Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 94

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 94
Kendra Willson Heiti Ijóðsins, Der Panther, er hér þýtt Hlébarðinn, þótt bæði Tveggja postula saga Jóns og Jakobs og Kristján Fjallaskáld tali um panþer eða panþerdýr (Lesbók 14.9.1996). Það leynir sér ekki að í þessu bréfi er reynt markvisst að innlima ljóðið í íslenska hefð og skoða það í íslensku samhengi. Sveinbjörn leggur mennta- skólaþýsku sína til jafns við sérhæfða menntun Gauta og búsetu í Þýskalandi. Tilgangur Sveinbjarnar með þessari þýðingu er greinilega að leiðrétta það brot gegn íslenskri hefð sem hann álítur óstuðlaða þýðingu Gauta vera. I þessu bréfi er Gauti ekki nefndur á nafn. Þýðing Sveinbjarnar „fær að láni“ ýmislegt úr þýðingu Gauta, t.d. „stafir“ fyrir „Stábe“ og rímið „stafa“ - „hafa“ í fyrsta erindi. Stuðlarnir í þýðingu Sveinbjarnar eru ávallt í áherslustöðu og í sumum tilvikum á orðum sem hafa ekki beinar samsvaranir í þýska frumtextanum, t.d. „stæltra“ í 1. línu. Þetta gerir ljóðstafina sérstaklega áberandi. Þýðing Sveinbjarnar er miklu fjær frumtextanum í setningaskipan heldur en þýð- ing Gauta og stíllinn tilgerðarlegri: sbr. fyrstu tvær línur: „Sein Blick ist vom Vorúbergehn der Stábe/so múd geworden, dal? er nichts mehr hált“ verður hjá Gauta „Augað er af lestri slíkra stafa, / svo lúið að það fær því ekki beitt“, en hjá Sveinbirni „Svo þreytt hans sjón af röðun stæltra stafa/ að staðnæmst ekki fær við nokkur skil“ þar sem lýsingarorðið er fært fremst, lýsingarorðinu „stæltra" bætt við og orðaröð í 2. línu fremur snúin. Viðbrögð Sveinbjarnar hafa greinilega ekki snúist um túlkun á þýska textanum né bókmenntalegt gildi þýðingarinnar heldur um ljóðstafina. Ritstjórn Lesbókar virðist taka undir með Sveinbirni með þögn sinni, með því að birta þessa þýðingu ásamt frumtextanum en án athugasemda og án þess að geta nafns Gauta. Ritstjórnin tók virkari þátt í mótmælum gegn óstuðlaðri þýðingu Gauta tveimur vikum seinna (28. september 1996) þegar Lesbók birti eldri þýðingu eftir Helga Hálfdanarson ásamt skýringu með nafnlausri alviturs- rödd ritstjóra þar sem minnst er á óánægju Sveinbjarnar með þýðingu Gauta án þess að nefna þá á nafn. Hlébarðinn (í Jardin des Plantes, París) Þýð.: Helgi Hálfdanarson Hann skrefar fyrir innan ótal stengur, og augnaráðið löngu tómt og þreytt, því utanvið er engin veröld lengur, einungis stengur; - síðan ekki neitt. 92 á jffiay/'iá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.