Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 43

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 43
 Þjóðmál HAUST 2011 41 (kommúnistar) eða óæskilegur fylgifiskur með stjórnarskránni sem þyrfti að draga sem mest úr (kratar og samvinnumenn) . Á árunum 1930–1960 ríktu meiri höft á frelsið hér á landi en víðast hvar í Vestur-Evrópu . Aðrir litu á aukin mannréttindi einstakl- inga sem framhald af sjálfstæðisbaráttu Íslend inga (Jónas H . Haralz, hagfræðingur og fyrrv . bankastjóri) . Kvótadeilurnar H in almenna regla stjórnarskrárinnar og vernd eignarréttarins er sú að það sem menn kaupa er ekki hægt að taka af þeim án þess að endurgreiða þeim kaup­ verðið eða fullt bótaverð hinnar keyptu eignar. Þetta er regla réttarríkisins . „Að innkalla og endurselja kvótana er í raun ómerkilegur þjófnaður“ (Þráinn Eggertsson prófessor) . Flóknara er þetta nú ekki . Hinar miklu deilur um kvótamálin byggjast á því að yfirvöld eru að reyna að komast í kring um þessa reglu . Hvernig dettur mönnum í hug að láta grundvöll a .m .k . sjö hundruð fyrirtækja, 30 þús . starfa og 590 milljarða fjárfestingu, aðalút- flutnings landsins, hanga í lausu lofti? Eins og hér hefur verið leitast við að út- skýra og rökstyðja, liggja rætur deil unnar í merkingarlausri lagagrein í fisk veiði stjórn- unar lögum, sem næst lægi við að heim færa undir kommúnistíska draumóra . Umrædd lagagrein, 1 . gr . fiskveiði stjórn- arlaganna, er ómarkviss og skaðleg en þó fyrst og fremst út í hött . Karl Marx vildi afnema eignarréttinn og sagði að atvinnurekendur og eigendur hefðu stolið eignunum Þess vegna tóku komm- únistaríkin eignir af mönnum bótalaust . Hart er að þurfa að horfast í augu við að hugmyndir kvótaandstæðinga eru sömu ættar . Þeir segja hástöfum að kvótaeigendur hafi stolið kvótanum og eigi að skila honum aftur eins og hverju öðru þýfi . Þeir vilja afnema eignarréttinn á veiðiheimildum og setja fiskveiðar undir stjórnsýslu ríkisins . „Útgerðarmenn verða leiguliðar ríkisins með leigusamningi sem mest getur numið átta árum þegar fram í sækir og gæti vel orðið skemmri“ (Ragnar Árnason prófessor) . Fyrning — afskriftir — uppboðsleið A llir menn, sem taka starf sitt alvarlega, gera sér ljóst að þetta er ekki hægt, sbr . skýrslu sérfræðinganefndar sjávar út- vegsráðuneytisins um „stóra kvóta frum- varpið“ . Mannleg dómgreind flæk ist fyrir . Hvers vegna skyldu reglur fjár muna rétt- arins ekki gilda um viðskipti með kvóta eins og önnur viðskipti? Reglur hans eru skýrar og reynsla af þeim löng . Hugsum okkur kvóta eins og bújarðir . Enginn getur hafið búskap nema eignast eða leigja býli . Enginn fær bújörð úthlutað ókeypis sem annar bóndi á . Menn segja að ekki sé hægt að kaupa rétt til að veiða óveiddan fisk í sjónum . Eru kaup á bújörð nokkuð annað en kaup á ósprottu grasi? Öll viðskipti manna snúa að framtíðinni, ekki núinu eða fortíðinni . Fyrning er annað orð yfir afskriftir . Menn afskrifa, sem jafngildi kostnaðar, eignir í fyrirtækjum vegna slits og annarrar rýrn- unar . Þeir mynda fyrningarsjóð í fyrir tæk- inu til að endurnýja hlutinn með viðhaldi eða kaupum á nýrri eign í stað þeirrar gömlu . Fyrningin heldur áfram að vera eign fyrirtækisins, sem fyrnir hana . Samkvæmt hugmyndum ríkisstjórnar- inn ar á að afskrifa kvóta á 20 árum eða 5% á ári . (Fyrning kvóta er nú bönnuð í lögum þar sem talið er að eignin endurnýi sig sjálf .) En afskriftirnar eiga ekki að fara í afskriftasjóð fyrirtækisins heldur til þriðja aðila, ríkisins . Hér er um grímulausa eigna- upptöku að ræða, sem telja verður að ríkið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.