Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 37

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 37
Magnús Ásgeirsson ogAíventa sinni ráð fyrir vissum tilviljunum og einnig hófsamri „lántöku“ frá fyrri þýðanda, þ.e. að þýðandi sæki einstök orð til eldri þýðingar og jafnvel orðalag á stöku stað; slíkt þekkist vissulega í þýðingahefðum ýmissa tungu- mála þar sem lykilverk úr hefðarveldinu hafa jafnvel verið þýdd margoft gegnum tíðina og nýir þýðendur stundum sótt girnilega bita í forðabúr eldri þýðinga (augljósustu dæmin koma líklega úr Biblíuþýðingum, en um þær gegnir þó að mörgu leyti sérstöku máli, þar sem Biblíumálshefðin er nátengd hugmyndum og hugmyndafræði trúarinnar og kirkjunni sem stofnun). Gunnar fer stundum aðrar leiðir en Magnús í orðavali, þó þannig að greina má tengsl. „Bygdevandet“ (9) þýðir Magnús með „vatninu í miðri sveitinni" (14) en hjá Gunnari verður það að „stöðuvatninu miðsveitis“ (11). Og vissulega breytist stílinn stundum vegna óvenjulegrar orðaraðar hjá Gunnari. „Benedikt havde ikke været i Kirke i Dag [...] (8) er hjá Magn- úsi „Benedikt hafði ekki verið í kirkju um daginn“ (13) en hjá Gunnari „Farið til kirkju um daginn hafði Benedikt ekki, til þess vannst ekki tími“ (11). En ítrekað kemur í ljós að þar sem Gunnar fer aðra leið en Magnús reynist val hans ekki fara vel í samhengi verksins. I tilvitnuðum upphafs- orðum sögunnar eru ránfuglarnar sagðir „haardfore11, sem Magnús þýðir „harðfengir" en Gunnar „harðgerðir“. Þegar hrúturinn Eitill er kynntur til sögunnar skömmu síðar er hann sagður heita svo „paa Grund af sin Haardforhed“ (6), og þar með er gefið til kynna að hann sé álíka harður í horn að taka og ránfuglarnir sem þrífast í þessu vetrarríki. Magnús fylgir þessu eftir með því að þýða „Haardforhed11 með „harðfengi“ (10) og nú vel- ur Gunnar einnig einnig það orð (9), þótt hann hafi „forðast“ samsvarandi lýsingarorð í fyrra skiptið. Fyrir vikið verða þessi innri vensl í textanum ekki eins skýr hjá Gunnari. Nú má kannski telja þetta til smáatriða og því skal gripið dæmi úr lokakafla sögunnar þar sem fram kemur mikilsvert atriði í lífssýn sög- unnar. „Saa vrang kan Jorden te sig mod Mennesket, at den helt lukker sig for det. Saa kan man selv se, hvad der er at göre“ (76). Hér sést vel hversu nákvæmlega Magnús þýðir og er þó jafnframt skapandi í orðavali sínu: „Svo afundin getur jörðin orðið við manninn, að hún lokar sér ger- samlega fyrir honum. Þá getur hver átt það við sig sjálfan, hvað til bragðs skuli taka“ (87). Oft er talað um að sitthvað glatist við þýðingu, en notkun Magnúsar á orðinu „afundin“ er dæmi um að ýmislegt megi líka „finna“ í þýðingu. Ef litið er á þennan stað í endurritun Gunnars, er að sjá sem hann hafi ákveðið að nýta sér svigrúm sjálfsþýðingarinnar og útfæra umsögn- ina: „Svo úthverf og rangsnúin getur jörðin reynzt ráfandi manni að hún lokar sér gagngert fyrir honum, hann getur átt það við sjálfan sig hvað til bragðs skuli taka“ (52). I framhaldi af þessu segir í endurritun Gunnars: á — Að geta sagt „shit fyrir framan dömu 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.