Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 15
Samantekt Ástæða þess að ég valdi að skrifa um mikil- vægi þess að ná ákveðnu jafnvægi milli eigin umsjár, starfa og leikja og tómstundaiðju hjá fólki með langvinna verki í hreyfi- og stoð- kerfi er sú reynsla sem ég hef fengið í starfi mínu. Hefðbundin læknisfræðileg meðferð með áherslu á hæfnikerfið bregst oft hjá þess- um skjólstæðingum og ástandið er gjarna sveiflukennt. Orsakir verkjanna eru nánast jafn margar og fjölbreyttar og þeir sem hlut eiga að máli. í viðtölum við fólk kemur oft fram svipuð reynsla og upplifun.Vanmáttar- kennd gagnvart því að geta ekki framkvæmt sömu verk og áður, ótti við að vera ekki tekið trúanlegt, fjárhagslegt óöryggi og að lokum uppgjöf, bæði fyrir verkjum og lífsaðstæðum. Sérstaklega vegur það þungt ef ekki er lengur hægt að sinna launaðri atvinnu. Líkanið um iðju mannsins gefur góða heildarmynd af aðstæðum einstaklinga í þess- um sporum, gerir þá meðvitaða um þær og færari um að taka ábyrgð. Jafnvel þótt ekki takist að „lækna" verkina þá þarf að læra að lifa með þeim við þokkalegar aðstæður. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að um- hverfið hjálpi til. Einstaklingurinn verður að ná jafnvægi milli hæfnisviðanna þriggja á eig- in forsendum, út frá því hvað skiptir hann máli og er í samræmi við viljakerfi hans, vana- kerfi og hæfnikerfi. Greinarhöfundur starfar sem forstöðumaður starfsþjálfunar, plastiðjunni Bjargi á Akureyri. Heimildaskrá Guðrún Pálmadóttir (1998). Líkanið um iðju mannsins, drög að hugtakalista. Fjölrit, Há- skólinn á Akureyri. Hulda Ólafsdóttir (1997). Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal fiskvinnslufólks. Háskóli Is- lands, Reykjavík. Kielhofner, G. (1995). A Model of Human Occupation, Theory and Application, (2.útg.). Baltimore: Williams & Wilkins. Kielhofner, G., Ellingham, B. og Ness, N.E. (1997). Modell for Menneskelig Aktivitet. Ergoterapeuten 1997 (13), 446-55. Lilleaas, Ulla-Britt (1992). Fár kvinner muskels- merter fordi de er kvinner ? Ergoterapeuten 1992 (1), 32-35. Sigurður Thorlacius og Sæmundur Stefánsson (1998, l.apríl). Örorkumat og forsendur þess. Morgunblaðið, bls. 36 og 37. Stefán Yngvason, yfirlæknir Endurhæfingar- deildar FSA, (1998,31.mars). Samtal við höf- und. (höf: Sigurður Þór Sigursteinsson) Faghópur um iöjuþjálfun barna ^ Innan Iðjuþjálfafélags íslands er starfandi faghópur um iðjuþjálfun barna, sem hefur það að markmiði að miðla þekkingu á þessu sérsviði innan hópsins og utan. Faghópurinn er opinn öllum iðjuþjálfum og fundir eru haldnir í byrjun hvers mánaðar. Allar nánari upplýsingar fást hjá Geröi, Sigríði og Helgu á SLF, s: 581 4999. IÐJUÞJÁLFINN 1/98 15

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.