Þjóðmál - 01.09.2011, Page 36

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 36
34 Þjóðmál HAUST 2011 Benedikt Jóhannesson Úti er ævintýri Sagan af fjölmiðlaútrás Baugs Nú eru bráðum þrjú ár frá því að ís-lenskt efnahagslíf hrundi . Eftir því sem tímar líða verður auðveldara en áður að átta sig á því hvernig kaupin gerðust á eyri íslensks atvinnulífs . Nauðsynlegt er að horfa um öxl og rifja upp hvernig sagan var í raun og veru . Sumir eru þegar farnir að endur- skrifa söguna og vilja fegra sinn hlut . Sumt vilja menn að gleymist og annað er dregið fram, þó að það hafi aldrei gerst . Sum mál voru svo stór að þeim verða ekki gerð skil nema í heilum bókum, önnur voru smærri . Hér verður sagt frá „ævintýri“ sem var lítið miðað við allt það sem á gekk, en þætti risastórt dytti einhverjum slíkt í hug núna . Þegar svonefnd útrás íslenskra fyrirtækja stóð sem hæst var henni oft líkt við herför víkinga . Að vísu má skipta slíkum fjárfestingum í tvennt: Annars vegar kaup á fyrirtækjum eða rekstri þar sem eigendur gerðu lítið til þess að auglýsa sig og hins vegar viðskipti sem hafa verið í nánast stöðugu kastljósi fjölmiðla . Í október 2006 var sett af stað rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands „þar sem velgengni í útrás íslenskra fyrirtækja er könnuð“ . Snjólfur Ólafsson prófessor hélt í maí 2007 fyrirlesturinn „Tilgátur um helstu ástæður góðs árangurs útrásarfyrirtækjanna“ . Ekki var því neinn vafi í huga vísindamannanna sem að athuguninni stóðu að vel hefði tekist til almennt, þó að auðvitað segi það ekki til um velgengni í einstökum verk efn- um . Rannsóknarverkefnið var bara að skilja hvers vegna svo vel gengi almennt . Eitt útrásarverkefni, sem átti sér ákveðið upphaf og endi, var fjölmiðlaútgáfa fyrirtækja Baugs erlendis . Það einkenndi vinnubrögðin erlendis að byrjað var með miklum hroka . Nú væru komnir menn sem hvorki skorti vit né fé . Fréttablaðið á Íslandi var óspart not- að í þágu eigandans . Ef til vill átti að leika sama leikinn í Danmörku þar sem ekki var alltaf talað af tilhlýðilegri virðingu um hina ís lensku kaupsýslumenn . Kaupin í Englandi virðast hafa verið gerð til þess eins að spila á hluta bréfa mark aðinn á Íslandi með því að kaupa fyrirtæki sem var í annars konar rekstri . Engin haldbær skýring er á því hvers vegna farið var út í útgáfu í Boston í Banda- ríkj unum . Fyrrverandi stjórnar for mað ur útgáfunnar líkti sögunni í blaða við tölum við ævintýri sem ekki hefði farið vel . Í frásögn inni hér á eftir er ævintýrið rakið og að mestu farið eftir fréttum af mbl.is og úr Morgunblaðinu . Forsagan Árið 2002 reistu Baugur eða fyrirtæki honum tengd Fréttablaðið úr gjald-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.