Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 19
19 þING Kí SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 1. málstofa - kjaramál Áhrif þenslu/samdráttar á kjör kennara og skólastarf almennt Málshefjendur: Ólafur Darri Andrason hagfræð- ingur ASÍ, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri, Elín Ásgrímsdóttir leikskólastjóri. Ólafur Darri bar saman laun á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera og fram kom að hið opinbera hefur dregist aftur úr í launaskriðinu. Launaskrið hjá opinberum starfsmönnum fer hægar upp í þenslu og lækkar svo lítið í slaka, en á almennum markaði fara laun hratt upp og líka hratt niður. Þensla hefur þau áhrif á markaðinn hjá báðum hópunum að það reynir á endurskoðun kjarasamninga, eða þeir teknir upp í heild sinni. Dæmi um launaskrið er þegar einstök sveitarfélög hækka laun einhliða. Hvað er til ráða? Semja um lágmarkskjör og treysta á yfirborganir, eða hafa sveiganlegan kjarasamning. Báðar þessar leiðir leiða til mismunar í launum. Í þenslu þarf að gera skólana samkeppnisfærari með því að geta borgað hærri laun. Í „slaka“ er auðveldara að manna skólana og þá þarf ekki að hækka laun. Kristinn Breiðfjörð sagði að í vetur hefði verið erfitt að manna í stöður. Þá reyndi á að eiga gott samstarf við menntasvið Reykjavíkurborgar. En þar eru öll viðbrögð hæg og jafnvel reynt að sópa málum undir teppið. Skólastjórum var nánast bannað að tjá sig í fjölmiðlum. Annars var farið inn á þá braut að sameina hópa og minnka þjónustuna í stað þess að fella niður kennslu hjá bekkjum eða í árgöngum. Sveitarfélög líta á kjarassamning sem bæði lágmarks- og hámarkssamning. Eftirlitsmaður fór um landið og fylgdist með að sveitarfélög færi eftir samningnum og var þeim hótað brottvísun úr launanefndinni ef þau gerðu það ekki. Kristinn hefur áhyggjur af því hve margir hverfa frá störfum. Í staðinn er ráðið óvant fólk og gæði skólastarfsins minnka og starfsmannavelta eykst. Elín sagði að erfitt væri að manna stöður í leikskólunum og starfsmannaveltan væri mikil. Viðbrögðin við þessum vanda eru að taka ekki börn inn í skólana og einnig að senda þau heim tvisvar sinnum hálfan dag í viku hverri í samráði við foreldra. Yfirleitt er einn menntaður starfsmaður í hverri deild. Hann fær handleiðslu einu sinni í mánuði. Það vantar fjármagn til launahækkunar, en hægt hefur verið að koma til móts við starfsfólkið með að borga fyrir starfsmannaferðir og jólamat og fleira smálegt. Nú vill vinnuveitandinn afnema þetta. Mikill tími fer í leiðbeiningar fyrir nýja starfsmenn. Það er alltaf verið að hagræða, vetrarstarfið fer úr skorðum vegna manneklu. Eina leiðin við þessum vanda væri að hækka launin. 2. málstofa - skóla- og menntamál Hlutverk skóla sem uppeldisstofnunar í samfélaginu Málshefjendur: Anna Kristín Sigurðardóttir for- stöðumaður kennarabrautar KHÍ, María Kristín Gylfadóttir formaður Heimilis og skóla og Helga E. Jónsdóttir leikskólastjóri Kópavogi og fulltrúi í stjórn KÍ. Anna Kristín sagði að gerðar væru kröfur til skólans um að taka að sér sífellt stærra uppeldishlutverk. Árið 1934 var talað um að skólinn væri fyrst og fremst uppeldisstofnun. Hvar endar uppeldi og hvar byrjar menntun? Eigum við að gera greinarmun þar á milli? Eru einhver rök fyrir því að uppeldishlutverk skóla minnki eftir því sem börnin eldast? Anna Kristín vitnaði í Pál Skúlason sem sagði „Menntun er