Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Tillaga um rammasamn­ inga um gjafsóknarmál Þá gerir nefndin á vegum ráðuneyt- isins tillögu um að gerðir yrðu álíka rammasamningar vegna lögfræðiþjón- ustu í gjafsóknarmálum. Starfshópur LMFÍ vísar til sömu raka og að ofan greinir um rammasamninga um verj- endastörf en bendir í þessu sambandi á að í 70. gr. stjórnarskrár og 6. gr. MSE felist hinn svokallaði réttur borgaranna til aðgangs að dómstólum. Telur starfs- hópurinn tillögur nefndarinnar um rammasamning í gjafsóknarmálum brjóta gegn þeim rétti. Réttargæsla útlendinga Nefndin leggur einnig til breytingar á lögum um útlendinga nr. 96/2002 um það hvernig þóknun réttargæslu- manna skuli ákveðin og af hverjum. Starfshópur LMFÍ telur að núverandi löggjöf um réttaraðstoð til hælisleit- enda og útlendinga sem óska dval- arleyfis skv. lögum um útlendinga ganga í raun og veru of skammt og því afar lítið svigrúm til að takmarka hana enn frekar. Er það nánar rakið í skýrslu starfshópsins. Samantekt Starfshópur LMFÍ telur að ná megi fram sparnaði eða lækkun á sakar- kostnaði í sakamálum með öðrum og betri leiðum en lagðar eru til í skýrslu nefndarinnar án þess að það bitni á gæðum rannsókna eða réttarstöðu sak- borninga, líkt og telja verður óumflýj- anlegt nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. Án efa myndu óbreyttar til- lögur nefndarinnar leiða til mun verri stöðu sakborninga og má ganga svo langt að fullyrða að sumar tillögurnar brjóti gegn mannréttindum bæði sak- borninga og einstaklinga sem hyggjast leita réttar síns fyrir dómstólum lands- ins, sbr. 70. gr. stjórnarskrár. Reyndir lögmenn muni án efa draga sig út úr verjendastörfum og muni það koma niður á þeirri þjónustu sem sakborn- ingar fá, auk þess sem viðbúið er að þeim málum fjölgi sem að nauðsynja- lausu fari í aðalmeðferð. Telur starfs- hópurinn að tillögur nefndarinnar nái fram afar takmörkuðum, ef nokkrum, sparnaði og það sem verra er: Með til- lögum sínum er nefndin að leggja til brot af Íslands hálfu m.a. á c-lið 3. mgr. 6. gr. MSE.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.