Þjóðmál - 01.09.2011, Page 26

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 26
24 Þjóðmál HAUST 2011 Með ýmsum hætti verða aflaheimildir • færðar til ríkisins svo að það geti selt þær á uppboði . Framsal aflahlutdeildar verður að megin-• stefnu bannað og framsal aflamarks tak- markað verulega . Óheimilt verður að framselja aflaheim-• ildir úr stóra kvótakerfinu í það litla . Bann við veðsetningu fiskveiðiréttinda • verður að meginreglu og gert er ráð fyrir að þessi bannregla taki gildi með tíð og tíma gagnvart núverandi handhöfum aflaheimilda/krókaaflaheimilda og þeim sem lánað hafa þeim fjármagn með veði í afla- og krókaaflahlutdeildarskipum . Strangari takmarkanir verða settar á • sam þjöppun eignarhalds fiskiskipa, m .a . með tilliti til þess hvaða aðilar geti haft með sér náið samstarf . Veiðigjaldið verður hækkað úr 13,3% í • 19% . Koma skal á eins konar opinberri verð-• stjórn á aflaheimildum með reglum um forleigu rétt hins opinbera á afla hlut- deildum . Athugasemdir og hugleiðingar Það kom mér á óvart, við lestur hins minna kvótafrumvarps, hversu margir og alvarlegir lagatæknilegir gallar voru á því en efnisgreinar þess eru eingöngu sjö . Miðað við efni hins stóra kvótafrumvarps eru hlut- fallslega færri gallar af þessu tagi þar . Þrátt fyrir það eru að sumu leyti sömu ágallar á stóra kvótafrumvarpinu og á því litla, sjá t .d . ákvæðið um byggðakvótann (14 . gr .) og lokamálsgrein 25 . gr . frumvarpsins um framsal valds til ráðherra sem heim- ilar honum að lækka álagningarstig veiði- gjaldsins .18 Einnig er það furðuleg villa í frum varpinu að hvergi er skilgreint hversu 18 Til nánari skýringar á þessum aðfinnslum vísa ég til áðurnefndrar umsagnar minnar um minna kvótafrumvarpið . mörg þorskígildistonn eigi að lágmarki að renna til strandveiðihlutans (sjá 5 . og 11 . mgr . 3 . gr . og 1 . mgr . 10 . gr .) . Annmarkar af þessu tagi gefa til kynna að ekki hafi verið vandað til verka við undirbúning og samningu stóra kvótafrumvarpsins .19 Í stóra kvótafrumvarpinu er víða gengið langt í að auka valdheimildir stjórnvalda og það iðulega án þess að skilgreina með hvaða hætti þessum valdheimildum eru sett takmörk . Þessi nálgun býður þeirri hættu heim að lögmætisregla stjórnsýsluréttar verði brotin við úrlausn einstakra mála og að gengið verði of langt í að takmarka réttindi borgaranna á grundvelli reglugerða í stað settra laga frá Alþingi .20 Stjórnvöld settu á laggirnar hóp sér fræð- inga á sviði fiskveiðistjórnar (í hópnum voru fyrst og fremst hagfræðingar) sl . vor, m .a . til að meta hagræn áhrif stóra kvóta- frumvarpsins . Niðurstaða hópsins var sú að frumvarpið myndi draga verulega úr hag- kvæmni kvótakerfisins .21 Samkvæmt þessu má ætla að margir aðilar muni glata fjár- hags legum verðmætum verði frum varpið 19 Í þessu samhengi skal á það bent að núverandi stjórnarflokkar eða forverar þeirra voru í ríkisstjórn þegar lög um stjórn fiskveiða nr . 38/1990 voru samþykkt vorið 1990 . Lengst af á tímabilinu 1991–2009 voru flokkarnir í stjórnarandstöðu en þeir höfðu starfað saman í ríkisstjórn í tvö ár áður en stóru og litlu kvótafrumvörpin voru lögð fram vorið 2011 . Með hliðsjón af þessu skorti ekki tímann fyrir þessar stjórnmálahreyfingar til að móta skýra og glögga löggjöf um það stjórnkerfi fiskveiða sem þær vildu að ætti að gilda á Íslandi . 20 Í þessu sambandi mætti t .d . nefna þá frumvarps- tillögu að í stað ákvarðana um heildarkvóta geti ráðherra gripið til jafngildra ráðstafana í því skyni að tryggja að veiðar fari fram með sjálfbærum og ábyrgum hætti . Þessar ráðstafanir eru ekki skilgreindar í lögunum og ekki er að finna tillögur að lagareglum um hver verði réttarstaða borgaranna ef til þessara „jafngildra ráðstafana“ verði gripið . 21 Skýrslu hópsins er hægt að nálgast á http://www .sjavarutvegsraduneyti .is/media/2011/ grg_hagraen_ahrif .pdf, síðast skoðuð 23 . ágúst 2011 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.