Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 aðhyllist: festukenningarfólk og vaxtar- kenningarfólk. Þeir sem hallir eru undir „festukenningar“ telja persónueiginleika sína stöðuga og óhagganlega. Þeir sem styðja „vaxtarkenningar“ telja eiginleikana sveigjanlega og breytanlega. Hinir síðar- nefndu fagna áskorunum sem lífið ber á borð fyrir þá og þeir njóta þess að glíma við verðug viðfangsefni sem reyna á hæfileika þeirra og þroska þá. Festupaufararnir þrá hins vegar auðveld viðfangsefni sem þeir vita að þeir ráða við. Þeir hafa stöðugar áhyggjur af því að komast að raun um að hinir fastskorðuðu hæfileikar sínir séu rýrir. Festukenningar drepa því dáð úr fólki og gera það hjálparvana. Dweck hefur þróað mælitæki sem skilja sauðina frá höfrunum. Tækin leiða í ljós að fæstir eru festu- eða vaxtarkenningarfólk á öllum sviðum. Algengt er til dæmis að aðhyllast festukenningu um greind en vaxtarkenningu um siðvit. Engu að síður eru hlutföll festu- og vaxtarkenningarfólks á hverju sviði tiltölulega stöðug og jöfn. Tæpur helmingur fellur í hvorn flokk en um 15% eru einhvers staðar í miðjunni. Endurtekin próf á fólki allt niður í þriggja og hálfs árs aldur leiða í ljós sömu hlutfallslegu skiptinguna. Þorrinn af rannsóknum Dweck snýst um greind. Festukenningarfólk telur greind fasta og trúir á mælda greindarvísitölu sína eins og markaskrá. Það hefur vantrú á að geta lært neitt nýtt en vill endurtaka fyrri afreksverk aftur og aftur. Vaxtarkenningarfólk telur greind sveigjanlega og vaxtarmiðaða (leggi maður sig fram við að efla hana). Það fagnar nýjum viðfangsefnum. Meðal rannsókna Dweck á afdrifum fólks í þessum tveimur flokkum má nefna að nemendur sem hefja nám í nýjum skóla með festukenningu sem bögglað roð fyrir brjósti eiga á hættu að staðna og daga uppi í hinu nýja umhverfi á meðan vaxtarkenningarfólkið blómgast og dafnar. Ein ástæðan er sú að festukenningarfólkið hættir tiltölulega fljótt að reyna að ná árangri í náminu, eignast nýja vini og svo framvegis. Með því að reyna ekki getur það að minnsta kosti haldið í þá blekkingu að það hefði getað náð settu marki ef það hefði lagt sig fram um það. Dweck kennir þessi viðbrögð við „áunnið hjálparleysi“. Dweck og félagar hennar hafa komist að svipuðum niðurstöðum á öðrum mann- lífssviðum, svo sem í sambandi við til- finningastjórn og ástarsambönd: Festu- kenningarfólk leitar frá blautu barnsbeini að viðurkenningu annarra og staðfestingu ríkjandi tengsla. Vaxtarkenningarfólk tekur hins vegar áhættu og leitar nýrra sambanda. Í ástarsamböndum óskar hið fyrrnefnda eftir endurteknu skjalli, hið síðara eftir samþroska með ástvininum. Þeir sem telja sig geta haft stjórn á eigin tilfinningum standa sig vel við nýjar aðstæður, til dæmis þegar þeir hefja háskólanám; hinir sem halda að tilfinningar séu stjórnlaus goshver standa sig áberandi lakar. „Duldu sjálfskenningarnar“ sem Dweck lýsir koma við kjarnann í sjálfum okkur og ákvarða kost okkar á sjálfsþroska. Varðandi spurninguna sem brennur á mörgum kenn- urum og foreldrum um hvernig börn eða unglingar sem lent hafa á villigötum í námi sínu og lífi geti komist aftur inn á rétta braut er svar Dweck skýrt og skorinort: Aðeins ungmenni með vaxtarsjálf eiga kost á róttækum sjálfshvörfum því að til að geta breytt sjálfum sér á djúpstæðan hátt verður fyrst að trúa því að slík breyting sé möguleg. Treysti maður því að sjálf manns sé