Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 6
(Parker et al, 1991). Gallinn við flestar und- angengnar rannsóknir, þar sem endurhæfing fer fram heima fyrir er sá að ekki hefur verið um samanburðarrannsóknir að ræða og at- hyglin hefur einkum beinst að hugsanlegum sparnaði innan heilbrigðiskerfisins. Rann- sóknir hafa sýnt að fræðsla fyrir liðskiptaað- gerð í mjöðm (Butler et al, 1996) minnkar kvíða og sjúkraþjálfun í heimahúsi eftir að- gerð stuðlar að meiri færni og hraðari fram- förum sjúklinganna (Sashika et al, 1996). Enn hefur ekki verið lagt í að færa endur- hæfingu gerviliðasjúklinga yfir í heimahús þó svo að það ætti að vera hagkvæmt. Ef að- stæður og ytri stuðningur væru til staðar ættu þeir að geta komist heim fyrr en raunin er í dag, þrátt fyrir að umræddir einstakling- 1. mynd ar séu yfirleitt aldraðir og fólk með hreyfi- ........... . .. , , j. ,, . , Eðlileg mjoöm og mjoöm homlun.Viða erlendis er mikill ahugi a meðgervlllö áframhaldandi þróun á þessu sviði fyrir hendi og eru nýjar rannsóknir þegar hafnar eða í undirbúningi (Möller et al 1992). Því er mikilvægt að gera rannsókn, sem miðar að þróun á meðferð sjúklinga er fá gervilið í mjöðm hér á landi sem fyrst. Þannig getum við verið í fremstu víglínu í þróunarstarfsemi og skapað okkar eigin meðferðarhefðir er byggjast á innlendum athugunum, í stað inn- flutnings á „fullmótuðum" erlendum hug- myndum sem oft henta engan veginn í því heilbrigðiskerfi sem rekið er á Islandi. Markmið rannsóknarinnar Sett er fram sú tilgáta að hægt sé að stytta legutíma sjúklinga og gera meðferð ódýrari eftir gerviliðaaðgerð í mjöðm án þess að það komi niður á líðan sjúklinganna og árangri. 1) Athugað sé hvort hægt er að stytta legu- tíma sjúklinga sem gengist hafa undir lið- skipti í mjöðm. Markvissri endurhæfingu er beitt þar sem megin áhersla er lögð á að færa hluta af meðferðinni inn á heimili sjúklings. 2) Athugað verði hvaða áhrif slík endurhæf- ing í heimahúsi hefur á líkamlega færni og andlega líðan sjúklings. 3) Samanburður gerður á hugsanlegum mis- mun endurhæfingar í heimahúsi og á sjúkradeild með tilliti til líkamlegrar færni og andlegrar líðan sjúklings. 4) Athugað sé hvaða þættir í aðstæðum eða ástandi sjúklings skera úr um hvort hægt sé að veita endurhæfingu heima. Framkvæmd Deildarstjóri á bæklunarskurðdeild Landspít- alans hringir til allra sem eru skráðir á biðlista Landspítalans til liðskipta í mjöðm. Þeim er tilkynnt að senn líði að aðgerð og um leið eru þeir beðnir um að taka þátt í rannsókninni. Nokkrum dögum seinna hringir deildarstjór- inn aftur og spyr um ákvörðunina. Sé svarið jákvætt þá dregur hann upp lokað umslag sem í er miði er segir til um í hvorum hópn- um viðkomandi sjúklingur lendir, þ.e.a.s. þeim sem fær hefðbundna meðferð eða þeim sem fær fræðslu fyrir aðgerð og leiðbeiningar þegar heim er komið. • Hefðbundin endurhæfing Slík endurhæfing felst í hreyfi- og göngu- þjálfun hjá sjúkraþjálfara og starfsfólki inni á legudeildinni, auk áframhaldandi þjálfun- ar hjá sjúkraþjálfara eftir útskrift gerist þess þörf. Iðjuþjálfi leiðbeinir ennfremur sjúk- lingnum varðandi eigin umsjá, kennir á hjálpartæki og útvegar þau eftir þörfum fyrir útskrift. Hjúkrunarfræðingur sér um að allir félagslegir þættir séu leystir þegar að útskrift kemur og útvegar pláss á endur- hæfingarstofnun að lokinni sjúkrahúsvist sé þess þörf. • Endurhæfing í heimahúsi Fjórum til sex vikum fyrir aðgerð er sjúk- lingurinn boðaður til iðjuþjálfa og sjúkra- þjálfara þar sem hann fær munnlega, skrif- lega (fræðslubæklingur) og verklega 6 IÐJUÞJÁLFINN 1/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.