Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 76

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 76
74 Þjóðmál HAUST 2011 Þessi bók ber mörg helstu höfundar- einkenni Johnsons . Hún er byggð á traustri og yfirgripsmikilli þekkingu á við- fangsefninu, er vel og fjörlega skrifuð og einkar skemmtileg aflestrar . Hún fékk góðar viðtökur í Bretlandi og þá var engu líkara en skrúfað væri frá krana . Hver bókin af annarri kom frá hendi Johnsons og frá árinu 1972 hefur varla liðið svo ár að hann hafi ekki sent frá sér bók og sum árin fleiri en eina og fleiri en tvær . Efnisval hans er fjölbreytilegt, eins og áður sagði . Rit um sagnfræði eru flest í ritaskrá hans, en þar er einnig að finna ævisögur, bækur um trúarbrögð og trúarbragðasögu, ferðabækur, rit um listir og listaverk og sitthvað fleira . Engin leið er að gera hér grein fyrir öllum verkum hans og verður því að stikla á stóru . Í upphafi ferils síns sem sagnfræðingur ritaði Johnson mest um sögu Englands og Bretlandseyja, en ekki leið á löngu uns hann tók að fást við sögu fjarlægra landa og fjalla um málefni sem eru miðlæg í veraldarsögunni . Árið 1974 sendi hann frá sér tvær bækur um breska sögu, um Elísabetu I . Englandsdrottningu og um Játvarð konung III . Árið eftir kom ævisaga Jóhannesar páfa XXIII . og 1976 menningarsaga Landsins helga, Civilizations of the Holy Land . Tveimur árum síðar kom önnur bók í svipuðum dúr, The Civilization of Ancient Egypt (Menningarsaga Egyptalands til forna) . Inn á milli kom hins vegar bók sem jók mjög hróður Johnsons sem sagnfræðings og aflaði honum viðurkenningar um allan hinn enskumælandi heim, og reyndar víðar . Hún nefndist A History of Christianity (Saga kristindómsins), kom fyrst út á ensku árið 1977 og var fljótlega þýdd á mörg helstu tungumál í Vestur-Evrópu . Þessi bók er, eins og aðrar bækur Johnsons, mjög læsileg og á köflum stórskemmtileg þótt viðfangsefnið geti trauðla talist léttmeti . Johnson dregur hvergi dul á að hann er íhaldssamur kaþólikki, en hann fjallar af virðingu og sanngirni um aðrar kirkjudeildir og afbrigði kristninnar, ekki síst rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna sem átti í vök að verjast á þessum tíma . Áratug síðar sendi hann svo frá sér annað mikið verk um trúarbragðasögu, sem einnig vakti mikla athygi víða um heim: A History of the Jews (Gyðingasaga) . Sú bók er ekki einungis saga gyðingdóms, heldur Gyðinga um allan heim frá elstu tíð og fram á síðari hluta 20 . aldar . Flestir fræðimenn hefðu að líkindum látið sér nægja að skrifa á rúmum áratug heildarsögu tveggja höfuðtrúarbragða á Vest- ur löndum, gyðingdóms og kristni . En svo var ekki um Paul Johnson . Starfsþrek hans og áhugi var með ólíkindum og inn á milli bókanna tveggja um trúarbrögðin skaut hann þeirri bók sem hann er ef til vill þekkt astur fyrir . Hún bar upphaflega titilinn A History of the Modern World from 1917 to the 1980s og var saga heimsins frá byltingunni í Rúss landi og fram á 9 . áratug 20 . aldar . Þessi bók hefur margsinnis verið endur útgefin, endu rskoðuð og uppfærð, síðast árið 2001 . Þá nefndist hún Modern Times. The World from the Twenties to the Nineties og náði yfir tíma bilið frá því skömmu eftir 1920 og fram undir aldar lok . Í eins konar framhaldi af vinnunni við þessa bók tók Johnson til við það rit sitt sem mest er að vöxtum og kom út árið 1997 . Það nefnist A History of the American People og er saga þeirra landa í Norður-Ameríku, sem nú tilheyra Bandaríkjunum, frá ofanverðri 16 . öld og fram á síðasta áratug 20 . aldar . Þessi bók er gríðarmikil að vöxtum, á annað þúsund blaðsíður, og einkar læsileg og fróðleg . Gagnrýnendur austan hafs og vestan luku á hana miklu lofsorði og sumir gengu svo langt að segja hana bestu Bandaríkjasögu sem út hefði komið . Í inngangi þessarar tröllauknu bókar kvaðst Johnson hafa skrifað hana af áhuga og ást á Bandaríkjunum og bandarísku þjóðinni, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.