Þjóðmál - 01.09.2011, Page 39

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 39
 Þjóðmál HAUST 2011 37 sem þá hafði yfirumsjón með fjölmiðlafyrir- tækjum Baugs, frá því að gengið hefði verið frá samn ingi um að selja stjórn enda- teymi BostonNOW hlut Baugs í blaðinu en lengi hefðu farið fram viðræður um að sameina blaðið öðrum frí blöðum í borginni . Aðeins þremur dögum seinna kom fram að stjórnenda teymið hefði hætt við og útgáfu blaðsins hefði verið hætt . Þórdís sagði í samtali við mbl.is að þetta hefði komið Baugs- mönnum í opna skjöldu . Skýringar Russells Perga ments, fram kvæmda stjóra blaðsi ns, að um væri að kenna versnandi efna hags ástandi á Íslandi, væru út í hött . Fleiri en klikkaðir Íslendingar Í byrjun árs 2008 var ljóst að vilji og geta Baugs til þess að halda úti blaði í Danmörku hafði minnkað mikið . Leitað var að lausnum . Í slíkum tilvikum er oft sagt að eina leiðin sé að finna einhvern annan til þess að sitja uppi með Svarta-Péturinn . Það tókst . Í janúar 2008 bárust af því fregnir að unnið væri hörðum höndum að því að finna nýja eigendur að Nyhedsavisen . Morten Lund, danskur fjárfestir, keypti þá 51% í félaginu á krónu að sögn Jyllandsposten . Á móti kæmi, að Íslendingarnir hefðu gert samning við nýja eigendur um að fá tiltekinn hluta af væntanlegum hagnaði blaðsins . Þórdís Sigurðardóttir sagði þetta fjarri lagi . Ný stefna blaðsins var „að jafnvægi kom- ist á í rekstri Nyhedsavisen í Danmörku í nóvember á þessu ári (2008) eftir mikinn taprekstur frá því blaðið kom fyrst út í október 2006 . Auglýsingaverð verður tvö- faldað og stefnt er að því að fjölga föstum lesendum úr um 540 þúsund í um 800 þúsund á dag án þess að auka upplag blaðsins, sem er 525 þúsund eintök .“ Einhverjir hefðu talið að þetta væru ekki mjög raunhæf markmið enda kom það á daginn . Taprekstur á mánuði var um þessar mundir 30 til 40 milljónir danskra króna . „Þetta staðfestir að fleiri en einhverjir klikkaðir Íslendingar hafa trú á þessu,“ sagði Troels Mylenberg, danskur sér fræð ingur í fjölmiðlarannsóknum, um þá ákvörð un Mort ens Lund að kaupa 51% hlut í Dagsbrun Group sem gaf út frí blaðið Nyheds avisen . Þann 22 . apríl 2008 var viðtal við Gunnar Smára Egilsson í Berlingske Tid ende. Hann sagði m .a .: „Það verður nokkrum fríblöðum lokað en það þýðir ekki, að hugmyndafræðin á bak við blöðin sé röng .“ Gunnar Smári sagði að hann hefði sjálfur tekið þá ákvörðun að hætta störfum hjá Dagsbrun Media . Hann hefði fengið áhuga á nýjum hlutum, væri í leyfi og íhugaði hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur . Í sama blaði sagði Morten Lund, nýr aðal eig andi Dagsbrun Media, að Gunnar Smári væri ótrúlegur hugmynda- smiður og í raun fað ir hugmyndafræðinnar á bak við Nyhedsavisen . Í byrjun september 2008 var rætt við Þór dísi Sigurðardóttur og Gunnar Smára eftir að útgáfu Nyhedsavisen hafði verið hætt . Þór dís sagði: „Þetta fór öðru vísi en við gerðum ráð fyrir, en það enda víst ekki öll ævintýri vel .“ Ekki liggur fyrir hvert endan- legt tap Stoða verður, en að sögn Þórdísar veitti félagið alls 450 milljónum DKK í reksturinn . Þórdís sagðist þó vonast til að eitthvað af láns fénu fengist til baka í gegn- um veð sem Stoðir ættu í eignum Lunds . Gunnar Smári sagði: „Ég tel að þetta sé vegna samdráttar á efnahagsmarkaði og aug- lýs ingamarkaði .“ Morten Lund sagðist á bloggsíðu sinni vera orðinn blankur eftir aðkomu sína að útgáfu Nyhedsavisen . Hann hefði eytt 105 milljónum danskra króna, sem hann hefði tekið að láni . „Afar slæm ákvörðun,“ sagði Lund . „Þið getið sagt að ég sé heimskur og óáreiðanlegur, það er í lagi, ég klúðraði málunum . Ég axla alla ábyrgðina . Þetta voru mínir peningar og allt það fé sem ég hafði aðgang að .“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.