Þjóðmál - 01.09.2011, Side 25

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 25
 Þjóðmál HAUST 2011 23 þorski, ýsu, ufsa og steinbít .10 Hvað aðrar tegundir varðar er byggt á því að 15 árum liðnum frá gildistöku frumvarpsins hafi 15% af heildarkvóta þessara tegunda, mælt í þorskígildistonnum, verið fært til hinna ýmsu hluta félagslegu pottanna .11 Reiknað er með að komið verði á kvótaþingi þar sem aflaheimildir í leiguhluta verði boðnar upp á grundvelli reglna sem ráðherra setur .12 Í frumvarpinu er að meginstefnu gert ráð fyrir að framsal aflahlutdeilda sé bannað og veðsetning fiskveiðiréttinda, með beinum og óbeinum hætti, í heild eða hluta, verði óheimil .13 Framsal aflamarks verður takmarkað verulega í samanburði við gildandi reglur um efnið .14 Ólíkt því sem nú er leyft verður bannað að framselja afla heim- ildir úr „stóra“ kvótakerfinu“ í „litla“ kerfið . Strangari skilyrði verða sett fyrir því að útgerðarfyrirtæki starfi saman, þ .e . reglum um svokallaða hámarksaflahlutdeild verður breytt á þann veg að stjórnvöld hafi rýmri heimildir til að koma í veg fyrir samþjöppun eignarhalds á aflahlutdeildarskipum, þ .m .t . að aðilar, sem eiga náið samstarf saman, ráði samanlagt yfir aflaheimildum umfram tiltekin mörk .15 Jafnframt er lagt til að reiknigrunni veiði- gjaldsins verði breytt og álagningarstigið hækki eða verði 19% . Nokkuð flóknar og sérstakar reglur eiga svo að gilda um ráðstöfun veiðigjaldsins en 50% teknanna af veiðigjaldinu eiga að renna í ríkissjóð, 30% til tiltekinna sveitarfélaga og 20% til að „efla nýsköpun, rannsóknir og þróun ásamt sameiginlegum markaðsmálum í íslensk- um sjávarútvegi“ .16 Reiknað er með að nýta 10 Sjá 7 .–10 . mgr . 3 . gr . frumvarpsins . 11 Veita á stjórnvöldum opna heimild til að setja nán - ari reglur um efnið, sbr . 6 . mgr . 3 . gr . frumvarps ins . 12 Sjá 13 . mgr . 3 . gr . frumvarpsins . 13 Sjá 7 . og 8 . gr . frumvarpsins . 14 Sjá 19 . gr . frumvarpsins . 15 Sjá 4 . tl . lokamálsgreinar 17 . gr . frumvarpsins . 16 Sjá nánar 28 . gr . frumvarpsins . megi tekjur af veiðigjaldi svo að ríkissjóður, eða eftir atvikum sveitarfélög, geti nýtt sér svokallaðan forleigurétt, þ .e . rétt til að ganga inn í samninga um framsal aflahlutdeilda þannig að hið opinbera eignist þessi verðmæti og geti eftir atvikum selt á uppboði eða ráðstafað með öðrum hætti .17 Athyglisvert er að ef stjórnvöld beita for leiguréttinum eru þau ekki endilega bund in af samningsverði þar sem ráðherra á fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs að gefa út við miðunarverð á aflaheimildum . Nýti stjórnvöld forleiguréttinn greiða þau það verð sem lægra er, þ .e . annaðhvort samn- ings verðið eða viðmiðunarverðið . Með þessu verður komið á eins konar opinberri verð stjórn á aflaheimildum . Samantekt — meginstef stóra kvótafrumvarpsins Samandregin eru meginstef stóra kvóta-frumvarpsins eftirfarandi: Tryggja á opinbert eignarhald á fisk-• veiðiauðlindinni og í reynd einnig á fisk veiðiréttindum . Vernda á auðlindina með heildar kvóta-• ákvörðunum en þó geta stjórnvöld gripið til „jafngildra“ verndarráðstafana . Framselja á umtalsvert vald til stjórn -• valda svo að þau geti metið á hverjum tíma hvernig ná eigi tilteknum pólitísk- um markmiðum . Samningar við núverandi handhafa afla-• heimilda verða til 15 ára með mögulegri framlengingu til 8 ára en eigi að síður á að halda áfram að færa aflaheimildir frá einum útgerðarflokki til þess næsta . Að tilteknum tíma liðnum verða afla-• heimildir í hinum félagslegu kvóta pott- um nokkuð hátt hlutfall af heildar kvóta allra tegunda . 17 Sjá ákvæði VI til bráðabirgða .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.