Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 17
þegar auglýstar hafa verið stöður úti á landi, þá hefur enginn iðjuþjálfi verið á lausu. í sumum tilfellum hafa þessar stofnanir gefist upp á að auglýsa og stöðugildin leggjast því niður. Seinna meir getur reynst erfitt að skapa stöðu- gildi að nýju, þar sem fjárveitingum hefur verið ráðstafað í annað. Ég tel að það séu nægir möguleikar á því að skapa fleiri iðjuþjálfastörf á lands- byggðinni. Hingað til hefur skortur á iðjuþjálfum spilað stórt hlutverk. En það er von á fleirum, þannig að ég tel að nú sé orðið raunhæft að undirbúa stéttina fyrir þessa aukningu. Það verður gífurleg aukning á iðjuþjálfum í framtíðinni með til- komu námsbrautarinnar á Akureyri. Eitt lítið dæmi um hversu mikil aukningin verður er það að árið 2000 má áætla að fjöldi starfandi iðjuþjálfa verði um 78. Árið eftir eða 2001, út- skrifast fyrsti hópurinn frá náms- brautinni og áætlað er að það verði 15 manns. Fjöldinn eykst sem sagt úr 78 í 93 á aðeins einu ári! Þessi aukning frá árinu 2000-2001 svarar til þeirrar aukningar sem átti sér stað frá árinu 1990 til 1997. Hvar á allt þetta fólk að fá vinnu? Þótt talað sé um að þörf sé á 150- 300 iðjuþjálfum, þá er langur vegur frá að til séu stöðugildi fyrir þennan fjölda. Með þessu verkefni var markmiðið að komast að því hvernig framtíðin lítur út í iðjuþjálfun á íslandi og hvort áætlanir séu uppi um hvernig bregðast eigi við fjölgun í stéttinni. Framtíðarhorfur Þær heimildir sem ég fann um hvar þörf sé á iðjuþjálfum í framtíðinni sýndu mikla þörf í heilsugæslunni og einnig í barnaiðjuþjálfun (skólar o.fl). Einnig er talað um að þörf sé á göngudeildarþjón- ustu iðjuþjálfa, en það hefur hingað til strandað á samningnum við Tryggingar- stofnun ríkisins. Frá Heilbrigðisráðuneytinu fékk ég þau svör að mikil þörf væri fyrir iðju- þjálfa. Það væri því hið besta mál að þeim fjölgaði ört í framtíðinni. Sá aðili sem ég átti viðtal við var ekki í vafa um, að næg störf væru innan heilbrigðis- geirans fyrir iðjuþjálfa í framtíðinni. Til- raunaverkefni sem nú er unnið að innan heilsugæslunnar gengur vel. Þannig ættu möguleikar að opnast, þegar búið er að sannreyna iðjuþjálfun í heilsugæslunni. Aftur á móti er ekki búið að áætla neitt um framtíðarskipulag í þessu sambandi. Hvaðan á að fá fjármagn fyrir nýjar stöð- Enn hefur ekki verið lagt í að færa endurhæfingu gerviliðasjúklinga yfir í heimahús þó svo að það ætti að vera hagkvæmt. Ef aðstæður og ytri stuðningur væru til staðar ættu þeir að geta komist heim fyrr en raunin er í dag, þrátt fyrir að umræddir ein- staklingar séu yfirleitt aldraðir og fólk með hreyfihömlun.Víða erlendis er mikill áhugi á áframhaldandi þró- un á þessu sviði fyrir hendi og eru nýjar rannsóknir þegar hafnar eða í undirbúningi. ur? Þegar ég spurði þessarar spurningar var fátt um svör. Viðmælandi minn var þess viss að nýútskrifaðir iðjuþjálfar myndu hverfa inn í lausar stöður víðs- vegar um landið. Ég spyr bara: Ef ekki eru til svo mörg stöðugildi úti á lands- byggðinni í dag, hvers vegna ættu þau þá að vera til að 3 árum liðnum ? Iðjuþjálíafélagið hefur að mínu mati unnið mikið og gott starf í tengslum við námsbrautina á Akureyri. En fyrri hálf- leik er aðeins lokið, sá seinni er eftir. Námsbrautin er orðin að veruleika, þannig nú er tíminn til að opna nýja möguleika víðsvegar um landið og plægja akurinn fyrir verðandi iðjuþjálfa. Ég veit að það hefur verið unnið mik- ið kynningarstarf í sambandi við barna- iðjuþjálfun í skólum og einnig var efnt til kynningarátaks á faginu í tilefni af 20 ára afmæli Iðjuþjálfafélagsins árið 1996. Þetta er af hinu góða. Því sýnilegri sem við verðum því meira veit almenningur um hvað felst í iðjuþjálfun. Fólk er sam- mála um hvert straumurinn stefnir en það er iðjuþjálfun innan heilsugæslu og skóla. Einnig tel ég að göngudeildar- þjónusta iðjuþjálfa verði að veruleika og þeir starfi í einkageiranum í meira mæli. Skoðun mín er sú að það þurfi nú þegar að vinna skipulega að því að plægja akurinn. Ég álít að Iðjuþjálfafé- lagið gæti í samvinnu við Heilbrigðis- ráðuneytið gert úttekt á því hvernig staðan er á sjúkrahúsum úti á landi í raun. Það mætti kanna hve mörg sjúkrahús eru án iðjuþjálfa og hvort raunhæft sé að skapa þar stöður í framtíðinni. Einnig er hægt að skoða hvort ekki sé raunhæft að fjölga stöðugildum á þeim stöðum úti á landi er nú þegar hafa einn til tvo iðjuþjálfa starfandi. Að sjálfsögðu vinna iðjuþjálfar á fleiri stöðum en sjúkrahúsum. En þar sem ég ákvað einblína á þennan þátt í ritgerðinni, nefni ég hann eingöngu. Ég held að það sé nauðsynlegt að dreifing iðjuþjálfa á landsvísu verði meiri og Iðjuþjálfafélagið gæti jafnvel haft meiri samvinnu við stjórnmála- menn í framtíðinni. Það eru sjálfsagt margar skoðanir um hvernig eða hvort eigi að undirbúa stéttina undir fjölgunina. Ég tel að við getum unnið að því að gera okkur sýnilegri. Með þeim hætti yrði meiri eftirspurn eftir iðjuþjálfum, þegar við loksins getum svarað þörfinni. Það er margt hægt að gera og aldrei er of mikið fjallað um iðjuþjálfun og störf þeirra. Það er því að miklu leyti undir okkur komið hvernig málin standa, þeg- ar fjölgar verulega í stéttinni. Ég lærði mjög mikið um iðjuþjálfun á Islandi þegar ég var að vinna þetta verk- efni. Það var áhugavert að fræðast um sögu félagsins og skoða hvernig þróunin hefur verið í faginu. Þegar maður lærir erlendis þá kynnist maður að sjálfsögðu iðjuþjálfun í viðkomandi landi og veit þar af leiðandi lítið um starfið á íslandi. Að lokum vil ég þakka Guðrúnu Pálmadóttur, brautarstjóra iðjuþjálfunar við HA og Iðjuþjálfafélagi íslands sér- staklega fyrir allar heimildirnar. Án þeirra hefði ég aldrei getað skrifað loka- ritgerð um þetta efni. Greinarhöfundur starfar sem iðjuþjálfi á Reykjalundi IÐJUÞJÁLFINN 1/98 17

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.