Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 39

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 39
 Þjóðmál HAUST 2011 37 sem þá hafði yfirumsjón með fjölmiðlafyrir- tækjum Baugs, frá því að gengið hefði verið frá samn ingi um að selja stjórn enda- teymi BostonNOW hlut Baugs í blaðinu en lengi hefðu farið fram viðræður um að sameina blaðið öðrum frí blöðum í borginni . Aðeins þremur dögum seinna kom fram að stjórnenda teymið hefði hætt við og útgáfu blaðsins hefði verið hætt . Þórdís sagði í samtali við mbl.is að þetta hefði komið Baugs- mönnum í opna skjöldu . Skýringar Russells Perga ments, fram kvæmda stjóra blaðsi ns, að um væri að kenna versnandi efna hags ástandi á Íslandi, væru út í hött . Fleiri en klikkaðir Íslendingar Í byrjun árs 2008 var ljóst að vilji og geta Baugs til þess að halda úti blaði í Danmörku hafði minnkað mikið . Leitað var að lausnum . Í slíkum tilvikum er oft sagt að eina leiðin sé að finna einhvern annan til þess að sitja uppi með Svarta-Péturinn . Það tókst . Í janúar 2008 bárust af því fregnir að unnið væri hörðum höndum að því að finna nýja eigendur að Nyhedsavisen . Morten Lund, danskur fjárfestir, keypti þá 51% í félaginu á krónu að sögn Jyllandsposten . Á móti kæmi, að Íslendingarnir hefðu gert samning við nýja eigendur um að fá tiltekinn hluta af væntanlegum hagnaði blaðsins . Þórdís Sigurðardóttir sagði þetta fjarri lagi . Ný stefna blaðsins var „að jafnvægi kom- ist á í rekstri Nyhedsavisen í Danmörku í nóvember á þessu ári (2008) eftir mikinn taprekstur frá því blaðið kom fyrst út í október 2006 . Auglýsingaverð verður tvö- faldað og stefnt er að því að fjölga föstum lesendum úr um 540 þúsund í um 800 þúsund á dag án þess að auka upplag blaðsins, sem er 525 þúsund eintök .“ Einhverjir hefðu talið að þetta væru ekki mjög raunhæf markmið enda kom það á daginn . Taprekstur á mánuði var um þessar mundir 30 til 40 milljónir danskra króna . „Þetta staðfestir að fleiri en einhverjir klikkaðir Íslendingar hafa trú á þessu,“ sagði Troels Mylenberg, danskur sér fræð ingur í fjölmiðlarannsóknum, um þá ákvörð un Mort ens Lund að kaupa 51% hlut í Dagsbrun Group sem gaf út frí blaðið Nyheds avisen . Þann 22 . apríl 2008 var viðtal við Gunnar Smára Egilsson í Berlingske Tid ende. Hann sagði m .a .: „Það verður nokkrum fríblöðum lokað en það þýðir ekki, að hugmyndafræðin á bak við blöðin sé röng .“ Gunnar Smári sagði að hann hefði sjálfur tekið þá ákvörðun að hætta störfum hjá Dagsbrun Media . Hann hefði fengið áhuga á nýjum hlutum, væri í leyfi og íhugaði hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur . Í sama blaði sagði Morten Lund, nýr aðal eig andi Dagsbrun Media, að Gunnar Smári væri ótrúlegur hugmynda- smiður og í raun fað ir hugmyndafræðinnar á bak við Nyhedsavisen . Í byrjun september 2008 var rætt við Þór dísi Sigurðardóttur og Gunnar Smára eftir að útgáfu Nyhedsavisen hafði verið hætt . Þór dís sagði: „Þetta fór öðru vísi en við gerðum ráð fyrir, en það enda víst ekki öll ævintýri vel .“ Ekki liggur fyrir hvert endan- legt tap Stoða verður, en að sögn Þórdísar veitti félagið alls 450 milljónum DKK í reksturinn . Þórdís sagðist þó vonast til að eitthvað af láns fénu fengist til baka í gegn- um veð sem Stoðir ættu í eignum Lunds . Gunnar Smári sagði: „Ég tel að þetta sé vegna samdráttar á efnahagsmarkaði og aug- lýs ingamarkaði .“ Morten Lund sagðist á bloggsíðu sinni vera orðinn blankur eftir aðkomu sína að útgáfu Nyhedsavisen . Hann hefði eytt 105 milljónum danskra króna, sem hann hefði tekið að láni . „Afar slæm ákvörðun,“ sagði Lund . „Þið getið sagt að ég sé heimskur og óáreiðanlegur, það er í lagi, ég klúðraði málunum . Ég axla alla ábyrgðina . Þetta voru mínir peningar og allt það fé sem ég hafði aðgang að .“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.