Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 16

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 16
HUGLEIÐINGAR UM FRAMTÍÐINA í iðjupjálfun á íslandi Þaö voru margar spurningar sem vökn- uöu þegar ég var aö hugsa um efni í lokaritgerð mína frá Iðjuþjálfaskólanum í Árósum. Ég velti því fyrir mér hvaö væri að gerast í iöjuþjálfun á islandi í dag. Hverning dreifing iöjuþjálfa væri ? landsvísu og hvernig framtíðarhorfur væru meö tilkomu námsbrautar á Ak'ir- eyri. í þessari grein mun ég fjalla um megin efni lokaritgeröarinnar. SlGURÐUR ÞÓR SlGURSTEINSSON fjallar um lokarit- gerö sína Allt frá því að ég hóf nám mitt, árið 1995, hef ég heyrt talað um mikla þörf fyrir iðjuþjálfa á Is- landi, allt frá 150 og upp í 300 iðjuþjálfa. Þegar ég byrjaði nám mitt hugsaði ég ekki svo mikið út í það hvort það væru einhverjar lausar stöður eða hversu mikil þörf væri fyrir iðjuþjálfa á Islandi. I upphafi var sú ákvörðun að flytja til Danmerkur og læra iðjuþjálfun jafnvel meiri ævin- týraþrá heldur en alvara. Ég vissi ekki mikið um fagið, en seinna komst ég að því að ég valdi rétt nám. I þau þrjú ár sem ég var við nám frétti ég reglulega frá Islandi að mikil þörf væri fyrir iðjuþjálfa þar. Mér fannst það að sjálfsögðu hið besta mál, þar sem ég var ákveðinn í að flytja heim strax að námi loknu. A svipuðum tíma heyrðist einnig frá Islandi að niðurskurður ætti sér stað í heilbrigðisgeiranum. Þannig fór ég smám saman að velta því fyrir mér hvað hæft væri í þessum fréttum. Arin liðu og það kom að því að ég þurfti að velja efni í loka- ritgerð. Ég ákvað að skrifa um iðjuþjálfun á íslandi. Þegar ég velti því fyrir mér hvað ég ætti að fjalla um í lokaritgerðinni þótti mér áhugavert að líta að- eins á stöðuna í dag. Einnig að skoða hvernig framtíðin hugs- anlega lítur út. Með tilkomu námsbrautar í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri fjölgar iðjuþjálfum trúlega um 15 árlega frá og með árinu 2001, þannig að fjölgun í stéttinni verður mikil. Tilgangurinn með verkefninu var að kanna hvort grundvöll- ur væri fyrir þessari aukningu og hvort hafin væri áætlun um hvar þessir iðjuþjálfar fái stöð- ur í framtíðinni. Ég ákvað að skipta verkefn- inu í þrjá hluta. í fyrsta lagi að nefna staðreyndir um iðjuþjálf- un í dag, hvað varðar stærð stéttarinnar og dreifingu á landsvísu. I öðru lagi að finna heimildir um það sem skrifað hefur verið um framtíðina í iðjuþjálfun á Islandi og í þriðja lagi að taka viðtöl við einn að- ila frá Iðjuþjálfafélaginu og annan frá Heilbrigðisráðuneyt- inu. Ég valdi Iðjuþjálfafélagið og Heilbrigðisráðuneytið til þess að fá sjónarhorn þeirra á sama málinu. Einnig vildi ég komast að því hvort þessir að- ilar hefðu einhverjar áætlanir um að skapa fleiri störf fyrir iðjuþjálfa í framtíðinni. Fjöldi og dreifing Iðjuþjálfafélag íslands var stofnað af tíu iðjuþjálfum árið 1976. Að meðaltali hefur fjölg- unin í stéttinni verið tveir til þrír iðjuþjálfar á ári. Ef við lít- um á vöxtinn í stéttinni, þá voru iðjuþjálfar 15 árið 1980, áriðl985 voru þeir 35, árið 1990 voru þeir 57 og árið 1995 voru þeir 63.1 dag eru þeir um 84 talsins, en af þeim eru í kringum 71 starfandi við fagið. Af þeim 71 sem starfa við fagið eru 61 iðjuþjálfi í Reykjavík, en aðeins tíu á landsbyggðinni. Á þessu má sjá að dreifingin á landsvísu er afar takmörkuð og þróunin hefur verið í þá átt að iðjuþjálfar starfa aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Ein af ástæðunum getur verið sú að nýútskrifaðir iðju- þjálfar sækja á staði þar sem þeir vinna með öðrum iðju- þjálfum. Ég tel að þeir hafi þörf fyrir að starfa með reynd- ari iðjuþjálfum í byrjun. Hing- að til hafa allir þurft að læra erlendis og þekkja þar af leið- andi síður til aðstæðna hér á landi. Þeir sækja í ákveðið ör- yggi og það fá þeir í samvinnu með öðrum iðjuþjálfum. Þess vegna eru þeir kannski ekki til- búnir í að starfa úti á lands- byggðinni, þar sem þeir í mörgum tilfellum þyrftu að starfa einir. Sum sjúkrahús á lands- byggðinni hafa ekki iðjuþjálfa meðal starfsmanna sinna. Ástæðan er meðal annars sú að 16 IÐJUÞJÁLFINN 1/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.