Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 20
Óhætt er að segja að vinnuvistfræðin hafi sem vísindagrein verið í stöðugri þróun og nái í dag til fjölmargra sviða. Þar með eru talin hugfræði (cognitive science), gagnkvæm áhrif manns og tölvu og gerð notendavænna tölvu- forrita, hönnun vinnuskipulags og stjórnun. Stofnun vinnuvistfræðifélags Vorið 1996 hélt Faghópur sjúkrnþjálfara um vinnuvernd námskeið, fyrir sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa er fjallaði um úttekt og mat á vinnu- stað með tilliti til álags á hreyfi- og stoðkerfi. Á námskeiðinu lögðu sjúkraþjálfarar til að haf- inn yrði undirbúningur íslenskra samtaka um vinnuvistfræði. Hugmyndin hlaut góðar und- irtektir og voru tveir sjúkraþjálfarar og tveir iðjuþjálfar skipaðir í nefnd til að undirbúa stofnun þverfaglegra samtaka. Fyrsta við- fangsefni nefndarinnar var að skilgreina hug- takið vinnuvistfræði á íslensku. Var í þeirri vinnu stuðst við skilgreiningar norrænu og sænsku samtakanna. Haft var samband við ýmsa faghópa sem nefndin taldi að gætu átt erindi í þverfagleg samtök af þessum toga. Tengiliðir faghópanna unnu með nefndinni að frekari undirbúningi. Félagið var stofnað þann 8. apríl 1997 og hlaut nafnið Vinnuvistfræðifélag Islands, skammstafað VINNÍS. Stofnendur voru 48 einstaklingar úr röðum heilbrigðis-, félagsvís- inda- og tæknistétta auk sex fyrirtækja og fé- laga. Á stofnfundi voru lög félagsins sam- þykkt og fyrsta stjórn þess kosin. Núverandi stjórn skipa, auk undirritaðrar þau Björk Páls- dóttir iðjuþjálfi, Bjarni Ingvarsson sálfræðing- ur, Heiða Elín Jóhannsdóttir innanhússarki- tekt og Herdís Rafnsdóttir verkfræðingur. VINNIS er mörkuð braut í lögum þess. Þar segir: Félagið fjallar um vinnuvistfræði. Viðfangsefrii vinnuvistfræðinnar er samspil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í. Umhverfi tekur til aðstöðu, búnaðar, tækja, skipulags, samskipta og fleiri þátta. í fyrirrúmi eru þarfir, vellíðan og öryggi fólks. Starfsemi Félagið er áhugamannafélag og öllum opið sem áhuga hafa á vinnuvistfræði. Því hefur vaxið fiskur um hrygg og nú rúmu ári eftir stofnun eru félagsmenn 68 talsins. Meðlimir eru úr 11 faggreinum en einnig eiga nokkur fagfélög, stofnanir og fyrirtæki aðild. Fyrir- tækin eru fyrst og fremst styrktaraðilar, en hafa jafnframt aðgang að öllum fundum og fræðslu á vegum félagsins. Markmið félagsins eru: • að efla og kynna vinnuvistfræði á Islandi • að stuðla að því að vinnuvistfræðileg þekk- ing sé nýtt við nýhönnun og endurhönnun húsnæðis og aðstöðu, við skipulag vinnu og vinnuferla, við hönnun búnaðar, tækja og ýmissa framleiðsluvara Starf VINNÍS hefur á þessu fyrsta starfsári verið afar blómlegt. Stjórn ákvað að á fyrsta árinu yrði lögð áhersla á að byggja upp innra starf félagsins, skapa tengsl milli félagsmanna og koma af stað áhugahópum um ýmis mál- efni vinnuvistfræðinnar. Síðastliðið sumar gerði stjórnin könnun meðal félagsmanna um áhugasvið þeirra. í haustbyrjun voru síðan stofnaðir þverfaglegir áhugahópar um þau málefni sem félagsmenn sjálfir kusu að taka til umfjöllunar. Eftirfarandi hópar eru nú starf- andi: • Leshringur um vinnuvistfræði • Kynningarhópur VINNÍS • Áhættumat • Inniloft • Skólaumhverfi og skólahúsgögn Á félagsfundi nú nýverið skýrðu hóparnir frá starfi sínu og er greinilegt að hin þverfag- lega nálgun viðfangsefnanna skapar nýjar víddir og umræðu meðal þátttakenda sem koma úr ólíkum faggreinum. Skömmu fyrir jól kom fyrsta út Fréttablað VINNÍS. Ætlunin er að það komi út þrisvar á ári. Fréttablaðið mun flytja fréttir af starfsemi félagsins, birtar verða stuttar greinar um áhugaverð málefni og bent á tímarit, greinar og bækur. Einnig verður sagt frá ráðstefnum og námskeiðum. Síðast en ekki síst er fréttablaðið hugsað sem ritvöllur félags- manna. Framtíð Stjórn VINNIS hefur skynjað lifandi áhuga fé- lagsmanna á þessu fyrsta starfsári og er það gleðiefni. Markmið félagsins eru skýr „Að gera vinnuvistfræði að lifandi þekkingu í íslensku þjóð- félagi sem höfð verður að leiðarljósi alls staðar þar sem verið er að skapa manninum umhverfi, bæði á vinnustað og heimili". Leiðir til að vinna að settu marki geta verið

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.