Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 14
• Huglægar myndir, sjá um að túlka , skipu- leggja og útfæra atferli. Hér verður ekki fjallað sérstaklega um hæfnikerfið í tengslum við röskun á iðju fólks með langvinn verkjavandamál. Orsaka verk- anna er yfirleitt leitað í hæfnikerfinu, sérstak- lega í stoðkerfi og taugakerfi. Stöðugt flæði á sér milli hinna mismunandi þátta hæfnikerfis- ins og röskun á einhverjum þeirra hefur áhrif á aðra þætti og flæðið þar á milli. Fólk með langvinn verkjavandamál einblínir oft á hæfni- kerfið en horfir síður til samspilsins sem á sér stað milli hlutkerfanna þriggja. Áhrif umhverfis á iðju Umhverfi skapar tækifæri til iðju en veitir ein- staklingum einnig þrýsting. Það veitir ákveðið frelsi til að velja en getur einnig ýtt undir eða dregið úr ákveðnu atferli (Guðrún Pálmadótt- ir, 1998 ). Umhverfi má skipta í efnisheim og samfélag sem mynda athafnasvæði fyrir iðju. • Efnisheimur Honum tilheyrir náttúrulegt umhverfi, mannvirki og hlutir sem eru annað hvort náttúlegir eða hannaðir af mönnum. Mann- virki og hlutir skipta miklu máli þegar verkjavandamál eru annars vegar. Mikil- vægt er að hönnun þeirra sé góð, að hún bjóði upp á eins gott vinnuumhverfi og kostur er. Algengt er að vinna við slæma og illa hannaða vinnuaðstöðu sé ein af megin- orsökum á óþægindum í hreyfi- og stoðkerfi (Hulda Ólafsdóttir, 1997). Dæmi um þetta er röng hæð á fiskvinnsluborði og illa hannað tölvuborð með rangri staðsetningu fyrir mús. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvernig hægt er að nota umhverfið til að létta undir, þegar um verkjavandamál er að ræða. Dæmi um þetta eru vel hönnuð hús- gögn og áhöld, s.s. eldhúsáhöld með góðu gripi. Ræstivagna og léttar moppur með festingum sem eru auðveldar í notkun má einnig nefna, eða sérhönnuð hjálpartæki sem létta vinnu. Slíkt getur aukið vinnugetu án þess að verkir versni og gert fólki kleift að halda áfram fyrri iðju. • Samfélag í líkaninu um iðju mannsins er talað um fé- lagslega hópa og viðfangefni innan hugtaks- ins samfélag. Fólk tekur þátt í og er í tengsl- um við marga félagslega hópa, stóra og litla. Einstaklingurinn hefur áhrif á hópinn og hópurinn á hann. Viðhorf hinna ýmsu hópa til verkjasjúklinga geta verið neikvæð, t.d. ef fólk stundar ekki atvinnu án þess að hafa sýnilega ástæðu fyrir verkjum. Hlutverk þess sem er með langvinna verki geta líka breyst innan hópanna. Fyrirvinnan getur ekki lengur unnið fyrir launum, húsmóðirin ekki lengur sinnt heimilisstörfum. Ef fólk er ekki lengur fært um að afla sér þeirra tekna sem það þarf til lífsviðurværis þarf um- hverfið þ.e. samfélagsleg aðstoð að koma til. Hér á landi er slík fjárhagslega aðstoð aðallega með tvennum hætti, þ.e. atvinnu- leysisbætur og örorkubætur. Almenn örorka er metin þegar vinnufærni er skert vegna sjúkdóma eða fötlunar. Ör- orkumatið byggist á læknisfræðilegum þátt- um, en að auki eru höfð til hliðsjónar félagsleg og fjárhagsleg atriði. Tillit er einnig tekið til búsetu eða land- fræðilegra þátta (Sigurður Thorlacius og Sæ- mundur Stefánsson, 1998). Að sögn Stefáns Yngvasonar, yfirlæknis, eru verkir án tauga- brottfallseinkenna eða geðsjúkdóms sjaldan metnir til meira en 50-65% örorku. Það er t.d. afar sjaldgæft að fólk með greininguna vefja- gigt, fái fullar örorkubætur eða 75%. í lögum um almannatryggingar er m.a.gert ráð fyrir að tekið sé mið af verkkunnáttu, uppeldi, starfs- reynslu og búsetu umsækjenda. Taka beri tillit til hvort líklegt sé að hann geti í heimahéraði sínu fengið vinnu sem hentar starfskröftum hans og reynslu (Sigurður Thorlacius og Sæ- mundur Stefánsson, 1998). Ef fólk er atvinnu- laust og getur ekki stundað þá vinnu sem í boði er vegna verkjaástands, þarf það að skila læknisvottorði um hvers konar vinnu það geti ekki stundað annars missir það atvinnuleysis- bæturnar. Viðfangsefni geta tekið breytingum hjá þeim sem hafa langvinna verki. Með við- fangsefnum er átt við „röð athafna sem hefur heiti, samhengi og tilgang og er þekkt og við- urkennd innan menningarsamfélags" (Guð- rún Pálmadóttir,1998, bls. 5). Sum verk er ein- staklingurinn ekki fær um að framkvæma lengur eða aðstæður í umhverfinu bjóða ekki það. Athafnasvæði er samspil efnisheims og samfélags sem mynda heildaraðstæður fyrir iðju. Sem dæmi um þetta má nefna heimili, vinnustað og svæði til tómstundaiðju. Þetta eru staðir þar sem einstaklingurinn er og framkvæmir iðju. Þessum athafnasvæðum fækkar og það sem gerist þar skerðist oft hjá fólki með langvinna verki. Mikilvægt er því að gera aðstæður sem bestar, dæmi um þetta er aðlögun á vinnuaðstöðu og kennsla í lík- amsbeitingu. 14 IÐJUÞJÁLFINN 1/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.