Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 29

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 29
fræðslusjóður iðjuþjálfafélags íslands Úthlutað ífyrsta sinn Að frumkvæði stjórnar IÞÍ var samþykkt á síðasta aðalfundi að stofna fræðslusjóð. Markmið sjóðsins er að efla framgang iðjuþjálfun- ar á Islandi og styrkja innra starf félags- ins. Skipuð var úthlutunarnefnd og í henni eru Elín Ebba Ásmundsdóttir, Snæfríður Þóra Egilson og Valrós Sigur- björnsdóttir. Fréttir frá VINNÍS Aðalfundur VINNÍS, en svo nefnist Vinnuvistfræðifélag íslands 1998 var haldinn í húsakynnum Plastprents 31. mars síðast liðinn. í stjórn félagsins skipast þannig að Þórunn Sveins- dóttir sjúkraþjálfari er formaður, Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi er vara- formaður, Bjarni Invarsson sál- fræðingur er ritari, Heiða Elín Jó- hannsdóttir innanhúsarkitekt er gjaldkeri og Herdís Björg Rafns- dóttir vélaverkfræðingur er með- stjórnandi. Að loknum hefð- bundnum aðalfundarstörfum kynnti gæðastjóri Plastprents gæðastarf og -verðlaun fyrirtæk- isins og að lokum var gengið um húsakynni þess. Fróðleg kynning og góð heimsókn. Fréttablað VINNÍS sem sent er öllum félagsmönnum, kemur út nú á vordögum. Þar verður nánar sagt frá starfi síðast liðins árs og því sem er á döfinni. Til fróðleiks má geta þess að iðjuþjálfar eru fjölmennasti faghópurinn í VINNÍS eða 17 talsins. Fræðslusjóði er ætlað að styrkja iðju- þjálfa vegna rannsókna og þróunarverk- efna, fræðslu- og kynningarefnis og þátttöku á námskeiðum í þágu nefnda félagsins. Sjóðnum er ekki ætlað að styrkja iðjuþjálfa til endurmenntunar í eigin þágu. Úthlutað verður úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári. Umsóknum skal skilað til úthlutunarnefndar Fræðslusjóðs á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 15. apríl eða 15. október. Úthlutun fer fram 1. maí og 1. nóvember. Rétt til að sækja um styrki eiga fullgildir og skuldlausir félagsmenn IÞÍ. Sjóðurinn hefur til út- hlutunar 100.000 krónur af tekjum fé- lagsins á ári hverju. Fyrsta úthlutun Fræðslusjóðs IÞÍ fór fram 1. maí síðastliðinn. Að þessu sinni hlutu tveir iðjuþjálfar styrki. Kristjana Fenger fékk styrk vegna könnunar á meginhlutverkum fólks á Islandi og gildi þessara hlutverka. Könnunin er hluti af rannsókn Kristjönu til meistara- náms í iðjuþjálfun við Alþjóðaháskól- ann á Florída. Guðrún Árnadóttir hlaut styrk vegna gerðar veggspjalds sem samþykkt hefur verið til sýningar á 12. heimsráðstefnu iðjuþjálfa í Kanada 1998. Veggspjaldið lýsir áhrifum sál- rænna einkenna af vefrænum toga á at- hafnir daglegs lífs. VS/SÞE Þel -gærupokar í hjólastóla Höfum hafiö framleiöslu á þessum frábæru Þel-gærupokum í hjólastóla. Þrjár stæröir: S M L Sérsaumum ef óskaö er Tryggingastofnun ríkisins hefur tekiö þátt í kaupunum fyrir fatlaöa. Saumastofan Þel Strandgötu 11 • 600 Akureyri Sími 462 6788 * 853 5829 BP IÐJUÞJÁLFINN 1/98 29

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.