Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 26

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 26
AMPS Matstæki í iðjuþjálfun The Assessment of Motor and Process Skills (AMPS) er staðlað matstæki fyrir iðjuþjálfa. Það er ætlað til að meta færni skjólstæðinga við eigin umsjá og heimilishald. Matið tekur til 16 þátta er falla undir hreyfi- færni (motor skills) og 20 þátta er falla undir færni til úrlausnar (prosess skills). Prófið er hentugt til að meta færniþætti hjá einstakling- um frá 5 ára aldri, án tillits til sjúkdóms, fötl- unar eða ástæðu röskunar á færni. Ekki er þó ætlast til þess að AMPS sé notað með skjól- stæðingum sem eru rúmliggjandi. Við matið eru notuð algeng verk er tilheyra daglegu lífi. Fylgst er með skjólstæðingi með- an hann framkvæmir fyrirfram ákveðið verk sem hann hefur sjálfur valið. Metnir eru færni- þættir sem meðal annars varða líkamsstöðu, hreyfingu, orku, skipulagningu og aðlögun að umhverfi. Við notkun matisins kemur í ljós hvaða færniþættir hafa áhrif á framkvæmd verksins ef um röskun á færni er að ræða. Þannig er hægt að fá upplýsingar um hvers vegna skjólstæðingurinn á í erfiðleikum með að inna verkið af hendi og einnig er hægt að sjá fyrir hversu krefjandi verkefni hann ræður við. Matið nýtist því vel við skipulagningu íhlutunar og til að greina þörf skjólstæðings fyrir aðstoð. AMPS er matstæki sem í dag er notað af iðjuþjálfum víða um heim. Hægt er að velja á milli rúmlega 50 verka sem eru misjafnlega krefjandi. Þetta eru verk eins og að smyrja brauð, útbúa salat, búa um rúm og brjóta saman þvott, svo dæmi séu nefnd. Matið hef- ur sérstöðu að því leyti að skjólstæðingur ákveður hvaða verk eru honum mikilvæg og hann vill vinna. Það byggir á þeirri hug- myndafræði að besta færnin næst við þau verk sem einstaklingur hefur áhuga á og velur sjálfur. Ekki þarf sérstakan útbúnað til að nota AMPS og því auðvelt að framkvæma það hvort sem á heimili skjólstæðings eða á iðju- þjálfunardeild. Matstíminn er á bilinu 30-60 mínútur. Gefin eru stig fyrir alla færniþætti er falla undir hreyfifærni og færni til úrlausnar samkvæmt ákveðnu kerfi. Stigagjöfin er síðan færð inn í staðlað tölvukerfi þar sem hægt er að skoða frammistöðu skjólstæðings hvað varðar þá færniþætti er prófaðir voru. Hver iðjuþjálfi hefur „sitt eigið" tölvuskráningar- kerfi þar sem fyrirgjöfin hefur verið metin og aðlöguð að þeim sem gerir matið. Fyrir þá sem fýsir í meiri upplýsingar um sjálft matið bendi ég á bók G. Kielhofners: „A Model of Human Occupation", kafla 12, bls. 234-237. Inga Jónsdóttir, iöjuþjálfi. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA —hitabakstrar -Eru með fyllingu úr sérstaklega meðhöndluðum jarðleir. - Framleiddir í þremur stærðum. - Eru auðveldir að hita í vatni. - Halda hitanum betur en áður hefur þekkst. - Eru mjúkir og leggjast vel að líkamanum. - Eru með yfirborð úr plasti og bleyta þvi ekki út frá sér. Framleiddir úr Dalaleir af MEGIN ehf sími 434 1312, Búðardal Thermo pac 26 IÐJUÞJÁLFINN 1/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.