Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 27

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 27
FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI Iðjuþjálfafélags íslands 1998 Aðalfundur félagsins var haldinn þann 21. mars síðast liðinn í Kornhlöðunni, baksal veitingahússins Lækjarbrekku. A fundinn mættu 44 félagsmenn. Fundarstjóri var Liija Ingvarsson og ritari Elsa S. Þorvalds- dóttir. Formaður IÞÍ, Hope Knútsson flutti skýrslu stjórnar, þar sem hún stiklaði á stóru um merka atburði síðasta árs. Þar má helst nefna stofnun námsbrautar í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir gjaldkeri fé- lagsins lagði fram og fór yfir endur- skoðaða reikninga félagsins. Sigrún Olafsdóttir úr stjórn vísindasjóðs lagði fram endurskoðaða reikninga sjóðsins. Þá voru umræður um skýrslur fastra nefnda. Sigríður Gísladóttir, varaformaður kynnti helstu þætti í sambandi við fræðslusjóð sem var formlega stofnaður á aðalfundinum. Út- hlutað verður tvisvar á ári 1. maí og 1. nóvem- ber. Til að byrja með eru kr.100.000 í sjóðnum. Lagabreytingar voru gerðar einkum í þeim til- gangi að gera lögin auðskiljaniegri og vegna tilkomu námsbrautarinnar. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörf- um greindi Ingibjörg Pétursdóttir frá gangi mála í tilraunaverkefni er varðar iðjuþjálfun í heilsugæslu og Guðrún Pálmadóttir kynnti væntanlegt fjarnám til meistaragráðu sem verður samstarfsverkefni Dalhousie Háskól- ans í Halifax í Kanada og Háskólans á Akur- eyri. Rósa Hauksdóttir kynnti hugmyndir um skipulagsbreytingar hjá BHM. Eftir að fundarmenn höfðu snætt hádegis- verð hlýddu þeir á fyrirlestur Bjarkar Páls- dóttur, iðjuþjálfa er nefndist „Framtíðarsýn í endurhæfingu". Erindið var byggt á lokaverk- efni í námi um stjórnun og rekstur í heilbrigð- isþjónustu Stjórnar- og nefndarskipan Stjórn: Hope Knútsson, formaður Sigríður Kr.Gísladóttir, varaformaður Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, gjaldkeri Þóra Leósdóttir, ritari Sigríður Bjarnadóttir, meðstjórnandi Fræðslunefnd: Berglind Ásgeirsdóttir Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir Ingibjörg Jónsdóttir til hausts 1998 Sigríður Eyþórsdóttir til hausts 1998 Ritnefnd: Anna Ingileif Erlendsdóttir Auður Hafsteinsdóttir Soffía Haraldsdóttir Þóra Leósdóttir Kjaranefnd: Rósa Hauskdóttir, formaður Sigríður Kr. Gísladóttir Sigrún Ólafsdóttir Anna Valdemarsdóttir Hlín Guðjónsdóttir Anna Guðrún Arnadóttir (vara) Sigrún Garðarsdóttir (vara) Stjórn IÞÍ1998: F.v. Sigríður Bjarna- dóttir, Sigríöur Kr. Gísladóttir, Hope Knútsson, Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, Þóra Leósdóttir. Stjórnar- og nefndarskipan IÞÍ fyrir starfsárið 1998-99 er sem hér segir: Stjórn vísindasjóðs: Gerður Gústavsdóttir Helga Guðjónsdóttir REYKIALUNDUR IÐJUÞJÁLFINN 1/98 27

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.