hún hafði unnið á staðnum um nægjanlega langan tíma til að vera orðin kunnug aðstæðum og bar að sýna ýtrustu aðgæslu er hún flutti ruslapok­ ann yfir bílaplanið í ruslagáminn við þær aðstæður sem fyrr var lýst.” Eins og áður segir taldi Hæstiréttur að þrátt fyrir að starfsmanninum hafi mátt vera ljósar aðstæður á bílaplaninu hafi verkkaupinn ekki sinnt sem skyldi að tryggja öryggi starfsmannsins er hann bar ruslapokann yfir bílaplanið. Í ljósi þeirrar niðurstöðu er umhugs- unarefni hverjar þær skyldur voru sem verkkaupinn ekki sinnti að mati Hæstaréttar. Um þær skyldur vísar Þorsteinn Einarsson hrl. Hálkudómur í Hæstarétti

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.