Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 NORDURLAND DV Stórir flutningabílar flytja nú tugi þúsunda rúmmetra af möl frá Munkaþverá i Eyjafirði að flugbrautinni á Akureyrarflugvelli. Flugbrautin verður lengd um tæpan hálfan kílómetra og reiknað er með að heildar- kostnaður verði 1,3 milljarðar. Efnistaka í landi Munkaþverár er umdeild. íbúar á Hrafnagili eru ósáttir við umferð flutningabílanna. Efnistakan fór aldrei í umhverfismat. UMDEILT EFNISNAM í NÝJA FLUGBRAUT Vinna við lengingu flugbrautarinn- ar á Akureyrarflugvelli er komin á skrið. Brautin verður lengd um tæp- an hálfan kílómetra, fyrst og fremst tii suðurs, en öryggissvæði við norðurendann verður einnig lengt og undirstöður styrktar. Áætlað er að kostnaður við fram- kvæmdina í heild sinni verði um það bil 1,3 milljarðar króna. í kjölfar útboðs var samið um fyrsta áfanga verksins við verktakafyrirtækið Is- tak. Tilboð ístaks var lægst og hljóð- aði upp á 475 milljónir króna. „Mesta breytingin við þessa Ieng- ingu liggur í því að þyngri og stærri flugvélar koma til með að geta tek- ið á loft ffá Akureyri. Brautarlengd- in hefur minna að segja þegar kem- ur að lendingum, þótt hún skipti vissulega máli," segir Sigurður Her- mannsson, flugvallarstjóri á Akur- eyrarflugvelli. Efnistaka á Munkaþverá Efnistaka vegna lengingarinnar fer fram í landi Munkaþverár í Eyja- firði. Þaðan er nú stöðugur straum- ur flutningabfla með möl í fyllingu og undirlag flugbrautarinnar. Um 180 þúsund rúmmetrar af efni fara í flugvöllinn. Ekki er víst hvort allt það efni verði sótt á malareyrarnar við Munkaþverá. Aðrar efnisnámur eru nú til athugunar. Til viðbótar við eftiistökuna verða grafnir hátt í sjö kílómetrar „Efallt gengur að ósk- um verðurnýja flug- brautin tekin í notkun í lok júlí á næsta ári." af lagnaskurðum auk þess sem að- flugsbúnaður Akureyrarflugvallar verður endurnýjaður. Að meðtöld- um öryggissvæðunum við brautar- endana lengist flugbrautin því um sex hundruð metra til suðurs og 150 metra til norðurs. Kristján Möller samgönguráð- herra kvaðst í fféttum nýverið binda miklar vonir við að lenging brautar- innar skapaði ný tækifæri á Norður- landi. Um mikið hagsmunamál sé að ræða því að með lengingu skap- ist forsendur fyrir Evrópuflugi ffá Akureyri. Umdeild efnistaka Efnistaka í landi Munkaþverár hefur verið gagnrýnd, ekki síst af íbúum við Hrafnagil í Eyjafirði, en þungir flumingabflar aka nú veg- inn um þorpið í stórum stfl á degi hverjum. Ekki þótti þó forsvaran- legt að taka efnið utar í firðinum. Óshólmasvæði Eyjafjarðarárinnar er enda friðlýst vegna sérstæðs og fjölbreytts fúglalífs. Bjami Kristjánsson, fráfarandi sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, tók málið upp við skipulagsnefnd Ak- BJARNI KRISTJANSSON Fráfarandi sveitarstjóri í Eyjafjarð- arsveit gerði athugasemd við efnistöku á Munkaþverá þar sem ekki var gert ráð fyrir slfku á skipulagi. Efnistakan fór ekki í umhverfismat. ureyrarbæjar. 1 erindi til skipulags- nefhdarinnar benti Bjarni á að far- vegur Eyjafjarðarár væri hvorki skilgreindur sem efnistökusvæði í aðal- né deiliskipulögum sveitar- félaganna. Skipulagsnefnd ákvað á fundi í febrúar að taka ekki afstöðu til erindis Bjama. Hvorki Akureyr- arbær né Skipulagsstofnun töldu ástæðu til þess að framkvæmdin færi íumhverfismat. Framkvæmdir í eitt ár Áætlað er að framkvæmdir á Ak- ureyrarflugvelli taki um það bil eitt ár. „Malbikunarframkvæmdir verða boðnar út sérstaklega," segir Sigurð- ur flugvallarstjóri. „Ef allt gengur að óskum verður nýja flugbrautín tek- in í notkun í lok júh' á næsta ári. Menn gera sér vonir um að með þessari lengingu á flugbrautínni skapist ný sóknarfæri, bæði í út- flutningi og ferðaþjónustu," held- ur Sigurður áfram. Hann bendir á sífellda aukningu á ferðamanna- straumnum til Akureyrar, einn- ig yfir vetrarmánuðina. „í kringum helgamar er flogið allt að fjórtán sinnum yfir daginn til Akureyrar frá Reykjavík. Þetta em því hæglega í kring um eitt þúsund manns sem fara um Akureyrarflugvöll á einum slflcum degi," segir Sigurður. Sigurður segir að í þessum hópi sé að finna alla flóruna af ferðalöng- um, fólk í viðskiptaerindum, ferða- menn, erlenda og innlenda, fólk á leið í leikhús og á skíði. sigtryggur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.