Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Opin fjölmiðlaumræða um ýmis þjóðfélagsmál er almennt af hinu góða, þ.e.a.s. ef hún fer fram af yfirvegun og þekkingu á viðkomandi málefni. Þá er hún líkleg til að vera uppbyggjandi og skila okkur með jákvæðum hætti fram á veg. Ýmis lögfræðileg málefni hafa verið mjög mikið til umræðu í fjöl- miðlum á síðustu misserum. Það eru einkum rann- sóknir meintra brota og opinberar saksóknir gegn áberandi fólki í viðskiptalífinu sem fangað hafa athygli fjölmiðlanna, eins og t.d samkeppnismál olíufélaganna, Baugsmál og fleira. Grunaðir, rann- sakendur og ákæruvald keppast við að tjá sig um málefnin í blöðum og ljósvakamiðlum með mis- jafnlega vel ígrunduðum hætti svo mögum þykir nóg um enda öruggt að lang flestir landsmenn eru gersamlega búnir að týna þræðinum í þessu öllu saman. Eftir stendur í augum þeirra sem standa utan innsta hrings, eða hafa ekki góða þekkingu á „kerfinu“, að þetta sé allt eitt stórt rugl með ekkert upphaf og engan endi. Sé þetta rétt álykt- un er stórkostleg hætta á að tiltrú almennings á lögreglu, ákæruvaldi, dómstólum og lögmönnum, þ.e. réttarkerfinu í heild sinni, minnki verulega ef umræðan er látin takmarkast við drullukökukast þeirra sem eru svo tengdir viðkomandi málum að þeir geta engan veginn nálgast þau af hlutlægni og yfirvegun. Þarna er einmitt komið að hlutverki okkar lög- manna. Það er ekki einungis réttur okkar heldur beinlínis skylda að taka þátt í umræðunni. Ekki til að blanda okkur efnislega í einstök mál, eða ásakanir manna sem tengjast þeim, heldur til að sigta úr umræðunni ágreiningsatriðin sem varða réttarkerfið sjálft, skilvirkni þess og trúverðugleik og benda á það sem vel er gert eða betur mætti fara. Sem sagt, leggja orð í belg með efnislega upp- byggilegum hætti. Réttarkerfið er ekki einungis partur af því sem við höfum sérstaklega menntað okkur í, heldur erum við lögmenn beinlínis hluti af þessu kerfi og berum því enn ríkari skyldur af þeim sökum. Vel ígrunduð og upplýst umræða um þessi mál er eins og áður segir líkleg til að skila okkur fram á veg. Veg til enn betra og skilvirkara réttarkerfis. Formannspist­ill Helgi Jóhannesson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.