Þjóðmál - 01.09.2011, Side 22

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 22
20 Þjóðmál HAUST 2011 Núverandi sjávarútvegs- og landbún-að a r ráðherra, Jón Bjarnason, lagði fram á Alþingi tvö stjórnarfrumvörp um stjórn fiskveiða 19 . maí sl ., annars vegar hið svokallaða stóra kvótafrumvarp1 og hins vegar hið svokallaða minna kvótafrumvarp .2 Fyrstu umræðu á Alþingi um stóra kvóta- frumvarpið var frestað fyrir þinglok í júní en minna kvótafrumvarpið tók umtalsverðum breytingum áður en það var samþykkt á Alþingi 11 . júní 2011 sem lög nr . 70/2011 um breytingu á lögum nr . 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum 1 Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, lagt fyrir Alþingi á 139 . löggjafarþingi 2010–2011, þskj . 1475 — mál 827 . 2 Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr . 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breyt- ing um, lagt fyrir Alþingi á 139 . löggjafarþingi 2010–2011, þskj . 1474 — mál 826 . (strand veiði, aflamark, samstarf, tekjur af veiði gjaldi, tímabundin ákvæði) .3 Að beiðni ritstjóra Þjóðmála hef ég samið þetta greinarkorn um efni stóra kvóta frum- varpsins . Markmiðið með skrifunum er aðallega að veita heildarmynd af frum varps- 3 Með umsögn, sem ég sendi landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd Alþingis, dags . 3 . júní sl ., gerði ég alvarlegar athugasemdir við nánast öll ákvæði minna kvótafrumvarpsins og lagði til að það yrði í heild fellt eða þá að það tæki verulegum breytingum í meðförum þingsins (sjá http://www .althingi .is/pdf/umsogn .php4?lthin g=139&malnr=826&dbnr=2868&nefnd=sl, síðast skoðuð 23 . ágúst 2011) . Alls hafði frumvarpið að geyma sjö efnisgreinar og voru m .a . eftirtalin ákvæði frumvarpsins, sem ég gerði alvarlegar athugasemdir við, felld niður í meðförum þingsins: a-liður 1 . gr ., 3 . gr ., b-liður 5 . gr . og b-liður 7 . gr . Ýmis önnur ákvæði frumvarpsins, sem ég gerði athugasemdir við, tóku breytingum . Helgi Áss Grétarsson* Um stóra kvótafrumvarpið * Ég er lögfræðingur og sérfræðingur (rannsóknalektor) við Lagastofnun Háskóla Íslands . Skoðanir, sem settar eru fram í þessari grein, eru mínar og þurfa ekki að endurspegla viðhorf Lagastofnunar Háskóla Íslands . Staða mín við Lagastofnun hefur verið fjármögnuð með tveim samstarfssamningum Lagastofnunar og Lands sam- bands íslenskra útvegsmanna . Fyrri samstarfssamningurinn gilti frá 1 . ágúst 2006 til 31 . júlí 2009 en sá síðari gildir frá 1 . ágúst 2009 til 31 . júlí 2012 . Síðari samstarfssamningurinn er aðgengilegur á heimasíðu Háskóla Íslands . Um störf mín, m .a . rannsóknir, gilda viðeigandi laga– og siðareglur um akademíska starf smenn Há- skóla Íslands . Vorið 2009 fékk ég styrk að fjárhæð 1 .000 þús . kr . úr sjóðnum Rannsóknarstyrkir Bjarna Bene- dikts sonar til að sinna doktorsnámi mínu við lagadeild Háskóla Íslands .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.