Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 36

Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 36
SKAGFIRÐINGABÓK Jón Þorkelsson Skálholtsrektor telur Ólaf biskup vera fæddan í Ytri-Njarðvík 17. febrúar 1692, þótt hann sé í íslenzkum æviskrám talinn fæddur 7. desember 1691. Foreldrar Ólafs biskups voru Gísli lögréttumaður í Ytri-Njarðvík og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir, systir Þorkels í Innri-Njarðvík, föður Jóns Skálholtsrektors (sem Thorkillii-sjóður er við kenndur). Hafa þeir Ólafur biskup og Jón Þorkelsson því verið nánir frændur, á svipuðum aldri og aldir upp nálega samtýnis. Gísli lögréttumaður, faðir Ólafs biskups, er talinn fæddur um 1656. Hann var sonur séra Ólafs í Hvalsnesþingum Gísla- sonar prests á stað í Grindavík, Bjarnasonar og k. h. Guðrúnar Jóns- dóttur. Móðir séra Ólafs var Guðrún Pálsdóttir bónda á Hólmi í Leiru, Jónssonar, en móðir Guðrúnar k. h. var Ásta Eyjólfsdóttir, systir Klá- usar lögréttumanns á Hólmum. Ólafur Gíslason hóf nám í Skálholtsskóla árið 1707 og var braut- skráður þaðan árið 1712 af Þorleifi Arasyni, rektor, síðar prófasti á Breiðabólstað. Hann gerðist að því búnu skrifari Jóns biskups Vídalíns og sveinn hans (famulus). Gafst honum þá gott tækifæri til að auka við skólalærdóm sinn. Því næst kallaði Jón biskup hann til dómkirkju- prestsembættis í Skálholti og vígði hann um áramótin 1716—1717. Séra Ólafur var mjög handgenginn biskupi. Var prestur í för með honum, þá er hann lézt við Hallbjarnarvörður 20. ágúst 1720. Enn dvaldist Ólafur í Skálholti sem dómkirkjuprestur. Notaði hann tóm- stundir sínar til að nema læknisfræði af Þórði, bróður biskups. Þá þekkingu sína jók séra Ólafur ætíð upp þaðan, og gerðist hann „hepp- inn læknir". Honum var veittur Oddi á Rangárvöllum 28. desember 1725, og fluttist hann þangað næsta vor. Við fráfall Þorleifs prófasts Arasonar (1727) var séra Ólafur skipaður prófastur í Rangárþingi. Hélt hann því starfi, meðan hann var í Odda. Árið 1727 kvæntist séra Ólafur Margrétu Jakobsdóttur, Bjarnason- ar skáldprests í Þingmúla, Gizurarsonar. Var Margrét gáfukona og orð- snjöll, eftir því sem ráða má af bréfum frá henni. Af börnum þeirra hjóna voru aðeins tveir synir, sem lifðu foreldra sína, þeir Gísli, fæddur 1731, og Þorkell, sem hér verður nokkuð sagt frá, fæddur 1. ágúst 1738. Gísli varð prestur, síðast á Breiðabólstað á Skógarströnd, kvænt- ur Gunnhildi Jónsdóttur. Meðal barna þeirra var séra Eyjólfur í Mið- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.