Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL Formaður og varaformaður KÍ og formenn aðildarfélaga KÍ skiptast á um að skrifa formannspistla í Skólavörðuna. Félögin á bak við formannspistlana eru: Félag framhaldsskólakennara (FF), Félag grunnskólakennara (FG), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félag tónlistarskólakennara (FT), Skólastjórafélag Íslands (SÍ). SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 8. ÁRG. 2008 Mánudaginn 29. apríl 2008 var skrifað undir nýjan kjarasamning milli Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Samið var til eins árs og nema launaleiðréttingar allt að 23%. Þær koma allar fram á fyrstu sjö mánuðum samningsins. Meðalgrunnlaun grunnskólakennara verða á þessum sjö mánuðum komin upp fyrir meðalgrunnlaun leikskólakennara og til jafns við meðalgrunnlaun framhaldsskólakennara. Þegar skoðuð eru dæmi þá fara dæmigerð byrjunarlaun kennara sem er yngri en 30 ára úr 210.844 kr. í 265.240 kr. Meðalgrunnlaun (vegið meðaltal) umsjónarkennara 2 fara úr 261.040 kr. í 315.890 kr. Í samningsmarkmiðum FG var lögð áhersla á stuttan kjara- samning, að leiðrétta laun til jafns við helstu viðmiðunarstéttir og án þess að þurfa að gefa neitt eða selja af áunnum réttindum okkar. Einnig settum við okkur það markmið að reyna af öllum mætti að semja áður en gildandi kjarasamningur rynni út og án átaka. Öllum þessum markmiðum náðum við. En er þetta nóg? Það er öllum ljóst að gera þarf enn betur. Við lítum svo á að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að gera kennarastarfið samkeppnishæft á vinnumarkaði. Til þess að svo megi verða þarf auðvitað að leiðrétta kjör okkar enn frekar. Ég tel þetta vissulega jákvæðan áfanga og mér er til efs að á seinni árum hafi náðst önnur eins leiðrétting á jafn stuttum tíma og nú. Staðan var vissulega slæm og nauðsynlegt að laga hana verulega. Jákvæðni, uppbygging og fagleg vinnubrögð ríkjandi Undirbúningur þessa kjarasamnings hefur staðið í eitt og hálft ár. Núverandi formenn samninganefnda FG og LN ákváðu á sínum tíma að taka upp ný og breytt vinnubrögð sem áttu að vera til þess fallin að auka skilning milli aðila, byggja upp traust og auðvelda kjaraviðræður. Í aðdraganda viðræðna var lögð mikil áhersla á sam- eiginlegan undirbúning sem meðal annars fólst í sameiginlegri athugun aðila á launalegri stöðu grunnskólakennara gagnvart öðrum stéttum. Einnig fór fram mikil gagnkvæm vinna hjá aðilum um skólamálin. Þegar formlegar kjaraviðræður hófust lágu þessar sameigin- legu niðurstöður fyrir og um þær ríkti sátt, enda unnar af báðum aðilum. Þeir byrjuðu á því að setja sér sameiginleg markmið og hófust svo handa við að finna sameiginlega leið að þeim. Þetta tókst mjög vel og lauk, eins og áður hefur komið fram, í lok apríl. Það er skemmst frá því að segja að það kom mörgum gleðilega á óvart að samningar skyldu takast eftir heldur stormasöm samskipti við LN á undanförnum árum. Ég bind miklar vonir við þessi nýju vinnubrögð. Með þeim hefur skapast traust milli aðila sem er afar mikilvægt. Í samskiptum okkar við LN síðastliðna mánuði kveður við nýjan og betri tón sem gefur okkur von um að ætla að sveitarfélögum sé full alvara í því að gera grunnskólann að eftirsóttum og samkeppnishæfum vinnustað. Ólafur Loftsson Hálfnað er verk þá hafið er Ólafur Loftsson Formaður FG

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.