Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 8

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 8
3. mynd Fariö inn í bíl eftir aögerö. Ásberg et. al., 1990, Sonn og Hulter Ásberg, 1991, Iwarsson, 1997) og „Katz'ADL - index" (Katz et al., 1963). Sjúklingur er met- inn fyrir aðgerð, við útskrift og þegar tveir, fjórir og sex mánuðir eru liðnir frá aðgerð. • Andleg líðan Til að meta andlega líðan og lífsgæði er not- ast við „The Nottingham Heath Profile" (NHP) (Hunt et al., 1980). Mælitækið hefur sýnt sig vera ábyggilegt og ódýrt til að meta sjúklinga sem hafa fengið gervilið í mjöðm (Nilsson et al., 1994). Sjúklingurinn svarar þessum spurningum sjálfur við innlögn og þegar tveir fjórir og sex mánuðir eru liðnir frá aðgerð. Við innlögn er einnig vitræn geta metin með „The Modified Mini-Mental State" (3MS) (Teng og Chui, 1987) og „Mini- Mental State" (Folstein, et. al., 1974, Tómas- son, 1986). Lokaorð Stytting legutímans hefur í för með sér veru- lega hagræðingu, aukin afköst og sparnað fyr- ir þjóðfélagið í heild. Á Landspítalanum er legutíminn fyrir einstaklinga sem fá gervilið í mjöðm 12 dagar að meðaltali, en miðgildið er 8 -9 dagar (Skrifstofa Ríkisspítala). Takist að stytta meðallegutímann um helming frá því sem nú er, fyrir hvern sjúkling sem þarfnast gerviliðar í mjöðm, getur bæklunarskurð- deildin notað sér það sjúkrarými sem losnar til að stytta biðlista deildarinnar án þess að fjölga sjúkrarúmum. Vegna þess hve gaumgæfileg úttekt er gerð á líkamlegri og félagslegri færni sjúklings, ásamt athugun á andlegri líðan ætti rannsókn- in að geta leitt af sér betri yfirsýn yfir þarfir einstaklingsins og hvernig best sé að haga þjónustu við þennan vaxandi sjúklingahóp. Spurningum um hvort lífsgæðum þessa sjúk- lingahóps sé ógnað eða hvort lífsgæðin aukast, verður hægt að svara að rannsókn lok- inni. Rannsóknin tekur ekki bara til sparnaðar, heldur einnig til lífsgæða. Þannig verður mögulegt að gera athugun á kostnaðarávinn- ingi (cost-benefit) við styttingu legutímans. Rannsóknin getur skipt verulegu máli fyrir þróun og skipulag heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Þá ekki einungis innan bæklunar- lækninga heldur mun verða hægt að nýta sér niðurstöður hennar innan annarra greina læknisfræðinnar þar sem endurhæfingar er þörf. Greinarhöfundur stundar framhaldsnám í iðjuþjálfun við félagslæknavísindadeildina í Lundi í Svíþjóð. 8 IÐJUÞJÁLFINN 1/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.