Þjóðmál - 01.09.2011, Side 57

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 57
 Þjóðmál HAUST 2011 55 Kremlverja til þeirra, eftir að skjala söfn opnuðust í Moskvu . Margt er þar þó enn lokað og verður sennilega seint aðgengilegt, til dæmis gögn öryggislögreglunnar . Ég skýri líka frá því í bók minni, hvað vitað er um erindrekstur Kremlverja á Íslandi, meðal annars frá Oleg Gordíevskíj, sem starfaði fyrir KGB . Beinir styrkir segja þó ekki allt . Íslenskir sósíalistar þáðu líka óbeina styrki . Til dæmis fóru á sjötta og sjöunda áratug um 8–10 menn árlega á vegum Sósíalistaflokksins boðsferðir til Ráðstjórnarríkjanna, böðuðu sig í sól við Svartahaf, hlustuðu á ræður um friðarvilja Kremlverja og bergmáluðu þær síðan heima á Íslandi . Hið sama er að segja um „pólitíska pílagríma“ — eins og slíkir ferðalangar eru iðulega kallaðir — til Kína og annarra kommúnistaríkja . Ein undantekning var þó frá reglunni . Það var, þegar þeir Steinn Steinarr og Agnar Þórðarson voru boðnir ásamt öðrum menntamönnum til Ráðstjórnarríkjanna sumarið 1956 . Eftir það sögðu þeir, sem satt var, að bersýnilega væri andlegt frelsi afar takmarkað þar eystra . Eru óborganlegar sögur til af Bjarmalandsför þeirra, eins og lesa má um í bók minni . Enn lifa þau mögnuðu ljóð, sem Steinn orti að lokinni för, og eins eru þrjár minningabækur Agnars skær aldarspegill . Myndina úr ferðinni hér að ofan fékk ég hjá syni Agn ars, Sveini . Íslensku mennta- mennirnir taka á móti blómum, þegar þeir koma á hvíldar heim ili rithöfunda við Svarta- haf . Í Stein Steinarr grillir lengst til vinstri, en hjá honum standa Jón Bjarnason, blaða- maður Þjóðviljans, og Galína, rússneskur túlkur gestanna . Fremst stend ur Agnar Þórðarson, en lengst til hægri er Hall grímur Jónasson kennari . Þeir Jón og Hallgrím ur voru dyggir stalínistar . Þeir sáu hið sama og Steinn og Agnar, en horfðust ekki í augu við það, heldur litu undan . Pólitískir pílagrímar . Nokkrir íslenskir menntamenn í boðsferð til Ráðstjórnarríkjanna sumarið 1956 . Lengst til vinstri er Steinn Steinarr, en við hlið hans eru Jón Bjarnason (fyrir framan) og rússneski túlkurinn Galína (fyrir aftan) . Fremst er Agnar Þórðarson, en lengst til hægri Hall grímur Jónasson .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.