Þjóðmál - 01.09.2011, Page 21

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 21
 Þjóðmál HAUST 2011 19 hún sjálf var eitt sinn óhlýðinn köttur sem hlýddi engum smala . Fögur fyrirheit orðin tóm Fyrir kosningar árið 2009 lofaði Samfylk ing-in undir forystu Jóhönnu að skapa 6 .000 störf á næstu mánuðum . Sagt var að flokkur- inn hefði lagt grunn að öllum þessum störfum og jafnvel fleirum til . Fögur voru fyrirheitin en afraksturinn lítill sem enginn þegar til kom . Við upphaf for sætisráðherratíðar Jóhönnu mældist atvinnuleysi um 8,7% og þannig hélst það í langan tíma, eða þangað til Hagstofa Íslands birti atvinnuleysistölur fyrir fyrsta fjórðung þessa árs . Þá hafði atvinnuleysið mælst um 8,6% . Þannig að nú, þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað, er atvinnuleysið óbreytt — enn bólar ekkert á þessum 6 .000 störfum, sem voru að sögn Jóhönnu í farvatninu . Að spáin hafi ekki gengið eftir er í sjálfu sér ekki undar- legt þar sem stjórnvöld hafa ítrekað lagt stein í götu fjárfesta með íþyngjandi skattahækk un- um, gjaldeyrishöftum, gríðar legum halla rekstri rík is ins og óvissu í helstu atvinnugrein landsins . Nið ur staðan er sú að öll fyrirheit Jóhönnu um at vinnu sköpun í einkageiranum eru orðin tóm . Að lokum Jóhanna Sigurðardóttir lofaði betri tíð með blóm í haga er hún tók við embætti forsætisráðherra í maí 2009 . Tími lyga, svika og pretta væri liðinn og héðan í frá skyldi heiðarleiki vera í fyrirrúmi . Fátt er jafn fjarri lagi . Forsætisráðherra hefur í sífellu verið staðinn að ósannindum og það sem meira er, hún svífist einskis, sama hvað á bjátar . Brostnar vonir og svikin loforð skipta engu máli heldur eru afsakanir á borð við að „faglega“ hafi verið staðið að hinu og þessu, að fyrri orð séu ekki sambærileg og að nú séu breyttir tímar óspart notaðar til að réttlæta mis ræmið . Landsmenn sitja hins vegar uppi með forsætisráðherra sem er ekki mark á tak- andi — forsætisráðherra sem talar á skjön við sjálfan sig . Slíkt er ófremd ar ástandið í þjóð- félaginu . Hver er uppáhaldsborgin þín? Komdu á www.icelandair.is/uppahaldsborg og segðu okkur hver er uppáhaldsborgin þín og hvers vegna. Þú gætir verið á leiðinni til hennar í boði Icelandair. Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.