Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 36

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 36
36 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Dómur Hæstaréttar 9. nóvember 2006 í máli nr. 150/2006, Bjarkar Sæbjörn Adolfsson gegn Sjóvá- Almennum tryggingum hf. Málavextir Málavextir voru þeir að áfrýjandi varð fyrir slysi þegar hann var að flytja óökufæra bifreið milli staða með sér- útbúinni dráttarbifreið. Hluti af bún- aði dráttarbifreiðarinnar er hjólastell sem nefnt er „dollý“, sem er sett undir laskaðan hjólabúnað bifreiða svo hægt sé að draga þær. Slysið varð þegar áfrýjandi var að losa laskaða bifreið af hjólastellinu með þar til gerðri járn- stöng sem er hluti búnaðarins. Við þetta losnaði járnstöngin úr spennu- stöðu og slengdist af miklu afli í höfuð áfrýjanda sem slasaðist alvarlega við höggið. Notkun eða ekki notkun bif­ reiðar Í málinu reyndi á hvort slys áfrýj- anda yrði rakið til notkunar ökutækis í skilningi 2. mgr. 92. gr. sbr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum. Umræddur búnaður bifreiðarinnar, hið svokallaða dollý, er hvorki knúinn sérstaklega af aflvél dráttarbifreiðarinn- ar né áfastur við hana. Búnaðurinn fylgir hins vegar dráttarbifreiðum eins og þeirri sem áfrýjandi átti og vann við og er hluti af sérhæfðum fylgibúnaði slíkra dráttarbifreiða. Búnaðurinn er nauðsynlegur þegar bifreiðir með lask- aðan hjólabúnað eru fluttar. Afferm- ingu bifreiðarinnar var ekki lokið þegar slysið varð. Í ákvörðunarástæðum Hæstaréttar kemur fram að afferming skemmdrar bifreiðar frá dráttarbifreið sé þáttur í notkun þeirrar síðarnefndu. Svo segir orðrétt: „Samkvæmt framanrituðu varð slys áfrýjanda við notkun tækis sem heyrði til eðlilegs og nauðsynlegs búnaðar drátt­ arbifreiðar og við venjubundin not henn­ ar sem slíkrar. Áfrýjandi átti dráttarbif­ reiðina og notaði hana í rekstri sínum. Í umrætt sinn var hann að afferma lask­ að ökutæki sem hann var að flytja með dráttarbifreiðinni og var því við stjórn hennar í skilningi 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Eins og aðstæðum er hér háttað skulu stefndu bera fébótaábyrgð á tjóni áfrýjanda samkvæmt 2. mgr. 92. gr., sbr. 88. gr. umferðarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 32/1998.“ Þá var ekki talið að áfrýjandi ætti að bera tjón sitt að einhverju leyti sjálfur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl. Dollý-dómurinn Suðurlandsbraut 24 • gutenberg.is • Sími 545 4400

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.