Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 NORDURLAND DV Stórir flutningabílar flytja nú tugi þúsunda rúmmetra af möl frá Munkaþverá i Eyjafirði að flugbrautinni á Akureyrarflugvelli. Flugbrautin verður lengd um tæpan hálfan kílómetra og reiknað er með að heildar- kostnaður verði 1,3 milljarðar. Efnistaka í landi Munkaþverár er umdeild. íbúar á Hrafnagili eru ósáttir við umferð flutningabílanna. Efnistakan fór aldrei í umhverfismat. UMDEILT EFNISNAM í NÝJA FLUGBRAUT Vinna við lengingu flugbrautarinn- ar á Akureyrarflugvelli er komin á skrið. Brautin verður lengd um tæp- an hálfan kílómetra, fyrst og fremst tii suðurs, en öryggissvæði við norðurendann verður einnig lengt og undirstöður styrktar. Áætlað er að kostnaður við fram- kvæmdina í heild sinni verði um það bil 1,3 milljarðar króna. í kjölfar útboðs var samið um fyrsta áfanga verksins við verktakafyrirtækið Is- tak. Tilboð ístaks var lægst og hljóð- aði upp á 475 milljónir króna. „Mesta breytingin við þessa Ieng- ingu liggur í því að þyngri og stærri flugvélar koma til með að geta tek- ið á loft ffá Akureyri. Brautarlengd- in hefur minna að segja þegar kem- ur að lendingum, þótt hún skipti vissulega máli," segir Sigurður Her- mannsson, flugvallarstjóri á Akur- eyrarflugvelli. Efnistaka á Munkaþverá Efnistaka vegna lengingarinnar fer fram í landi Munkaþverár í Eyja- firði. Þaðan er nú stöðugur straum- ur flutningabfla með möl í fyllingu og undirlag flugbrautarinnar. Um 180 þúsund rúmmetrar af efni fara í flugvöllinn. Ekki er víst hvort allt það efni verði sótt á malareyrarnar við Munkaþverá. Aðrar efnisnámur eru nú til athugunar. Til viðbótar við eftiistökuna verða grafnir hátt í sjö kílómetrar „Efallt gengur að ósk- um verðurnýja flug- brautin tekin í notkun í lok júlí á næsta ári." af lagnaskurðum auk þess sem að- flugsbúnaður Akureyrarflugvallar verður endurnýjaður. Að meðtöld- um öryggissvæðunum við brautar- endana lengist flugbrautin því um sex hundruð metra til suðurs og 150 metra til norðurs. Kristján Möller samgönguráð- herra kvaðst í fféttum nýverið binda miklar vonir við að lenging brautar- innar skapaði ný tækifæri á Norður- landi. Um mikið hagsmunamál sé að ræða því að með lengingu skap- ist forsendur fyrir Evrópuflugi ffá Akureyri. Umdeild efnistaka Efnistaka í landi Munkaþverár hefur verið gagnrýnd, ekki síst af íbúum við Hrafnagil í Eyjafirði, en þungir flumingabflar aka nú veg- inn um þorpið í stórum stfl á degi hverjum. Ekki þótti þó forsvaran- legt að taka efnið utar í firðinum. Óshólmasvæði Eyjafjarðarárinnar er enda friðlýst vegna sérstæðs og fjölbreytts fúglalífs. Bjami Kristjánsson, fráfarandi sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, tók málið upp við skipulagsnefnd Ak- BJARNI KRISTJANSSON Fráfarandi sveitarstjóri í Eyjafjarð- arsveit gerði athugasemd við efnistöku á Munkaþverá þar sem ekki var gert ráð fyrir slfku á skipulagi. Efnistakan fór ekki í umhverfismat. ureyrarbæjar. 1 erindi til skipulags- nefhdarinnar benti Bjarni á að far- vegur Eyjafjarðarár væri hvorki skilgreindur sem efnistökusvæði í aðal- né deiliskipulögum sveitar- félaganna. Skipulagsnefnd ákvað á fundi í febrúar að taka ekki afstöðu til erindis Bjama. Hvorki Akureyr- arbær né Skipulagsstofnun töldu ástæðu til þess að framkvæmdin færi íumhverfismat. Framkvæmdir í eitt ár Áætlað er að framkvæmdir á Ak- ureyrarflugvelli taki um það bil eitt ár. „Malbikunarframkvæmdir verða boðnar út sérstaklega," segir Sigurð- ur flugvallarstjóri. „Ef allt gengur að óskum verður nýja flugbrautín tek- in í notkun í lok júh' á næsta ári. Menn gera sér vonir um að með þessari lengingu á flugbrautínni skapist ný sóknarfæri, bæði í út- flutningi og ferðaþjónustu," held- ur Sigurður áfram. Hann bendir á sífellda aukningu á ferðamanna- straumnum til Akureyrar, einn- ig yfir vetrarmánuðina. „í kringum helgamar er flogið allt að fjórtán sinnum yfir daginn til Akureyrar frá Reykjavík. Þetta em því hæglega í kring um eitt þúsund manns sem fara um Akureyrarflugvöll á einum slflcum degi," segir Sigurður. Sigurður segir að í þessum hópi sé að finna alla flóruna af ferðalöng- um, fólk í viðskiptaerindum, ferða- menn, erlenda og innlenda, fólk á leið í leikhús og á skíði. sigtryggur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.