Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 28
28 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 Guðrún Alda Harðardóttir tók nokkrar myndir af okkar fólki í Kennarasambandinu á verkalýðs- daginn. Skólavarðan rændi tveimur þeirra góðfúslega af bloggi Kristínar Dýrfjörð, roggur.blog.is Kristín Dýrfjörð bloggar oft um skóla og kennara, sérstaklega á fyrsta skólastiginu, leikskólanum. Fremur fáir kennarar láta að sér kveða á blogginu en þeir eru engu að síður nokkrir. Lesendur mega gjarnan hafa sam- band við kristin@ki.is ef þeir vita um einhvern góðan bloggara í kennarastétt. Þann 29. maí næstkomandi kl. 13.00–17.00 verður haldið málþing í Kennaraháskóla Íslands um menntun kennara. Á málþinginu verður rætt um þróun kenn- arastarfsins í ljósi samfélagsbreytinga og menntun kennara til framtíðar. Megin- markmið með málþinginu er að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila leik-, grunn- og framhaldsskóla um áherslur í kennaranámi út frá þörfum hvers skólastigs. Á málþinginu skapast vettvangur fyrir umræður og hug- myndavinnu sem nýtist m.a. við skipulag og mótun kennaranáms. Inngangserindi flytur Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Einnig ávarpa þingið fulltrúar foreldra og framhaldsskólanema. Síðan taka til starfa umræðuhópar þar sem þátttakendur ræða hugmyndir sínar um kennaramenntun og inntak kennaranáms. Að málþinginu standa Kennaraháskóli Ís- lands, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóli, Há- skóli Íslands og Menntamálaráðuneytið. Málþingið er liður í dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Kennaraskólans – Kennara- háskóla Íslands. Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennarar í Englandi og Wales fóru í sitt fyrsta verkfall í 21 ár þann 24. apríl sl. Það stóð yfir í einn sólarhring eins og lagt hafði verið upp með. „Við erum orðin hundleið á sívaxandi verðbólgu og launum sem halda engan veginn í við hana“, sagði Leanne Hahn leikskólakennari frá Norður-London í viðtali við Reuters fréttastofuna. Leanne er í hópi þúsunda kennara sem gengu um götur Lundúna þennan dag með mótmælaspjöld sem á stóð „Nei við launalækkunum“ og „Engar ólaunaðar vinnustundir”. Athyglisvert var að allir stjórnmálaflokkar landsins fordæmdu verkfallið. Stefna Gordons Browns er að halda launum lágum út frá þeirri hugmyndafræði að þannig megi takast að koma böndum á verðbólgu – ef marka má viðbrögð stjórnmálamanna við sólarhringsverkfallinu eru þeir allir sammála Brown. Kennurum var meðal annars núið um nasir að vinna gegn menntun og send þau skilaboð að þeir ættu að hafa „No Strike“ stefnu í samtökum sínum. Launahækkunin sem kennarar fóru fram á var 4,1% í stað 2,45% eins og til stendur. Á 4. þingi KÍ í apríl sl. kom Gísli Þór Sigurþórsson kennari í MS í pontu og lýsti yfir stuðningi við tillögu um árleg framlög til þróunarstarfs í löndum þar sem kennarar og skólastarf á erfitt uppdráttar vegna stríðsátaka eða annarra hörmunga. Þá sagði Gísli: „Við erum rík þjóð með langa lýðræðishefð. Við ættum að samþykkja að ef breskir kennarar fara í verkfall leggjum við fimmtíu milljónir í þeirra verkfallssjóð!“ Ekki varð af því að þessu sinni en það er full þörf á að styðja félaga okkar í Bretlandi með ráðum og dáð, innan sem utan verkfalls. Mjög áhugaverð námsstefna er haldin á Sauðárkróki 15. maí. Hugsanlegt er að Skólavarðan hafi borist fólki tímanlega og það geti hent aukasokkum og vatnsbrúsa ofan í dagpokann og drifið sig á Krókinn – ef það er þá ekki þar fyrir. Námsstefnan heitir Að læra úti – útinám og skólastarf. Hún er í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) og stendur yfir frá klukkan tvö til sex eða þar um bil. Auk mjög spennandi fyrirlestra um ævintýraferða- mennsku, hálendisferðir með nemendum, útinám í leikskólum og framhaldsskólum, útieldun og fleira skemmtilegt verður boðið upp á ratleik með veglegum vinningum. Þá er á námsstefnunni kynning á áttavitum og ratleikjabúnaði frá Recta fyrir skóla frá Rakó ehf. og kynning á vörum til útieldunar frá Muurikka. Dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.ki.is Sólarhring í verkfalli Okkar fólk á 1. maí og kennarablogg Málþing um kennara- menntun á tímamótum Hvernig kennara þarf samfélag framtíðarinnar? Útinám og skólastarf

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.