Þjóðmál - 01.09.2011, Page 42

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 42
40 Þjóðmál HAUST 2011 um tilfellum geta ólögráða aðilar seinna orðið lögráða og fengið yfirráð yfir eign- um sínum . En það geta hinir „þjóðlegu eigendur“ aldrei frekar en persóna, sem svipt hefur verið lög ræði ævi langt, vegna mikils og varanlegs vanþroska . Ljóst er hér er reynt að lappa upp á meiriháttar klúður . Eini munurinn á „þjóðareign“ og ríkis- eign sam kvæmt reglu auðlindanefndar er sá, að ríkið má ekki selja þær fyrrnefndu til kjós enda . Þeir eru þó kallaðir eigendur og eru hinir raunverulegu valdhafar landsins en hafa falið Alþingi í kosningum að fara með vald sitt . Er tilgangurinn að draga lýðræðis- legt vald undan kjósendum landsins? Er þetta nægileg ástæða til að framkvæma stærstu eignaupptöku Íslandssögunnar? Þjóð Að undanförnu hefur mikið borið á ofnotkun orðsins „þjóð“ . Með því er verið að skapa yfirskilvitlegt vald, sem almenningur nær ekki til . Öllum þykir vænt um þjóð sína . Það deilir enginn við þjóðina . Þjóðin hefur ekki rangt fyrir sér . Hún veit best . Þjóðin hefur síðasta orðið . En með hinu upphafna tali um þjóðina er í reynd verið að koma málum undan lýðræðislegum umræðum kjósenda . Engir báru þjóðina meir fyrir sig en þeir félagar Hitler „das Volk“ og Stalín „narod“ . Engir tveir menn hafa böðlast meira á þjóðum sínum en þessir tveir, nema ef vera skyldi Mao og hafa þó margir komist langt . Þótt víðsfjarri sé að tekið hafi á sig jafn skaðsamlega mynd, góðu heilli, þá er misnotkunin á orðinu þjóð einnig að verða að áróðurskenndu lýðskrumi í æ ríkari mæli hér á landi . Þegar talað er um þjóð, þjóðkjörinn eða vilja þjóðarinnar er átt við meirihluta þeirra sem hafa kosningarétt til Alþingis . Íslendingar eru nú um 320 þús . manns . Kosningabærir landsmenn eru 240 þús . +/-5% . 80 þúsund íbúanna hafa ekki kosn ingarétt en eru samt hluti af þjóðinni . Ef niðurstaða kosningar um tiltekið mál er nokkuð jöfn, t .d . 121 þúsund kjósenda með en 119 þúsund á móti ræður vilji aðeins 38% hluta þjóðarinnar úrslitum . Í þessu dæmi er miðað við 100% kjörsókn . Menn skyldu því nota orðið þjóð og þjóðarvilji varlega og í hófi . Eignarréttur Eignarrétturinn er varinn af stjórn ar-skránni sem grundvallarmannréttindi . Hann er óaðskiljanlegur hluti þeirrar heildar sem felst í samanlögðum mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar er hafa þann tilgang að veita einstaklingum svigrúm til að lifa frjálsu lífi . Eignarrétturinn er ekki einungis vernd efnislegra gæða heldur snýst hann einnig um persónuvernd . Eng in mannréttindi eru öðrum æðri . Öll mannréttindi ber að skoða sem órofa heild, ætlaða mönnum einum . Þar af leiðir að ríkið hefur ekki eignarréttindi þótt það nýti vissar heimildir sem styðjast við eignar rétt . Opinberar eignir falla ekki undir eignarrétt heldur stjórnsýslurétt . Á sama hátt getur þjóð sem heild ekki haft mann réttindi, því slíkt myndi veikja rétt einstaklinganna . Óhugsandi væri t .d . að veita sveitarfélagi kosningarétt til Alþingis fyrir hönd íbúa sinna . Mannréttindi eru óað skiljan legur réttur einstaklinganna og því óframseljanleg . Þjóðareignarréttur er markleysa . Ríkis- eignir eru eignir, sem teknar eru af mark- aði til lengri eða skemmri tíma . Eignir, sem hvorki eru einkaeignir, né undir stjórnsýslu hins opinbera, eru almenningar, sem falla undir fullveldisrétt ríkisins . Á 20 . öldinni litu sumir á þessi mann- réttindi sem mistök sem ætti að afnema

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.