þroski, menntaður maður er vísýnn maður, menntun gerir manninn að meira manni“. Er hægt að líta sem svo á að þeir sem mennta eða þjálfa börn hafi ekki uppeldislegt hlutverk? Hver ákveður hvað er börnum fyrir bestu? Kennarar lenda í klemmu þegar kemur að því að ákveða um sérkennslu eða önnur úrræði. Hvar stangast hagsmunir barna á við hagsmuni annarra svo sem foreldra, skóla og stjórnmálamanna. Barnasáttmálinn – Gunnar Finnbogason segir að hann sé ekki virtur í skólakerfinu og samfélaginu. Nemendalýðræði er flott en hvernig? Gerir KHÍ nóg til að viðhafa nemendalýðræði? Anna Kristín benti á að leikskólinn talaði um að hlusta á raddir barna. María Kristín sagði að samþætting starfs og heimilis yrði ekki fyrr en við samþykktum að hagmunir einkalífs og starfs stangast á. Markmið uppeldis og skólagöngu eru þau sömu. Skólakerfi framtíðar verður að vera sveigjanlegt – taka mið af þörfum fólks og þjónustumiðað. Það þarf að mæta kröfum barna og foreldra fyrir þjónustu, skólar veita nú þegar þjónustu sem á ekkert skylt við menntun, til dæmis að gefa börnum að borða í hádeginu. Fyrir hendi verður að vera búnaður og geta til að sinna þörfum allra, aðgengi allra að hverfisskólum. Góð samskipti barna og foreldra er hluti af samskiptum heimilis og skóla en skoða þarf vel um hvað samstarfið á að snúa. Allir sem koma að börnum á einhvern hátt bera sameiginlega ábyrgð á samskiptum heimilis og skóla og uppeldi barnanna. Um hvað snýst foreldrasamstarf? Enn er horft framhjá foreldrum sem raunverulegum hagsmunahópi, skólinn og foreldrar eiga að vera samherjar og þurfa að taka höndum saman um uppeldisleg gildi. Mikilvægt er að áætlun um samstarf sé til staðar. Helga sagði um 80% barna í 8-9 tíma dvöl í leikskóla á dag. Hversu mikið er nóg? 40 stunda vinnuvika er raunveruleiki en vinnuvika barna er mjög oft lengri. Ekki er minnkaður viðverutími barna þegar foreldrar eru í fæðingarorlofi. Pólitískir fulltrúar eru andsnúnir því að skerða þjónustu tímabundið. Gefin var út sk. samráðsnefndarskýrsla árið 2007 þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna skorts á menntuðum kennurum í leikskólum og langri viðveru barna. Hvað kostar þetta samfélagið? Helga tók dæmi af Furugrund en þar eru 73 börn af 80 með átta til níu klst. skóladag. Það er mjög mikið fyrir lítið barn að vera í þessu rými svona langan tíma, sagði Helga. Yngstu börnin eru jafnlengi og þau eldri. Mettun er einnig í gæslunni í grunnskólunum þar sem eru 70-80 börn og þrír starfsmenn. Samanburður á gæsluí grunnskólum og skóladagheimilum áður fyrr er ekki samtímanum í hag. Það er meira en stigsmunur á skóladvöl sem stendur yfir í fjórar klst. og þeirri sem varir í átta eða níu klst. 6. málstofa – líðan kennara Líðan kennara – agaleysi í samfélaginu Málshefjendur: Anna Þóra Baldursdóttir lektor HA, Edda Kjartansdóttir verkefnisstjóri KHÍ. Anna Þóra spurði: hvað er kulnun í starfi? Einstaklingsbundin einkenni kulnunar, kuln- un versus vinnugleði, áhrifaþættir m.t.t. kulnunar, hvaða þættir viðhalda vinnugleði? Hún drap á helstu niðurstöður rannsókna sinna á kulnun í starfi grunnskólakennara og leiðbeinenda (2000) og könnun sem hún og Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur, Punktar úr þremur af sex málstofum sem voru haldnar á 4. þingi KÍ - lesið meira um málstofurnar á www.ki.isMálstofur á 4. þingi KÍ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.