Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 19

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 19
VINNUVISTFRÆÐI VINNÍS, nýtt félag á íslandi Þórunn SVEINSDÓTTIR Hugtakið vinnuvistfræði er nýlegt í ís- lenskri tungu og trúlega framandi í hug- um margra. Hér verður fjallað um sam- spil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í. A erlendum tungumálum er greinin oft kölluð ergonomi (Norðurlönd), ergonomics (Bretland) eða human factors (Bandaríkin). Orðið ergonomics er komið úr grísku og þýðir náttúru- lögmál vinnunnar (ergon=vinna, nomos=nátt- úrulögmál). Breytilegt er eftir löndum hvaða merkingu orðið hefur fengið. í sumum löndum hefur skapast sú hefð að „ergonomi" taki fyrst og fremst til þess er lýtur að líkamlegu álagi við vinnu, einkum álagi á hreyfi- og stoðkerfi t.d. lík- amsbeitingu og vinnuaðstöðu. Alþjóðlegu vinnuvistfræðisamtökin hafa hins vegar lagt áherslu á víða merkingu orðsins. Hugtakið nái þannig til margra þátta vinnuumhverfisins sem krefjist þverfaglegs samstarfs margra faghópa. Skilgreining samtakanna á vinnuvistfræði er svohljóðandi: „Vinnuvistfræði sampættar þekkingu úr mörgum greinum mannvísinda í pví skyni að laga störf, kerfi, framleiðsluvörur og umhverfi að líkam- legri og andlegrigetu og takmörkunum mannsins". Forsaga og þróun Sögu vinnuvistfræðinnar má rekja nokkuð langt aftur. Frá því á tímum hellamanna hafa menn leitast við að hanna vopn og verkfæri sem auð- velda þeim verkin. Upphaf vísindalegra mann- fræðimælinga var markað af Albrecht Durer (1471-1528) með bókinni „The Four Books of Human Proportions" en þekking á stærðarhlut- föllum og breytileika meðal mismunandi þjóða or afar mikilvæg við ýmis konar hönnun. Segja nrá að áhugi á samspili manns og vinnuum- hverfis hafi vaknað í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðan á henni stóð reyndu starfsmenn í her- gagnaiðnaði að anna þörfinni fyrir vopn af fremsta megni, en undir því mikla vinnuálagi sem ríkti komu upp ýmis vandkvæði. í stríðslok var stofnuð vísindanefnd til að rannsaka vanda- mál sem tengdust þreytu starfsmanna við störf í iðnaði. Rúmum áratug síðar eða árið 1929 jókst verk- svið nefndarinnar en þá var henni falið að rann- saka vinnuumhverfi og aðstæður iðnverkafólks, einkum með tilliti til vinnuafkasta og hvernig varðveita mætti heilbrigði starfsmanna. Þeir sem tóku þátt í rannsóknarstarfinu voru sálfræðingar, lífeðlisfræðingar, læknar og verkfræðingar. At- hugaðir voru ýmsir þættir vinnunnar, t.d. lík- amstaða, líkamsástand starfandi karla og kvenna, burður þungra hluta, hvíldarhlé, verk- stjórn, lýsing, hiti, loftræsting, áhrif tónlistar á starfsmenn við vinnu, starfsmannaval og þjálfun. Þegar seinni heimstyrjöldin hófst hafði tölu- verð þróun í vopnaframleiðslu átt sér stað. Vopnin voru orðin bæði flóknari og hraðvirkari en áður. í ljós kom að hermennimir sjálfir voru veikasti hlekkurinn í keðjunni. Þörfin á að at- huga getu og takmarkanir mannsins varð þess vegna brýnt viðfangsefni. Rannsóknir hófust á ýmsum sviðum. Menn sáu gildi þess að tengja nýja þekkingu af ólíkum sviðum og voru fyrstu samtökin um vinnuvistfræði „Ergonomics Rese- arch Society" stofnuð í Bretlandi árið 1949. Var það fyrsta skýra vísbendingin um að greinin væri að þróast sem sjálfstæð vísindagrein. í upp- hafi var aðaláherslan á vinnuafköst og lífeðlis- fræðilega getu mannsins. Árið 1959 voru Alþjóðlegu vinnuvistfræði- samtökin „Intemational Ergonomics Association - IEA" stofnuð til að efla tengsl og samstarf milli landa. Eftir því sem vinnuvistfræðin þróaðist sem vísindagrein breyttust markmiðin og áhersla var lögð á að stuðla að ömggu og heilsu- samlegu vinnuumhverfi þar sem fólki líður vel. Alþjóðlegu samtökin hafa lögheimili í Sviss en skrifstofa þeirra er staðsett í Bandaríkjunum. Að- ildarfélög em nú 29 með alls um 16.000 félags- menn úr víðri veröld. Eru Norrænu vinnuvist- fræðisamtökin „Nordiska Ergonomisállskapet - NES" þar á meðal, en þau voru stofnuð árið 1969 í Stokkhólmi. Landssamtök allra Norðurland- anna nema Islands eru aðilar að samnorrænu samtökunum. Árið 1996 vom meðlimir norrænu samtakanna 1340 talsins. IÐJUÞJÁLFINN 1/98 19

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.