Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 29
SMIÐSHöGGIÐ SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 29 Gunnar Freyr Valdimarsson kennari hefur samið fræðslutexta fyrir alla Íslendinga sem hvílir á stoðum stjórnarskrárákvæða um mannréttindi í þeim tilgangi að einfalda þau, skilgreina skýrar og búa til samskilning allrar þjóðarinnar á því hvað þau fela í sér. Fræðsluefnið leggur hann til að verði kennt í skólum, kynnt almenningi, dreift á veggspjöldum og póstkortum, kynnt nýjum Íslendingum og þeim sem kjósa að setjast hér að tímabundið og hvatt til umræðu í samfélaginu í heild um það sem efnið felur í sér. Þannig megi búa til samskilning á því hvað fjölmenningarlegt samfélag felur í sér, leggja drög að nýju upphafi og samþykki þegnanna. Í stjórnarskrá flestra lýðræðisríkja eru ákvæði sem leiðbeina eiga þegnunum í sambúð þeirra í samfélagi með öðrum á virðingarverðan og ábyrgan hátt og um leið er reynt að samræma hagsmuni einstaklings og samfélags. Hér á ég við þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lúta að almennum mannréttindum einstaklingsins, skyldum okkar og ábyrgðarákvæðum sem sum hver er refsivert að brjóta. Þessi ákvæði eru sett til að tryggja að allir njóti sama réttar til að lifa mannsæmandi og virðingarverðu lífi en um leið eru þau sett til að borgararnir vaði ekki yfir rétt annarra til sömu hluta. Þetta eru leikreglur, settar til að samfélagið virki vel sem heild fyrir alla sem einn. Þau helstu er að finna í 6. og 7. kafla stjórnarskrárinnar. Sumir Íslendingar telja að þeir sem flytji til landsins frá öðrum menningarsvæðum eigi að semja sig að ákveðnum siðum og gildum sem eru við lýði á Íslandi. Um leið eru orð eins ,,lýðræðissamfélag“ og ,,mann- réttindi“ stundum dregin inn í umræðuna án þess þó að nánar sé skýrt hvað við sé átt né umræðunni fylgt eftir. Mín reynsla er sú að of margir Íslendingar hafi alls ekki rætt þessa hluti né skoðað til hlítar og hafi t.a.m. mjög óljósa hugmynd um að hvers konar lýðræði, réttindum og skyldum nýir landnemar eigi að laga sig. Margir þeirra sem koma til landsins hafa heldur ekki gert það. Þeir koma frá ólíkum ríkjum og menningarsvæðum og misjafnt hversu mörg þessara ákvæða úr stjórnarskrá Íslands eru þeim töm. Að mínu mati er mjög mikilvægt að þeir sem búa saman á Íslandi fari eftir sömu leikreglum um réttindi og skyldur sem settar eru til að gera samfélagið gott fyrir alla. Mikilvægt er að sami skilningur sé á grunngildum lýðræðis og mannréttinda og að þau séu án alls vafa hafin yfir menningar- legan bakgrunn og trú. Í dag glíma mörg lönd við svipað ástand, árekstra sem fyrst og fremst eru sprottnir af því að íbúar samfélaganna fara ekki eftir sömu leikreglum og túlka þær með mjög ólíkum hætti. Mörg dæmi eru um að öfgafullar túlkanir á valfrelsi einstaklingsins rekist harkalega á við mannréttindaákvæði. Í mörgum tilfellum eru menn feimnir við að segja ,,hingað og ekki lengra“ vegna hræðslu við að vera sakaðir um að ganga á rétt einstaklingsins í því tilfelli. Því er nauðsynlegt að gera línur ákveðinna ákvæða ennþá skýrari svo að allir fari eftir sömu reglum og að einstaklingar skýli mannréttindabrotum sínum ekki á bak við teygjanlega túlkun á réttindum einstaklingsins. Um