Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 23
þING Kí: þORvALDUR GYLFASON 23 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 Þorvaldur Gylfason prófessor sagði í erindi sem hann hélt á þingi Kennarasambandsins að áhrif menntunar á hagsæld í þjóðfélaginu væru óvéfengjanleg. Þorvaldur ræddi og sýndi með glærum samanburð á launum og kaupmætti um víðan heim og varð eðlilega mjög tíðrætt um gildi menntunar en ekki síður um kosti og galla hinna mismunandi rekstrarforma skóla. „Hvað þarf að tryggja til þess að menntun sé ekki látin sitja á hakanum,“ spurði Þor- valdur þingfulltrúa þegar tal hans barst að skipulagi skólamála og hann svaraði því sjálfur að bragði að það væri meira fjármagn og betra skipulag. Þorvaldur sagði helstu þætti þjóðarauðs vera eðlisauð, það er að segja framleiðslu- tæki; náttúruauð, það er land, olíu málma og fleira; mannauð, en hans vægi væri um 70% allra þessara auðlinda, og loks félagsauð. „Menntun og heilbrigði skipta sköpum hvað varðar lífskjör en lífskjör ráðast svo af hagvexti. Menntun er fjárfesting og hvert viðbótarár í skóla hækkar laun um 6%. Vaxa fátæk lönd hraðar en rík? Vissulega, en munurinn fer minnkandi. Hagvöxtur og menntun haldast í hendur, þ.e. góð lífs- kjör og mikil fjárfesting haldast í hendur, einnig góð lífskjör og menntun. Aukningu framhaldsskólasóknar um 25% er í takt við 1% aukningu hagvaxtar og einnig haldast í hendur góð lífskjör, góð lýðheilsa og langlífi.“ Þorvaldur varpaði fram þeirri spurningu hvort til væri einföld leið til að útvega börn- um víða um heim meiri og betri menntun? Já, svarið er einfaldlega að sögn Þorvaldar að eignast færri börn og auka þar með „gæði“ hvers og eins barns. Þegar talið berst að menntun og nátt- úrugnægð telur Þorvaldur að frumfram- leiðslan víki smám saman fyrir menntun. Skólasókn örvi lýðræði og öfugt, en hvoru tveggja efli hagvöxt. Mannauður og félagsauður fylgist að. Skipulag skólamála „Menntun skiptir sköpum fyrir lífskjör,“ sagði Þorvaldur, „en opinber gjöld eru í dag 8,3% af landsframleiðslu, eða 106 þúsund krónur á fjölskyldu. Getur verið að miðstýring í skólakerfinu sé of mikil, þ.e. áætlana- búskapurinn? Útgjöld mundu nýtast betur ef kostir markaðsbúskapar fengju að njóta sín betur, með meiri einkarekstri kæmi meiri fjölbreytni í framboð til menntunar. Útgjöld til menntamála árin 2000 til 2004 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru mest á Íslandi þegar þau eru borin saman við önnur Norðurlönd. Hins vegar eru útgjöld til háskóla lægst hérlendis.“ Þorvaldi Gylfasyni varð síðan nokkuð tíðrætt um launamál kennara og var með samanburð í dollurum á kaupmáttarvirði. Árið 2005 voru laun kennara í Þýskalandi helmingi hærri en laun kennara á Íslandi og sagði það staðreynd að einkeypi lækkaði laun en samkeppni hækkaði laun. Miðað við landsframleiðsu væru laun þýskra kennara 60% hærri en laun íslenskra kennara. Það sýndi okkur að kennaralaun á Íslandi væri enn sem fyrr of lág hérlendis. Það hefði einnig sýnt sig að hlutfall mannaflans sem væri með grunnskólapróf eða jafnvel ennþá minni menntun væri hæst á Íslandi, eða 35%, og það yki enn á vandann. Fjárskortur leiddi til lágra launa en við nýtingu fjármagns væri við lýði of mikil miðstýring. „Tekjur tónlistaskólanna á Íslandi eru í dag tvíþættar, þ.e. framlög frá ríki og sveitarfélögum og síðan einkaframlög. Há- skólarnir hérlendis hafa farið inn á sömu braut og þá vaknar sú spurning hvort fram- haldsskólarnir geti farið sömu leið, hvar á að draga mörkin?“ Markaðsbúskapur í menntamálum? „Hvernig skilar kenna mestum árangri? Er það með þvi að sami kennarinn kenni börnunum allar greinar, er það með því að vera með sérhæfða kennara eða að bekkur flyti sig milli kennarastofa efir því hvaða fag skal nema í hverjum tíma? Af hverju á ekki að leyfa skólum að keppa innbyrðis? Myndi valfrelsi bitna á jöfnuði? Hví skyldi valddreifing og valfrelsi reynast síður í skólunum en á öðrum sviðum? Myndu skólagjöld bitna á menntun? Er ástæða lítillar menntunar of lítið framboð eða of lítil eftirspurn? Þessum spurningum er gott að velta fyrir sér, og ekki síst í kennarastéttum. Menntun borgar sig því hún eykur mann- auð og hagvöxt. Hagur einstaklinga og þjóða ræðst að miklu leiti af mannauði og félagsauði, ekki náttúruauði, þó margir álíti svo. Afskipti almannavaldsins mega ekki standa í vegi fyrir markaðsbúskap í menntamálum,“ sagði Þorvaldur Gylfason prófessor. Glærur frá Þorvaldi eru á www.ki.is Geir A. Guðsteinsson Með meiri einkarekstri kæmi meiri fjölbreytni í framboð til menntunar

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.