Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 42

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 42
40 Þjóðmál HAUST 2011 um tilfellum geta ólögráða aðilar seinna orðið lögráða og fengið yfirráð yfir eign- um sínum . En það geta hinir „þjóðlegu eigendur“ aldrei frekar en persóna, sem svipt hefur verið lög ræði ævi langt, vegna mikils og varanlegs vanþroska . Ljóst er hér er reynt að lappa upp á meiriháttar klúður . Eini munurinn á „þjóðareign“ og ríkis- eign sam kvæmt reglu auðlindanefndar er sá, að ríkið má ekki selja þær fyrrnefndu til kjós enda . Þeir eru þó kallaðir eigendur og eru hinir raunverulegu valdhafar landsins en hafa falið Alþingi í kosningum að fara með vald sitt . Er tilgangurinn að draga lýðræðis- legt vald undan kjósendum landsins? Er þetta nægileg ástæða til að framkvæma stærstu eignaupptöku Íslandssögunnar? Þjóð Að undanförnu hefur mikið borið á ofnotkun orðsins „þjóð“ . Með því er verið að skapa yfirskilvitlegt vald, sem almenningur nær ekki til . Öllum þykir vænt um þjóð sína . Það deilir enginn við þjóðina . Þjóðin hefur ekki rangt fyrir sér . Hún veit best . Þjóðin hefur síðasta orðið . En með hinu upphafna tali um þjóðina er í reynd verið að koma málum undan lýðræðislegum umræðum kjósenda . Engir báru þjóðina meir fyrir sig en þeir félagar Hitler „das Volk“ og Stalín „narod“ . Engir tveir menn hafa böðlast meira á þjóðum sínum en þessir tveir, nema ef vera skyldi Mao og hafa þó margir komist langt . Þótt víðsfjarri sé að tekið hafi á sig jafn skaðsamlega mynd, góðu heilli, þá er misnotkunin á orðinu þjóð einnig að verða að áróðurskenndu lýðskrumi í æ ríkari mæli hér á landi . Þegar talað er um þjóð, þjóðkjörinn eða vilja þjóðarinnar er átt við meirihluta þeirra sem hafa kosningarétt til Alþingis . Íslendingar eru nú um 320 þús . manns . Kosningabærir landsmenn eru 240 þús . +/-5% . 80 þúsund íbúanna hafa ekki kosn ingarétt en eru samt hluti af þjóðinni . Ef niðurstaða kosningar um tiltekið mál er nokkuð jöfn, t .d . 121 þúsund kjósenda með en 119 þúsund á móti ræður vilji aðeins 38% hluta þjóðarinnar úrslitum . Í þessu dæmi er miðað við 100% kjörsókn . Menn skyldu því nota orðið þjóð og þjóðarvilji varlega og í hófi . Eignarréttur Eignarrétturinn er varinn af stjórn ar-skránni sem grundvallarmannréttindi . Hann er óaðskiljanlegur hluti þeirrar heildar sem felst í samanlögðum mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar er hafa þann tilgang að veita einstaklingum svigrúm til að lifa frjálsu lífi . Eignarrétturinn er ekki einungis vernd efnislegra gæða heldur snýst hann einnig um persónuvernd . Eng in mannréttindi eru öðrum æðri . Öll mannréttindi ber að skoða sem órofa heild, ætlaða mönnum einum . Þar af leiðir að ríkið hefur ekki eignarréttindi þótt það nýti vissar heimildir sem styðjast við eignar rétt . Opinberar eignir falla ekki undir eignarrétt heldur stjórnsýslurétt . Á sama hátt getur þjóð sem heild ekki haft mann réttindi, því slíkt myndi veikja rétt einstaklinganna . Óhugsandi væri t .d . að veita sveitarfélagi kosningarétt til Alþingis fyrir hönd íbúa sinna . Mannréttindi eru óað skiljan legur réttur einstaklinganna og því óframseljanleg . Þjóðareignarréttur er markleysa . Ríkis- eignir eru eignir, sem teknar eru af mark- aði til lengri eða skemmri tíma . Eignir, sem hvorki eru einkaeignir, né undir stjórnsýslu hins opinbera, eru almenningar, sem falla undir fullveldisrétt ríkisins . Á 20 . öldinni litu sumir á þessi mann- réttindi sem mistök sem ætti að afnema
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.