leið þarf að gera öllum ljóst að þeir bera ákveðna ábyrgð á gjörðum sínum og athöfnum og að því fylgja skyldur að búa í samfélagi með öðrum, ekki eingöngu réttindi. Ég vil útbúa fræðsluefni fyrir alla Íslendinga sem tekur mið af stjórnarskrá Íslands og kynni tillögu þar að lútandi í lok þessarar greinar. Þar set ég í öndvegi ákvæði stjórnarskrárinnar sem lúta að helstu réttindum og skyldum okkar sem íbúa Íslands, það sem við megum gera og það sem er rétt að gera. Ég bæti við atriðum sem sprottin eru úr umræðum í samfélaginu, t.d. að íslenska sé þjóðtunga Íslands og samskiptamál þeirra sem búa á Íslandi og nokkrum atriðum sem vísa til þeirrar framtíðar sem við viljum fyrir hönd samfélagsins. Mín ósk er sú að a.m.k. helstu ákvæði stjórnarskrárinnar verði öllum það töm að við getum haldið áfram og þreifað okkur lengra til þess samfélags sem við viljum sjá, væntanlega réttlátts og lífvænlegs. Ég mæli með átaki í umræðu um lýðræði og mannréttindi og merkingu þess að búa í samfélagi sem byggist á slíku. Þessu er ekki sérstaklega beint til útlendinga og umræðu um aðlögun. Ég játa þó að helsta kveikjan að þessari tillögu minni eru harkalegir árekstrar ólíkra menningarheima sem ég hef orðið vitni að hér og annars staðar í hinum vestræna heimi. En um leið tel ég nauðsynlegt að sem flestir Íslendingar rifji upp helstu sam- skiptaákvæði stjórnarskrárinnar og kynni sér þau betur. Nauðsynlegt er að fá skýran samnefnara fyrir okkur öll sem búum hér, sameiginlegan skilning á hvað við megum gera, hvað rétt er að gera og hvað væri æskilegt að við gerðum. Okkur vantar skýrari form á samfélagið og lýðræðislega sambúð okkar, form sem vísar til framtíðar en inniheldur í raun gömul sannindi skilgreind upp á nýtt. Okkur vantar nýtt, sameiginlegt upphaf, óháð því hvaðan við komum og hvernig við skilgreinum okkur. Við búum í íslensku samfélagi með íslenskar reglur en um leið beitum við alþjóðlegum leikreglum sem snúa að mannréttindum og skyldum. Við erum á leið til sameiginlegrar framtíðar. Best er allir ferðalangar noti sömu vegvísana og geri nýjan sáttmála um hvert ferðinni skuli heitið. Það er mikilvægt að allir þekki þessar áherslur, nýir íbúar, gamlir íbúar sem og yngstu kynslóðirnar. Umræða um fjölmenningarlega sambúð er flókin og hana þarf að einfalda. Leikreglur í samfélögum eiga að vera einfaldar, skýrar og sanngjarnar. Um þær á að ríkja sátt. Ég legg til að þessi einfalda útgáfa verði skylduefni í grunn- og framhaldsskólum og að öllum nýjum Íslendingum verði hjálpað til að skilja hana og um leið að hún verði að skylduefni fyrir þá sem hingað koma til að setjast að. Textinn þarf að vera á einföldu máli, aðgengilegur fyrir öll aldursstig og Ég gæti Íslands og Ísland gætir mín hér vil ég búa Mín reynsla er sú að of margir Íslendingar hafi alls ekki rætt þessa hluti né skoðað til hlítar og hafa t.a.m. mjög óljósa hugmynd um að hvers konar lýðræði, réttindum og skyldum nýir landnemar eigi að laga sig. Margir þeirra sem koma til landsins hafa heldur ekki gert það. Mikilvægt er að sami skilningur sé á grunngildum lýðræðis og mannréttinda og að þau séu án alls vafa hafin yfir menningar- legan bakgrunn og trú.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.