vaxtarsjálf standa manni ýmsar leiðir opnar; ella blasa við endalausar blindgötur. Menntunarfræðilegar ályktanir Niðurstöður Dweck hafa valdið talsverðum úlfaþyt, bæði meðal uppeldisfræðinga og almennings í Bandaríkjunum. Það hafa lengi verið tískusannindi að hollt sé að hrósa börnum. Dweck deilir í þau sannindi með tveimur. Hollt er að hrósa – en eingöngu ef hrósið er fyrir viðleitni fremur en hæfni. Ef við hælum börnum fyrir að vera greind eða hæfileikarík – og ég tala nú ekki um ef við sláum innistæðulausa gullhamra – þá innrætum við þeim festukenningu: „Haltu áfram að reyna að sýnast vera klár; taktu enga áhættu.“ Við eigum fremur að segja (þegar við á): „Þetta var frábært hjá þér. Þú lagðir þig fram við verkið og náðir árangri vegna þess.“ Dweck telur sérstaka hættu á að stúlkur uppskeri misskilið hrós fyrir að vera „sætar og góðar“; strákar hafi venjulega meira fyrir stafni og fái frekar hrós fyrir tiltekin unnin verk (nýja legóbílinn sem þeir settu vel saman og þar fram eftir götum). Gagnrýni þarf einnig að vera verkmiðuð og beinast að tilteknum mistökum, ekki barninu sjálfu. Ella kann afleiðingin að verða skert sjálfsmynd. Rétt notkun uppalenda á hrósi og aðfinnslum getur þannig fest í sessi vaxtarsjálf barns. Kostir og gallar Þetta yfirlit hér að framan dregur upp nokk- uð einfaldaða mynd af rannsóknum Carol Dweck. Þær eru viðamiklar og allrar athygli verðar. Margt bendir til þess að hún hafi rétt fyrir sér er hún dregur af þeim þá ályktun að sjálfshugmyndir fólks geti auðveldað eða hindrað – jafnvel útilokað – sjálfsþroska og sjálfshvörf í kjölfar samskipta við kennara og aðra uppalendur. Margt kemur samt spánskt fyrir sjónir í kenningu hennar. Hið fyrsta er hin stranga tvískipting fólks. Það er með nokkrum fádæmum að unnt sé að skipta fólki svo auðveldlega í tvo jafnstóra hópa eftir því hvort það hefur vaxtarsjálf eða festusjálf. Dweck kannast við það í nýjustu bók sinni að hún ýki muninn til einföldunar; engu að síður er ekki annað að sjá í rannsóknum hennar en þessi munur komi skipulega fram. Er aðferðafræðin þá viljandi bjöguð? Ef ég spyr nemendur mína hvort þeir telji greind óbreytanlega eða breytanlega fæ ég sjaldan svona klár og kvitt annaðhvort–eða svör. Sama gildir um hina ströngu tvíhyggju hennar um hrós. Það er undarlegt ef orðalag hróssins skiptir svona gríðarmiklu máli. Hlýtur barn að misskilja hrósyrðin „Þú ert klár!“ þannig að þau merki „Þú ert klár óháð því hverju þú áorkar“ og á sama hátt að túlka „Þú hefur lagt þig fram við þetta og náð góðum árangri“ nauðsynlega svo: „Þú hefur haft erindi sem erfiði hér en það segir ekkert um hvernig þér vegnar í framtíðinni nema Aðeins ungmenni með vaxtarsjálf eiga kost á róttækum sjálfshvörfum því að til að geta breytt sjálfum sér á djúpstæðan hátt verður fyrst að trúa því að slík breyting sé möguleg. Treysti maður því að sjálf manns sé vaxtarsjálf standa manni ýmsar leiðir opnar; ella blasa við endalausar blindgötur. Hollt er að hrósa – en eingöngu ef hrósið er fyrir við- leitni fremur en hæfni. Ef við hælum börnum fyrir að vera greind eða hæfileikarík þá innrætum við þeim festukenningu. Dweck telur sérstaka hættu á að stúlkur uppskeri misskilið hrós fyrir að vera sætar og góðar, strákar hafi venjulega meira fyrir stafni og fái frekar hrós fyrir tiltekin unnin verk. GESTASKRIF: KRISTjÁN KRISTjÁNSSON

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.