Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 24
Starfsfólk er auðlind Undanfarin ár hafa einkennst af sparnaði í heilbrigöisgeiranum. Það sem hefur einkennt þessa umræðu er fyrst og fremst niðurskuröur og lok- anir deilda. Þó að endurskipulagning hafi einnig átt sér stað hefur athyglin ekki enn beinst aö fyrirbyggjandi að- geröum nema í litlum mæli. S Aður en ég hóf ráðgjafaþjónustu á sviði vinnuvistfræðinnar og fyrirbyggjandi aðgerðum innan fyrirtækja, starfaði undirrituð á endurhæfingastofnun. Þá sá ég oft á tíðum tilfelli sem án efa hefðu ekki þurft að verða eins slæm og raunin varð, ef viðkomandi hefði fengið viðunandi fræðslu og betra vinnu- umhverfi. Ráðgjafaþjónusta á þessu sviði var ekki til staðar nema að litlu leyti og því freist- andi að snúa blaðinu við og reyna að hafa áhrif á þá þætti í daglegu lífi fólks sem skapa álagseinkenni. Almennt töldu menn að fyrir- tæki væru ekki reiðubúin til að leggja í þann kostnað sem liggur í fyrirbyggjandi aðgerðum, því ljóst er að um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða. Það lá því fyrir að skipulagning varðandi uppbyggingu og kynningu þurfti að vera markvisst, hnitmiðuð og jafnframt sýna fram á að það gæfi ágóða að fjárfesta í heilsu starfs- manna. Á þessum tíma voru miklar sparnaðarað- gerðir og niðurskurður í íslensku viðskiptalífi og hlustun fyrir þessum þætti ekki mikil. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það góðæri sem hefur einkennt íslenskt atvinnulíf síðast liðið ár, hefur meðal annars orðið til þess að fyrirtæki hafa lagt í að opna umræðuna um þetta efni í ríkari mæli. Þau eru farin að sýna ábyrgð varðandi heilsu starfsmanna sinna. Fyrirbyggjandi aðgerðir Það þarf að athuga allt umhverfið í heild sinni þegar unnið er að bættu vinnuumhverfi. Má þar nefna líkamsstöður og vinnustellingar, fjöl- breytni í starfi, hvíldarhlé, vinnuhagræðinu og upplýsingaflæði á vinnustað. Rannsóknir sýna að álagseinkenni koma bæði af andlegu og lík- amlegu álagi og því verður jafnvægi að ríkja þar á milli. Fræðsla til starfsmanna er stór þátt- ur í ferlinu til þess að þær úrbætur sem gerðar hafa verið á vinnuumhverfinu nýtist til fulls. Ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu þarf að vera hverjum starfsmanni ljós. Lausnin felst þó ekki í þessum eina þætti heldur er þetta flókið samspil margra þátta, bæði í vinnuumhverfinu sjálfu og utan þess. Niðurstöðum úttektar þarf að fylgja fast eftir og eru þær notaðar til grund- vallar varðandi endurbætur á vinnuumhverf- inu. Við nýhönnun eða endurhönnun er mikil- vægt að allir fagaðilar sem standa að verkinu fylgi því til enda. Reglulegir fyrirlestrar, námskeið og vett- vangskannanir gefa einstaklingnum betri lík- amsvitund og gerir hann meðvitaðri um þær aðstæður sem hann lifir og starfar við. Þar af leiðandi hefur einstaklingurinn betri möguleika á að hafa áhrif á eigin heilsu og vellíðan. Með því að efla þessa þjónustu skap- ast einnig vellíðan hjá starfsmönnum, vitandi það að yfirmönnum stendur ekki á sama um heilsu og vellíðan starfsmanna sinna. Það má því segja að með markvissri stefnumótun í starfs- mannamálum, þar sem fyrir- byggjandi þættir sitja í fyrirrúmi má sjá hreinan sparnað í heil- brigðisþjónustunni og samfélag- inu í heild sinni. Á þessum árum hafa sjónar- mið fyrirtækja og stofnanna breyst töluvert. Aukin þekking og skilningur hjá stjómendum fyrir- tækja, er á mikilvægi þess að vellíðan einstaklings, andleg sem líkamleg, auki bæði afköst og getu. Vaxandi skilningur er fyrir því að auðlind fyrirtækja liggi í starfsfólki. Fyrirtæki og stofnanir em farin að sjá metnað sinn í mark- vissri stefnumótun í starfsmannapólitík. Fyrir- byggjandi þættir em í fyrirrúmi svo sem vinnu- aðstaða, tilfærsla starfsmanna og endurmennt- unarmál. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að vinnan er rétt hafin á þessum vettvangi og margt óunnið framundan. Því er brýnt að halda þessari umræðu opinni og jafnt hvatning sem þrýstingur þarf að koma frá starfsfólki og öðmm fagaðilum utan frá, hvað varðar áfram- haldandi vinnu og eflingu á þessu sviði. Greinarhöfundur er iöjuþjálfi og starfar viö ráögjöf um vinnuvistfræði Lovísa Ólafsdóttir Aukin þekking og skilningur hjá stjórnendum fyrirtækja, er á mikilvægi þess að vellíðan einstaklings, andleg sem lík- amleg, auki bæði afköst og getu. Vaxandi skilningur er fyrir því að auðlind fyrirtækja liggi í starfsfólki. Fyrirtæki og stofnanir eru farin að sjá metnað sinn í markvissri stefnumótun í starfs- mannapólitík. Fyrirbyggjandi þættir eru í fyrirrúmi svo sem vinnuaðstaða, tilfærsla starfs- manna og endurmenntunar- mál. 24 IÐJUÞJÁLFINN 1/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.