Þjóðmál - 01.09.2011, Side 74

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 74
72 Þjóðmál HAUST 2011 tungumál . Þar njóta þeir þess vitaskuld að móðurmál þeirra er heimsmál, en hitt vegur þó þyngra að margir þeirra eru afbragðs rithöfundar og fræðimenn og bækur þeirra eiga einfaldlega erindi við áhugafólk um sögu í flestum heimshornum . Á 5 . og 6 . áratug 20 . aldar, og reyndar lengur, var A .J .P . Taylor, kennari í sagnfræði við Magdalen College í Oxford, vafalítið kunn astur allra breskra sagnfræðinga . Hann var afburða snjall rithöfundur og skrifaði jöfnum höndum um breska og evrópska sögu . Hann samdi fjölmörg rit, einkum um sögu Evrópu á 19 . öld og fyrri hluta 20 . aldar, og varð heimskunnur fyrir . Hann var einnig í hópi þekktustu sjónvarpsmanna á Bretlandseyjum og frægur fyrir að flytja langa sjónvarpsfyrirlestra um ýmis efni í sögu Evrópu, ávallt blaðalaust . Taylor hafði mikil áhrif á nemendur sína sem margir fetuðu í fótspor hans . Á 5 . og 6 . áratugnum voru í nemendahópi hans nokkrir ungir menn, sem allir fóru í slóð meistarans, hafa skrifað miklar og góðar bækur um breska og erlenda sögu og eru þekktir af verkum sínum víða um heim . Þar ber fyrstan að nefna Martin Gilbert . Hann hefur skrifað og gefið út nærfellt níutíu bækur en er þekktastur fyrir fjölbinda ævisögu Winstons Churchill . Í hópnum var einnig John Roberts sem skrifaði mikið rit um sögu mannkyns frá upphafi vega og fram á 20 . öld og annað um sögu Evrópu . Enn má nefna Norman Davies sem hefur samið þekkt verk um sögu Mið-Evrópu, einkum Póllands, og auk þess stór rit um sögu Evrópu og um sögu Bretlandseyja frá elstu tíð og fram á síðari hluta 20 . aldar . Nýjasta rit hans er saga síðari heimsstyrjaldarinnar . Síðast en ekki síst ber svo að telja Paul Johnson . Hann er tvímælalaust fjölhæfastur allra nemenda Taylors og líkist honum trúlega mest að því er snertir stíl og framsetningu . Fjölhæfur afkastamaður Paul Bede Johnson, eins og hann heitir fullu nafni, fæddist í Manchester 2 . nóvember árið 1928 . Hann stundaði nám við jesúítaskólann Stonyhurst College og síðan við Magdalen College í Oxford . Þaðan brautskráðist hann með láði og gegndi síðan herþjónustu um nokkurra ára skeið, aðallega í Gíbraltar . Þegar herþjónustunni lauk fluttist hann til Parísar þar sem hann var blaðamaður og aðstoðarritstjóri við tímaritið Realités á árunum 1952–1955 . Á þeim árum var hann ákveðinn vinstrimaður og auk starfa sinna við Realités var hann fréttaritari breska tímaritsins The New Statesman í París . Þar varð hann svo leiðarahöfundur eftir að hann fluttist aftur til Bretlands, síðan aðstoðarritstjóri og loks ritstjóri á árunum 1965–1970 . Á þeim árum var hann eindreginn stuðningsmaður og persónulega kunnugur verkalýðsforingjanum Aneurin Bevan, en mörgum vinstrimönnum var í nöp við Johnson, þótti nánast goðgá á yfirlýstur kaþólikki sæti á ritstjórastól The New Statesman auk þess sem margir áttu erfitt með að sætta sig við skoðanir hans á ýmsum dægurmálum . Grein sem hann skrifaði árið 1964 og kallaði „Ógn bítlaæðisins“ fór fyrir brjóstið á mörgum sem þóttust frjálslyndir og framfarasinnaðir og ýmsum sanntrúuðum vinstrimönnum þótti illt til þess að vita að Johnson umgekkst rithöfundinn Antoníu Fraser og sótti kvöldfagnaði á heimili hennar en hún var þá gift þingmanni Íhaldsflokksins . Johnson hætti störfum hjá The New Statesman árið 1970 en því fór fjarri að hann segði skilið við blaðamennskuna . Hann hefur allt fram á þennan dag skrifað reglulega í fjölda dagblaða og tímarita austan hafs og vestan, fasta pistla um menningarmál, stjórnmál og ýmis dægurmál, auk bókadóma . Lengst skrifaði

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.