Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 7
2. mynd fræðslu. Þá eru sjúklingnum kenndar æf- ingar sem æskilegt er að hann geri fyrir og eftir aðgerðina. Honum er einnig kennt að ganga á hækjum, hvernig æskilegast er að fara í og úr rúmi fyrstu þrjá mánuðina eftir aðgerðina og hvernig best er að standa upp og setjast niður. Farið er yfir þær hreyfingar sem þarf að forðast í þrjá mánuði eftir að- gerðina (sumar ævilangt!). Einnig er kennd notkun hjálpartækja svo sem griptangar og sokkaífæru. Sótt er um þau hjálpartæki sem eru álitin nauðsynleg fyrir hvern og einn. Fyrir innlögn fær sjúklingur iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara í heimsókn til að rifja upp þær æfingar sem honum hafa verið kenndar sem og notkun hjálpartækjanna. Við innlögn er sjúklingnum afhent mappa sem hann er beðinn að varðveita og geymir allar þær spurningar, sem verða lagðar fyrir hann varðandi rannsóknina næstu sex mán- uði. Þegar mappan er tóm er rannsókninni lokið. Aður en að útskrift kemur, hefur hjúkr- unarfræðingur samband við heimahjúkrun og gefur þeim allar nauðsynlegar upplýsingar. Deildarstjóri bæklunarskurðdeildar er tengiliður sjúklingsins og sjúkrahússins eftir að heim er komið. Gangi allt að óskum er heimferð áætluð u.þ.b. fimm dögum eftir aðgerð. Við heimferð býðst sjúklingi að fá fylgd iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara rannsóknarteymisins. Þegar heim er komið taka aðstandendur, heimilis- hjálp og heimahjúkrun við umönnun sjúklings allt eftir aðstæðum hjá hverjum og einum. Fyrstu dagana eftir heimkomuna koma iðju- þjálfi eða sjúkraþjálfari og leiðbeina sjúklingn- um eins oft og þörf er á eða þar til hann kemst i og úr rúmi án aðstoðar, gengur um á hækj- um og klæðir sig hjálparlaust. Eftir tvo, fjóra °g síðan sex mánuði, hefur iðjuþjálfi eða sjúkraþjálfari samband við sjúkling til að fylgj- ast með gangi mála og taka við svörum við spurningarlistum. Mælitæki Báðir hóparnir eru metnir á sama hátt með til- hti til hreyfigetu og lífsgæða. Þetta er gert við innlögn fyrir aðgerðina, við útskrift og að tveimur, fjórum og sex mánuðum liðnum. Að undanskildum sérstaklega sömdum spurn- ingalista eru öll neðangreind mælitæki kyrfi- lega stöðluð. • Almennt mat Notast er við „the 12-item hip question- naire" (Dawson et al., 1996). Þetta er nýlegt próf sem er sérstaklega samið til að fylgjast með breytingum á líðan og ástandi sjúk- linga sem fá gervilið í mjöðm. Prófið er sér- staklega vel úr garði gert hvað varðar áreið- anleika og réttmæti. Sjúklingarnir fylla það út sjálfir við innlögn, tveimur, fjórum og sex mánuðum eftir að- gerð. Sérstakur listi með almennum spurningum hefur Enn hefur ekki verið lagt í að færa endurhæfingu gerviliða- verið saminn af rannsóknaraðilum með tilliti til rann- sóknarinnar og svara sjúklingar þeim sjálfir eða fá aðstoð starfsfólks gerist þess þörf. Þessum spurning- um er svarað fyrir aðgerð, við útskrift og þegar tveir, fjór- ir, og sex mánuðir eru liðnir frá að- gerð. sjúklinga yfir í heimahús þó svo að það ætti að vera hagkvæmt. Ef aðstæður og ytri stuðningur væru til staðar ættu þeir að geta komist heim fyrr en raunin er í dag, þrátt fyrir að umrædd- ir einstaklingar séu yfirleitt aldraðir og fólk með hreyfihöml- un.Víða erlendis er mikill áhugi á áframhaldandi þróun á þessu sviði fyrir hendi og eru nýjar rannsóknir þegar hafnar eða í undirbúningi. • Hreyfigeta Við innskrift á deildina er sjúklingur flokkaður samkvæmt breytt- um „Merle d'Abuigne" kvarða (Charnley, 1972) og árangur metinn samkvæmt honum eftir tvo mánuði. Einnig er sjúklingur flokk- aður samkvæmt „Harris" kvarða (Harris et al.,1969) við innskrift og að tveimur mánuð- um liðnum. Sú iðja sem telst til daglegra at- hafna og flokkast undir eigin umsjá og heimilishald í iðjuþjálfun er metin sam- kvæmt „Eigin umsjár stiganum" (Hulter- IÐJUÞJÁLFINN 1/98 7

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.