Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 13

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 13
um störf og tómstundaiðju sem krefjast mikils líkamlegs atgerfis og erfitt getur reynst að finna nýja iðju. Langvinnir verkir geta því leitt af sér breyt- ingu á trú á eigin áhrifamátt, gildi og áhuga. Sú vinnsla sem á sér stað í viljakerfinu verður oft neikvæð og þar sem verkir eru afar hug- lægir og tengdir upplifun er líklegt að hún hafi í sjálfu sér áhrif á verkina.Vegna lítillar trúar á eigin áhrifamátt er erfitt að sjá hvaða tækifæri bjóðast og bregðast við þeim. Þetta tengist einnig vali á iðju og athöfnum. Því er það oft að fólki fallast hendur og gerir lítið þegar það er ekki lengur fært um að sinna þeim störfum sem gjaldgeng þykja í íslensku þjóðfélagi. • Vanakerfið „Vanakerfið er innra skipulag upplýsinga. Kerfið hefur tilheigingu til að hafa allt í föst- um skorðum og viðheldur sjálfu sér með því að endurtaka atferlismynstur" (Guðrún Pálmadóttir, 1998, bls. 3). Þau fyrirbæri sem talað er um í formgerð vanakerfisins eru: Vani og vanakort ásamt hlutverkum og hlutverkavísum. Hjá fullorðnu fólki á vinnufærum aldri ganga hlutverk og venjur út frá því að fólk sinni launuðum störfum sér til framfærslu. Þetta eru viðmið þjóðfé- lagsins sem við búum í og það hefur áhrif á þá einstaklinga sem þar lifa. • Vani og vanakort Ef röskun verður á iðju vegna langvinnra verkja breytast venjur fólks. Tími er gjarnan miðaður við vinnu, s.s. dag- legur vinnutími og hvíldartími, virkir dagar og helgar, sumarfrí, loðnuvertíð eða sauðburður. Ef fólk þarf að hætta þátttöku í atvinnulífi t.d. vegna verkja þarf það ekki lengur að fylgja þeirri hringrás sem at- vinnulíf skapar, Meiri tími er til umráða til tómstunda og eigin umsjár og vægi iðjuþátta breytist. Tíminn getur orðið of mikll ef hann er ekki nýttur og athafnaleysi veldur leiða og van- líðan. Verklag fólks með langvinna verki breytist oft, það þarf að vinna verkin á sem sársaukaminnstan hátt og þannig að afl og orka nýtist sem best. Lífstíll tekur líka breytingum. Nálgun eigin iðju miðast við það að vera sífellt með verki í stað þess að vera virkur þátttakandi í atvinnuhringrás þjóðfélagsins. • Hlutverk og hlutverkavísar Fyrr á tímum skapaðist staða fólks gjarnan af því hverra manna það væri. Nú er hins vegar spurt um hvað það geri, í merking- unni hvaða störf það stundi. Að stunda ekki vinnu vegna verkja (sem kannski eiga sér ekki sýnilega orsök) gefur ekki háa stöðu í þjóðfélaginu. Þegar hlutverkum fækkar eða þau hverfa við það að fólk get- ur ekki unnið þau verk sem það gat áður, breytist sjálfsmynd þess oft mikið. Þau hlutverk sem einstaklingar eru í, vegna þát- töku í atvinnulífi hafa oft áhrif á önnur hlutverk, sérstaklega hvað varðar vináttu við samstarfmenn og frístundaiðju (Kiel- hofner, 1995, bls 148, vitnar í Bischof, 1976). Það getur gerst að hlutverk verði of fá og fábreytt ef fólk hættir atvinnu. Mörgum sem eru fullvinnandi hættir til þess að hafa mörg hlutverk en það getur valdið togstreitu um tíma og orku. Þrátt fyrir að fjöldi hlutverka geti valdið togstreitu er betra að hafa of mörg heldur en of fá, þegar vellíðan fólks er höfð í huga (Kielhofner,1995, blsl46, vitnar í Baruch o.fl., 1980). Ekki má gleyma því að fólk verður yfirleitt fyrir tekjumissi ef það þarf að hætta atvinnuþátttöku vegna verkja. Vegna þessa verður það jafnvel að láta af fyrri hlutverkum og telur sig ekki hafa efni á að takast á við ný, þrátt fyrir að það hafi áhuga. Þetta get- ur t.d. átt við tóm- stundaiðju af ýmsum toga. Hæfnikerfið „Hæfnikerfið er hið innra skipulag líkam- legs og andlegs bún- aðar sem í sameiningu leggur grundvöllinn að hæfni" (Guðrún Pálmadóttir, 1998, bls. 4). Hæfnikerfinu er skipt í fjóra þætti: • Stoðkerfi, þ.e. vöðvar, liðir og bein. • Taugakerfi, þ.e. miðtaugakerfi og úttauga- kerfi. • Hjarta, æðar og öndunarfæri. Viðhorf á íslandi eru töluvert lituð af atvinnulífi. Allir eiga að vinna, annað telst aumingjaskapur. At- vinnuleysi hefur verið lítið hér mið- að við nágrannalöndin og oftast næga vinnu að fá þótt hún sé víða einhæf. Að sjálfsögðu lita þessi við- horf gildi flestra. Þetta getur skap- að togstreitu. IÐJUÞJÁLFINN 1/98 13

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.