Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 12
1998, bls. 1). Viljakerifð gerir það kleift að sjá fyrir, velja, upplifa og túlka eigin iðju. Það skiptist í þrjá undirflokka: Trú á eigin áhrifa- mátt, gildi og áhuga. • Trú á eigin áhrifamátt. Þeir sem eiga við langvinn verkjavandamál að stríða, hafa mjög oft litla trú á eigin áhrifamátt. Fólk sér sjálft sig gjarnan út frá þeim störfum sem það getur eða getur ekki stundað. Oft hefur það gefist upp í starfi, rekur ástæðuna til verkja, hættir og hefur litla trú á eigin færni. Marg- ir hafa hætt í launaðri vinnu, eru á örorkulíf- eyri, atvinnuleys- isbótum eða njóta annara bóta. Margir segjast vilja prófa aðra vinnu en þeir höfðu áður, en hafa ekki eða telja sig ekki hafa úr öðru að moða. Það fólk hefur venjulega stundað erfið, einhæf störf s.s. fiskvinnslu og ræstingar, oft láglaunastörf eða sérhæfð erfið störf s.s. sjómennsku. Þessir einstak- lingar hafa oft aðeins grunnskólamenntun í farteskinu. Þá má reyndar líka spyrja hvort lítil trú á eigin áhrifamátt eigi ekki einhvern þátt í lítilli menntun. í norskri rannsókn Lilleaas (1992) kemur fram að konur með meiri menntun ráða frekar vinnu sinni og geta aðlagað hana að verkjaá- standi sem er sveiflukennt milli daga. Víða t.d. í sjávarplássum er atvinna einhæf og erfitt að fá léttari störf við hæfi. Við sameiningu fyrir- tækja og aukna hagræðingu er fólki með mikl- ar veikindafjarvistir „hagrætt" úr starfi. Slíkt eykur vart trú á eigin áhrifamátt. Þau störf sem fólk stundar eru oft einhæf og þess eðlis að það hefur lítil áhrif á eðli starfsins. Upplif- un á árangri er því ekki tengd betra dagsverki, heldur leiðir meiri vinna af sér aukna verki. • Gildi Viðhorf á Islandi eru töluvert lituð af at- vinnulífi. Allir eiga að vinna, annað telst aumingjaskapur. Atvinnuleysi hefur verið lítið hér miðað við nágrannalöndin og oftast næga vinnu að fá þótt hún sé víða einhæf. Að sjálfsögðu lita þessi viðhorf gildi flestra. Þetta getur skapað togstreitu. Fólk er með mikla verki, getur ekki unnið vegna þeirra og fær þ.a.l. þá mynd af sjálfu sér að það sé lítils virði vegna ónógrar þátttöku í atvinnu- Iífi. Flestir þeir verkjasjúklingar sem ég tengist eru konur. Oftast hafa þær verið í a.m.k. tvöfaldri vinnu, það er sinnt launaðri atvinnu, séð um megin þungann af heimil- ishaldi og annast börn eða aðra. I rannsókn Lilleaas (1992) kemur fram að konurnar gera of lítið úr eigin vinnuframlagi, telja t.d. heimilisstörf og barnapössun fyrir aðra ekki sem vinnu. Viðhorf í þjóðfélaginu end- urspeglast í tíma- ritsgreinum hin síðari ár þar sem „ofurkonan" ræð- ur ríkjum. Konan sem getur allt og er í ótal hlutverkum. En ekki eru allir sem ráða við slíkt og konur með langvinna verki gera það alls ekki. Gildi koma oft fram þegar spurt er um áhugamál og óskað er eftir að fólk velji í hvað það vildi eyða oft takmarkaðri orku og kröftum. Þá þykir það varla réttlætanlegt að gera eitthvað „skemmtilegt", nær væri að gera eitthvað „þarft" eins og að sinna heimilisstörfum. Jafnvel þótt að fólk viti að það leiði af sér aukna verki. Stundum verð- ur því niðurstaðan sú að gera ekkert frekar en eitthvað sem veitir aukna ánægju, en gæti valdið samviskubiti að ógleymdu um- tali annara. Áhugi Eins og fram hefur komið, hafa margir af mínum skjólstæðingum litla menntun og unnið líkamlega erfið og einhæf störf. Störf sem eru ekki líkleg til að hafa mikið að- dráttarafl eða vera í uppáhaldi en eru fyrst og fremst til að afla lífsviðurværis. í rann- sókn Lilleaas (1992) þar sem bornir eru saman tveir hópar kvenna með vefjagigt kom í ljós, að í þeim hópi þar sem flestar konurnar höfðu aðeins grunnskólamenntun voru 12 af 15 á örorkubótum. í samanburð- arhópi þar sem konurnar höfðu meiri menntun voru 6 af 15 á örorkubótum. Lík- legt má telja að störf hinna síðar nefndu séu líkamlega léttari og ekki eins einhæf en um leið áhugaverðari og í samræmi við þá menntun sem þær hafa valið sér. Oft er það þannig að sú iðja, sem fólk valdi fram yfir aðra og vakti áhuga þess áður er nú ófram- kvæmanleg vegna verkja. Þetta á t.d. við Þeir sem eiga við langvinn verkja- vandamál að stríða, hafa mjög oft litla trú á eigin áhrifamátt. Fólk sér sjálft sig gjarnan út frá þeim störfum sem það getur eða getur ekki stundað. Oft hefur það gefist upp í starfi, rekur ástæðuna til verkja, hættir og hefur litla trú á eigin færni.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.